Fréttablaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 58
 22. janúar 2006 SUNNUDAGUR FISKELDISSTÖÐ TIL SÖLU !! MIKLILAX AÐ HRAUNI I. Í FLJÓTUM. Fiskeldisstöðin Miklilax er staðsett á jörðinni Hraun I Fljótahreppi, skammt frá Siglufirði. Húsakostur: Vandað sláturhús úr límtré 485,3m2 stálklætt. Rafstöðvar- hús 153,7m2, (steypt) djúpdæluhús 38,8m2 (steypt ) og skúrar. Fiskeldisker: Steyptur. botn og hliðar úr glerjungsungshúðuðu stáli: 8 stk Ø 23,9 m og 3 stk Ø 12,9m. Véla og tækjabúnaður: Rafstöð Cummins 820 hp, keyrð 900 klst, Rafall Leroy-Somer 516kw, 4stk Framo djúpdælur, 4-5 stk loftdælur, krapavél Type B105, o.m.fl. Lausmunir: Talsvert magn af plaströrum Ø600mm og 170mm, og ýmsu öðru efni og búnaði. Upplýsingar verða gefnar í síma 444 - 8706 og einnig má senda fyrir- spurnir á henry@kbbanki.is og fax 444-8709. Óskað er eftir tilboðum í alla stöðina eða hluta. Þ.e. byggingar, vélar eða lausamuni. Senda skal inn formleg tilboð ásamt greiðsluskilmálum. Tilboðsfrestur er til og með 10. febrúar 2006. Tilboð sendist til KB banka, Sóltúni 26. 105 R c/o Henrý Þór. Kaupþing banki hf. áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. ÁLVER Í HELGUVÍK Mat á umhverfisáhrifum Norðurál kynnir drög að tillögu að matsáætlun Hafið er matsferli vegna fyrirhugaðs álvers í Helguvík. Gert er ráð fyrir að álverið verði byggt upp í áföngum þar sem stefnt er að allt að 250.000 tonna ársframleiðslu. Endanleg ákvörðun um áfangaskiptingu hefur þó ekki verið tekin þar sem hún ræðst af orkuöflun til álversins. Norðurál er framkvæmdaraðili verksins en mat á umhverfisáhrif- um verður unnið af HRV sf. Á vefsíðu HRV (http://www.hrv.is) eru nú til kynningar drög að tillögu að matsáætlun framkvæmd- arinnar. Kynningin stendur yfir til sunnudagsins 5. febrúar 2006. Fyrir hönd framkvæmdaraðila er almenningur og aðrir hvattir til að koma ábendingum og athugasemdum á framfæri til Hauks Einarssonar (HRV sf., Grensásvegi 1, 108 Reykjavík, haukure@hrv.is). Í endanlegri tillögu að matsáætlun verður gerð grein fyrir þeim ábendingum og athugasemdum sem kunna að berast. Alan Raphaeline er ekki hefðbundinn bisnissmaður, hann segist vera í dreifing- arbransanum og brosir bak við skeggið þegar hann býður gesti bókabúðarinnar Another Count- ry velkomna – í stofuna heima hjá sér. Hann rekur eina óvenjulegustu bókaverslun eða bókasafn í Berlín. Fyrir sex árum ákvað hann að láta drauminn rætast og hóf rekstur með sínar eigin bækur. Opnaði hann stofuna sína og kjallarann fyrir áhugasama lesendur í leit að góðum notuðum enskum bókum. Herra Raphaeline er sagnamaður með skrautlega fortíð og í félags- miðstöðinni hans í Kreuzberg eru miklar líkur á því að komast í góðar sögur. Felur enga fjársjóði Kerfið er einfalt, í búðinni má finna meira en 12.000 enskar bækur um flest milli himins á jarðar en þar af eru um 2000 bækur aðeins til leigu. Bækurnar kosta flestar á bilinu 2 til 5 evrur en ofan á það leggst leigugjald að upphæð 1,5 evrur. Ef lesandanum líkar ekki bókin sem hann kaupir getur hann skilað henni og fengið hana endur- greidda, að frádregnu leigugjaldi. Að sögn Raphaeline virkar þetta kerfi vel og flestir lesendur sýna því skilning að sumar bækurnar séu ekki til sölu. „Ég er með fastakúnna sem senda bækurnar til baka frá Köln, Dusseldorf og Búdapest en ég held að lengsta ferðlagið sem bækur frá mér hafa farið sé til Sri Lanka og til baka.“ Hann kveðst vera ánægð- ur með þetta fyrirkomulag því það kemur í veg fyrir að góðar bækur stoppi í hillum lesenda. Markmið hans er að góðar bækur séu lesn- ar og góðir höfundar fái útbreiðslu meðal lesenda. Ein mesta gleðin fyrir mann í hans starfi sé að geta miðlað af reynslu sinni, kynnt nýja höfunda fyrir lesendum og aukið á ánægju þeirra með því að miðla sögum, bæði þessum skálduðu og þeim sönnu. „Helmingur gestanna kemur frá enskumælandi löndum en Þjóðverjar eru hinn helmingur- inn,“ segir Raphaeline og upplýsir að það sé alls konar fólk sem reki inn höfuðið. Fastagestirnir hafi flestir „sæmilega góðan smekk á bókum“ en margir eru áhugafólk um vísindaskáldskap sem er