Fréttablaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 10
 22. janúar 2006 SUNNUDAGUR10 stjornmal@frettabladid.is nánar á visir.is UMMÆLI VIKUNNAR,, U MÆLI VIKUN AR ,, ����������������� ������������������ ����������� ���������������������������������������������������� ������������������������������������������������������������������ ����������������������������������� ������������������������������� ����������������������� ������������������������� �������������� ������������������ ����������� ���������������������� ������������������ � �� �� �� � � ������� �� �� ������������������������� ����������������� ����������� ����������������� ������������������������ ������������� ����������������� ������������������������������������ ��� ���� ����������������� �������������������������������������� ���� ���� ����������������� �������������������������������������� ����������� ����������������� ����������������������� ��� ��� ����������������� ������������������ ������������������������������������������������������������������������ ���������������������������������������������� �������������������������� ������������������� ��������������� ��� ����������� ������������������ ������������������� ������������� �� ����������� ������������� ���������������������� Að frádregnum ýmsum kostnaði gæti skilaverð fyrir hvert kíló af eldislaxi verið um 200 krónur hér á landi. Tekjur Norðmanna af því að ala og slátra laxi til útflutnings eru varla undir 100 milljörðum íslenskra króna á ári miðað við 500 þúsund tonna framleiðslu. Fregnir berast nú af því að stærsti framleiðandi eldislax í landinu, Sæsilfur hf. ætli ekki að setja seiði í sjó á þessu ári og hætta framleiðslu í Mjóafirði með öllu árið 2008. Þetta á líka við um 1.500 tonna laxeldi Sæsilfurs í Seyðisfirði. Félagið hefur leyfi til að ala allt að 15 þúsund tonn af laxi í eldiskvíum á þremur stöð- um á Austfjörðum og tækist að ná fullum afköstum hefðu tekjur vart orðið undir þremur milljörð- um króna á ári. Sæsilfur er langstærsti fram- leiðandi á eldislaxi í landinu sem stendur. Framleiðslan er í kvíum í Mjóafirði og er laxinum slátrað í Neskaupstað. Framleiðslan nam um 3.600 tonnum í fyrra, en félag- ið hefur leyfi til að framleiða allt að 8.000 tonnum í firðinum. Miðað við núverandi skilaverð gætu tekjurnar hafa numið um 720 milljónum króna í fyrra. „Þessari grein er sýnt tómlæti. Hágengi krónunnar plagar okkur og ekki bætir úr skák að raforku- verðið hefur hækkað til okkar með breytingum á raforkulögum. Við notum raforkuna fyrst og fremst við seiðaframleiðsluna í Grinda- vík. Orkureikningurinn var um 30 milljónir króna en er nú liðlega 40 milljónir króna á ári og á enn eftir að hækka eftir tvö ár með samn- ingi okkar við Landsvirkjun,“ segir Jón Kjartan Jónsson, fram- kvæmdastjóri Sæsilfurs. Eins og fram kom í Frétta- blaðinu í gær harmar Valgerður Sverrisdóttir ákvörðun félagsins um að hætta rekstri en bendir um leið á, að varla verði raforkuverð- inu kennt um. Það hafi einungis hækkað hjá einni laxeldisstöðinni um liðlega fjögur prósent milli ára en ekki 30 prósent eins og Jón Kjartan heldur fram. Fyrirtækið sem er í eigu Sam- herja og Síldarvinnslunnar tók til starfa árið 2001 og hefur fram- leiðslan aukist jafnt og þétt. Með eldinu hefur orðið til þekking og kunnátta á Austfjörðum. Menn hafa fundið nýjar lausnir á ýmsum vandamálum og leitað úrræða við að auka vaxtarhraðann og fóður- nýtinguna, meðal annars með því að lýsa upp eldiskvíarnar neðan sjávarborðs í mesta skammdeg- inu. Árið 2003 hlaut fyrirtækið hvatningarverðlaun Þróunarfé- lags Austurlands fyrir áræðni og stórhuga framkvæmdir. Liðlega tíu manns starfa við laxeldið í Mjóafirði og eru þá ótaldir hartnær tuttugu til við- bótar sem sinna flutningum og slátrun í Neskaupstað. Miðað við fjögur þúsund tonna framleiðslu á ári þarf því Nýrnaveiki í laxaseiðum hefur sett strik í reikning laxeldisins. Þegar ekki er leyfilegt að flytja inn seiði verður áfall í seiðafram- leiðslu að flöskuhálsi og áfalli í laxeldinu sjálfu. En laxeldi, til að mynda i Nor- egi, er búið undir slíkan vanda. Áhættan er fyrir hendi. Og verð á fóðri fer upp og niður rétt eins og afurðaverðið. Efasemdaraddir hafa einnig haldið fram að sjávarkuldi hér við land dragi svo mjög úr vexti og þar með fóðurnýtingu að eldið borgi sig ekki. Þessu mótmæla þeir sem gerst þekkja og benda á að ýmis annar kostnaður ætti að geta verið lægri svo sem fóður- verð í nálægð við fiskmjölsfram- leiðslu landsmanna og raforku- verð í landi fallvatnanna. Gunnar Steinn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Salar Island- ica á Djúpavogi, tekur undir að hátt gengi krónunnar sé afar íþyngjandi en engan bilbug