Fréttablaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 62
 22. janúar 2006 SUNNUDAGUR30 Gagnrýnendur segja eitt. En nú er komið að þér. Farðu á vísir.is og taktu þátt í Íslensku tónlistarverð- laununum. Veldu „Vinsælasta flytjandann“, þann tónlistarmann eða hljómsveit sem þér þykir hafa skarað fram úr árið 2005 og spilaðu með í veðbankanum. Ef þú giskar rétt áttu möguleika á glæsilegum vinningi, ferð fyrir tvo með Icelandair til San Fransisco og gjaldeyri frá Landsbankanum. Hver var bestur 2005? Láttu skoðun þína í ljós á visir.is Glæsileg verðlaun í boði! Ragnar Sverrisson, kaup- maður í JMJ og formaður Kaupmannafélags Akureyr- ar, er hreinræktaður Akur- eyringur. Fæddur á Eyrinni og ann Akureyri heitar en flestu öðru. Ragnar er stórhuga og hamhleypa til verka. Ragnar ber af í snyrtimennsku og klæða- burði og sjaldan sést hann utan dyra nema með barða- stóran hatt á krúnurökuðu höfðinu. Ég hafði hugsað mér að hitta Ragn- ar á kaffihúsi en einn starfsmanna hans í versluninni forfallaðist svo hann komst ekki frá. Ég brá mér því í búðina til hans. Dillandi hlátrasköll berast í fang mér um leið ég lýk upp dyr- unum að herrafataverslun JMJ. Kaupmaðurinn er að ljúka við að afgreiða ungan mann sem hann augljóslega kannast við. Gantast hann óspart í piltinum og hafa báðir gaman af og hlæja dátt; kaupmaðurinn þó sínu hærra og hvellara. „Hafðu það gott gamli minn,“ kallar Ragnar á eftir unga manninum um leið og hann yfir- gefur verslunina. Deildi hart við Halldór Blöndal „Ég er búinn að standa á bak við búðarborðið í JMJ í tæp 40 ár og þekki vel mína fastakúnna,“ segir Ragnar þegar við tyllum okkur við lítið og lúið eldhúsborð í kaffistofu verslunarinnar. Allt um kring eru glansandi og ilmandi leðurflíkur, stífpressuð jakkaföt og frakkar á slám enda kaffistofan á lagernum í JMJ. „Ég spjalla við kúnnana þegar tími gefst til. Oftast er það á léttu nótunum en stundum er hart deilt. Alla jafnan ligg ég ekki á skoðunum mínum og þegar for- kólfar bæjarfélagsins, þingmenn eða forsvarsmenn stórfyrir- tækja á svæðinu koma í búðina þá er stundum tekist á um menn og málefni. Yfirleitt enda þess- ar orðaskylmingar með góðu en einu sinni munaði litlu að Halldór Blöndal henti í mig tveimur full- um innkaupapokum með fatnaði sem ég hafði selt honum um leið og við rökræddum,“ segir Ragnar og skellihlær þegar hann rifjar upp þetta atvik. Það er töluverður erill í búð- inni og Ragnar gerir hlé á spjalli sínu við mig til að sinna kúnn- unum. „Fáðu þér bara kaffi og kleinu á meðan, gamli minn. Ég verð kominn til þín aftur áður en kleinan er búinn,“ segir hann og rýkur brosandi af stað til að sinna viðskiptunum. Ragnar þykir kaupmaður góður og fáir eru þeir sem fara tómhentir út um dyrnar á JMJ. Sem ungur maður fór Ragnar í iðnnám og lærði bókband. Starf- aði hann við þá iðn um hríð eða allt þar til Jón M. Jónsson, klæð- skeri og þá verðandi tengdafaðir Ragnars, réði hann til starfa hjá sér. Í tuttugu ár unnu þeir hlið við hlið í JMJ en þá keyptu Ragn- ar og Guðný, eiginkona hans, reksturinn. Í stríði við KEA Ég hef lokið við kleinuna og það eina sem minnir enn á tilvist henn- ar er ljúffengt eftirbragðið og gul- hvítar mylsnur á dökkum diski. Fleiri kleinur, merkilega líkar að stærð og lögun, liggja innan seil- ingar í skál á borðinu en ég stenst