aðall þessarar verslunar. Í kjallarnum má finna „stærsta safn sinnar tegundar í Þýskalandi, jafnvel í Evrópu,“ segir eigandinn stoltur. Hann er sjálfur einlægur aðdáandi vísindaskáldskapar og duglegur að boða fagnaðarerindi þeirrar bók- menntagreinar. Alætan eldar á föstudögum „Ég les 500 bækur á ári, helming- urinn er vísindaskáldsögur og svo glæpasögur, sagnfræði og annað í bland. Það mætti segja að ég væri alæta á bækur,“ segir Raphaeline sem ver flestum stundum sínum í bókabúðinni. Á morgnana kemur hann niður af efri hæðinni þar sem hann sefur, kemur sér fyrir bak við skrifborðið og fer yfirleitt ekki upp aftur fyrr en kl. tíu á kvöldin. Hann segir að mesta fúttið sé á föstudögum því þá eru haldin kvik- myndakvöld og auk þess eldar Rap- haeline fyrir gesti. Hann stendur á haus í eldhúsinu allan daginn og töfrar fram margrétta matseð- il fyrir gestina sem sumir koma meira til að spjalla og borða á sig gat en horfa á kvikmynd. „Ég er alltaf rosalega stressaður á föstu- dögum þótt ég hafi staðið í þessu lengi, að elda fyrir allt þetta fólk,“ segir kokkurinn. „Verð hrædd- ur um að maturinn sé ekki nógu góður, of lítið af honum eða allt of mikið.“ Í búðinni eru líka haldnar „ráðstefnur“ um ýmis málefni, nú á vordögum verður t.d. fjallað um vísindskáldskap út frá kynjahug- takinu og þá verður væntanlega fjörugt í kjallaranum. Afslappað og heimilislegt Alan Raphaeline er Lundúnabúi sem ílengst hefur í Berlín. Hann segist strax hafa heillast af borg- inni á áttunda áratugnum þegar hann flakkaði hvað mest um skyn- heiminn. Þó að margt hafi breyst síðan hann kom fyrst til Kreuzberg er Berlín samt staðurinn þar sem honum líður best. Hann er líka búinn að koma sér upp litlu afdrepi úti á landi þar sem hann felur sig stundum. Það er gestkvæmt hjá honum í búðinni enda er auðvelt að heillast af þessum karakter og sögunum hans og þetta er frábær staður til þess að hitta skemmti- legt fólk. Gestir geta fleygt sér í sófann, fengið sér te eða bjór og gluggað í bækur og fengið fréttir, slúður og visku af einu eða öðru tagi. Umhverfið er heldur ekki dauðhreinsað eða minimalískt heldur fyrst og fremst heimilislegt og afslappað, engar óþarfa tuskur á lofti, dulbúið skipulag í flútti við eigandann. Á aðventunni var hann að dunda sér við að velja jólapóstkort handa vinum og fastagestum. „Má ekki bjóða þér eitt að skilnaði?“ spurði hann en bætti því við að hann væri alls ekkert jólabarn þótt hann hafi hent í eina annarlega sort af smá- kökum. Gestir geta því átt von á því að fara vel nestaðir af alls kyns sál- arfæði ef þeir kíkja inn og karlinn er í góðu skapi. ■ Bóksalinn í Berlín Illa bókahillan Flokkunarkerfið í Another Country er einfalt, í kjallaran- um er vísindaskáldskapur en á jarðhæðinni er allt annað, nokkurn veginn í stafrófsröð, auk þess örfáar hillur með sér- valið efni. Ein þeirra er illa bókahillan þar sem Raphaeline hefur raðað bókum sem hann segir að séu beinlínis fullar illsku og eigi best heima á bóka- brennum. Þar má meðal annars sjá ævisögu Britney Spears og bókina um Oliver Twist. Af hverju er Dickens illur? „Það er löng saga, en þú veist að hann fékk borgað eftir orðafjölda,“ segir bóksalinn en andúð hans á Charles Dickens hefur víst líka eitthvað með breska skólakerfið að gera. ALAN RAPHALINE Á föstudögum heldur Alan bíókvöld. Þá stendur hann á haus í eldhúsinu og töfrar fram margrétta matseðil fyrir gestina. MYND/ KRISTRÚN HEIÐA HAUKSDÓTTIR Another Country Búðin er staðsett í Kreuzberg, einu af skemmtilegustu hverf- um Berlínar. Þar má til dæmis finna fjöldann allan af notaleg- um kaffihúsum og verslunum með antikvarning og notuð föt. Fyrir bókaorma má líka benda á að í nágrenninu er frábær myndasöguverslun og búð þar sem fást nýjar þýskar og ensk- ar bækur. Another Country má finna í Riemannstraße 7 eða á netinu: www.anothercountry. de. Alan Raphaeline heitir Englendingur sem ílengd- ist í Berlín á áttunda áratugnum og rekur bóka- búð í stofunni hjá sér. Kristrún Heiða Hauksdóttir tók hús á manninum sem les 500 bækur á ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.