sé að finna á fyrirtækinu. Engu að síður ætlar félagið að draga úr laxeldi en auka þorskeldi vegna þeirra aðstæðna sem uppi eru. Félagið hefur leyfi til átta þús- und tonna framleiðslu á ári í Beru- firði en slátraði aðeins 300 tonnum í fyrra. Fyrirtækið er yngra en Sæsilfur og er nú í meirihlutaeign HB Granda hf. Laxeldi riðar á ný til falls Norðmenn framleiða nálægt 500 þúsund tonnum á ári af eldislaxi til útflutnings eða sem nemur meira en tvöföldum árlegum þorskafla Íslendinga. Laghentur eigandi íbúðarhúss í sveit austur á landi bjó þannig í haginn fyrir sig og sína fyrir sex árum, að hægt var að velja milli þess hvort húsið var hitað upp með raf- magni, olíubrennara eða gamaldags kolakyndingu. Þar með gat markaðsverð ráðið því hvaða tegund orkugjafa var notaður. Fyrir fáeinum árum var rafmagns- reikningurinn orðinn óbærilega hár og skipt var yfir í olíu, innfluttan og mengandi orkugjafa.700 milljóna króna niðurgreiðslur skattborgaranna á rafkyndingu samkvæmt reglum yfirvalda gögnuðust umræddum húseiganda ekki. Við þessar aðstæður spurði hann hvort bíða yrði þess að álverð hækkaði á heimsmarkaði og tekjur Landsvirkjunar af raforkusölu til stóriðju ykjust þar með svo mjög að unnt yrði að lækka rafkyndingarkostnað íbúa þessa lands. Álverin greiða 0,7 upp í 1,5 krónur fyrir kílówattstund af rafmagni, allt eftir heimsmarkaðsverði á áli. Þægilegt. Raforkufrekar laxaseiðastöðvar borga að minnsta kosti 3,3 krónur fyrir sömu einingu. Svipað á við um ylræktar- stöðvarnar og hæstu taxtar fyrir heimili eru sjálfsagt tvö- falt hærri. Heimsmarkaðsverð á áli eða krónu hreyfir ekki við gjaldskránni. Óþægilegt. „Íslendingar hafa í mörgu falli borgað með þeirri orku sem seld hefur verið álfurstun- um,“ segir Sverrir Hermannsson fyrrverandi iðnaðarráð- herra í Morgunblaðinu í gær. Landsmenn munu komast að því fyrr en síðar hvort Sverrir hefur rétt fyrir sér. VIKA Í PÓLITÍK JÓHANN HAUKSSON Af guðseiginlandi raforkunnar Ekki er sopið álið Borgarstjórn Reykjavíkur vill að Landsvirkjun láti af áráttu sinni að virkja helstu fallvötn landsins og snúi sér að virkjun jarðvarmans. Á góðri íslensku merkir þetta að Landsvirkjun og stjórnvöldum beri að snúa sér norður í land. Í Mývatnssveit og á Þeistareykjum hefur Landsvirkjun nú þegar ítök í slíkum auðlindum. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra tekur þessu áreiðanlega ekki illa en stendur frammi fyrir þeim vanda hvort hún eigi að hvetja Alcoa til að reisa álver á Bakka við Húsavík eða á Dysnesi í Eyjafirði. Í bakherberginu heyrist að Alcoa vilji fremur byggja verksmiðju í Eyjafirði enda sýni athuganir að Dysnes sé fýsilegri kostur. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri og aðrir Eyfirðingar ættu að kætast ef rétt reynist. En þá er við Reinhard Reynisson bæjarstjóra á Húsavík og heimamenn í Þingeyjarsveit að eiga, sem vilja vitanlega hafa verksmiðjuna í sínu héraði. Þeir taka ekki í mál að leyfa flutning á raforku um sínar sveitir til Eyjafjarðar. Nei takk. Verðmætur mengunarkvóti Svo blasir annar vandi við stjórnvöldum þegar búið er að koma dreggjum stóriðjustefnunnar norður í land. Kyotokvóti Íslendinga fyrir útblástur gróður- húsalofttegunda er nærri uppurinn og hrekkur varla nema fyrir einni álverksmiðju. Forsvarsmenn Alcan verða vafalaust önugir ef þeir þurfa að sjá á eftir mengunarkvótanum norður í land enda hafa þeir öll tilskilin leyfi til að stækka álverið í Straumsvík og fyrirheit um raforku frá jarð- varmaorkuverum á suðvesturhorni landsins. Þetta skýrist allt í næsta mánuði en framundan eru fundir Alcoa og iðnaðarráðherra með heimamönn- um nyrðra nú um mánaðamótin. Einhver sagði að spekúlantar væru farnir að huga að uppkaupum á húsnæði í Eyjafirði. Úr bakherberginu... mánudagur Óundirbúnar fyrirspurnir á Alþingi. Ráðherrar svara. Frumvarp um mat- vælarannsóknir, stjórn fiskveiða og fleira. þriðjudagur Frumvarp um rannsóknir á auðlindum í jörðu, tóbaksvarnir og fleira. miðvikudagur Fyrirspurnir á Alþingi. fimmtudagur Fyrsta umræða um frumvarp um Rík- isútvarpið og sinfóníuhljómsveitina. laugardagur Prófkjör Framsóknarflokksins í Reykja- vík. NÆSTA VIKA „Án þess að ég telji mig vita nákvæmlega hvað ger- ist í herbúðum ríkisstjórnarinnar þá virðist manni brotthvarf fyrrverandi utanríkisráðherra úr ríkis- stjórninni hafa skipt þar verulegu máli. Að minnsta kosti voru viðbrögðin mjög fálmkennd...“ Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar á Alþingi, síðastliðinn föstudag í umræðum um Kjaradóms- málið. FRAMLEIÐSLA Á ELDISLAXI Í SJÓKVÍUM 1995 TIL 2004 2.880 3.370 1.471 9.100 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 TÖ LU R Í T O N N U M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.