freistinguna; aldrei þessu vant, og fer fram í búð á eftir Ragnari. Í versluninni eru tveir eldri herramenn og Ragnar að sinna báðum. Þeysist á milli þeirra með bindi, skyrtur og skó; bros- andi og talandi við báða en þó um óskyld málefni. Annar vill vita hvort Ragnar telji að kvóti ÚA sé á leiðinni úr bænum. Hinn er forvitinn um deilu Kaupmannafé- lagsins og KEA. Á listilegan hátt tekst Ragnari að svara báðum með einni stuttri ræðu: „Ég veit ekki hvort kvótinn sé að fara en það er alveg á hreinu að ef KEA hefði tekist að kaupa ÚA, eins og þeir vildu, þá væri kvótinn farinn eða komið fararsnið á hann. KEA gafst upp á verslunarrekstri hér fyrir norðan og nú ætla stjórn- endur félagsins að kaupa sér vin- sældir með útgáfu fríðindakorts og láta kaupmenn á svæðinu borga brúsann,“ segir Ragnar og brosið dettur ekki af andliti hans en sígur þó aðeins þegar hann tekur sér nafn KEA í munn. Svona gera bara samræðusnill- ingar, hugsa ég með mér. Ragnar heldur áfram að spjalla við mennina á meðan hann afgreiðir þá. Báðir hverfa þeir brosandi á braut og heldur blankari en þegar þeir gengu inn í búðina; upplýstari um stefnu ÚA og deilu Kaupmannafélagsins við KEA. Annar með einn fullan poka af fatnaði; hinn tvo. Við tyllum okkur aftur við eld- húsborðið og Ragnar otar að mér girnilegri kleinu. Ég stenst enn mátið, vitandi að heima mun bíða mín gómsætur og ferskur fiskur af austurmiðum sem konan ætlar að elda. Gekk á 90 fjallstinda Talið berst að hreyfingu og hollu líferni. Líkt og á öðrum sviðum er Ragnar mittislaus, eins og sagt er fyrir norðan, þegar kemur að heilsurækt. „Ég fór að rækta lík- amann markvisst fyrir um þrem- ur árum og á hverjum virkum degi er ég mættur í sund, stund- víslega klukkan 6.45. Ég fer í lík- amsrækt alla daga vikunnar nema á fimmtudögum en þá spila ég fótbolta með gömlum Þórsurum. Oft fer ég í fjallgöngur á sunnu- dögum og þá sleppi ég ræktinni en suma daga fer ég tvisvar í ræktina; fyrst í hádeginu og svo aftur síðdegis.“ Mér varð litið á kaffibollann minn á borðinu fyrir framan mig og hugsaði um sígarettuna sem mig var farið að langa verulega í eftir að hafa staldrað við í búðinni í hálftíma. Horfði þögull á stæltan líkama mannsins á móti mér, sem á einungis rúm þrjú ár í sextugt, og gjóaði augunum að ört vax- andi mitti mínu sem undanfarin ár hefur tútnað út með dyggum stuðningi Nóa og Síríusar. „Það er nefnilega það,“ segi ég. „En hvað með pólitíkina? Ertu mjög pólitískur?“ spyr ég og freista þess að skipta um umræðu- efni. Ragnar hristist í stólnum af hlátri en gengur ekki þá braut sem ég vildi stýra honum inn á. „Þú verður bara að drífa þig með mér í fjallgöngur. Það er allra meina bót,“ segir hann og augun leiftra af ákefð. „Í sumar gekk ég samtals á 90 fjallstinda og þar af 35 í Eyjafirði.“ Ég veit að nú á ég von á ræðu um fjallgöngur og frækna sigra og verður hugsað til skólaljóð- anna: Klífa skriður. Skríða kletta. Velta niður. Vera að detta. Áður en ég hrufla mig á hverj- um steini þá hringir síminn í JMJ; kunningi Ragnars sem hann hafði ekki heyrt í lengi. Ég trufla Ragn- ar í símtalinu og segist ræða við hann um pólitíkina síðar; ég þurfi að haska mér. „Ekki vesenið gamli minn – Hvenær sem þú vilt!“■ Broskallinn með hattinn > SUNNUDAGUR MEÐ KRISTJÁNI J.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.