Fréttablaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 13
SUNNUDAGUR 22. janúar 2006 SKIPT_um stíl spáð að lending hagkerfisins yrði enn mýkri eftir meiri uppgang og ójafnvægi en þá var. Ef það gengi eftir mætti þakka því miklu aðhaldi ríkisstofnana, stjórn peningamála og sveigjanlegri aðlögun atvinnulífsins. Litli hluthafinn er voldugur Jafet Ólafsson, framkvæmda- stjóri Verðbréfastofunnar hf., fór yfir þróun hlutabréfamarkaðar- ins og væntanlegar breytingar á árinu. Sagði hann mikilar breyt- ingar hafa orðið á íslenska hluta- bréfamarkaðnum á síðasta ári. Veltan í skuldabréfum hefði dreg- ist saman, hlutabréfaviðskipti aukist um 62 prósent og dagsvelt- an hefði að meðaltali verið 45,2 milljarðar á hverjum degi sem kauphöllin var opin. Sagði hann stærstu breytingu undanfarinna ára vera að fjármálafyrirtækin væru orðin allsráðandi. Þau hefðu hátt í 70 prósent af markaðsvirði þeirra fyrirtækja sem eru skráð í Kauphöll Íslands. Í ársbyrjun 1997 stóðu sjávarútvegsfyrirtæk- in hins vegar fyrir 70 prósentum af markaðsvirði þeirra fyrirtækja sem skráð voru þá. Núna væru ekki nema tvö sjávarútvegsfyrir- tæki eftir á markaðnum, Grandi og Vinnslustöðin. Hann benti þó á að ekki mætti vanmeta styrk litla hluthafans hér á landi. Hlutabréfa- eign væri mun almennari hér en í löndunum í kringum okkur og um helmingur allra landsmanna eigi hlutabréf. Tækju litlir hluthafar sig saman gætu þeir haft mikið að segja, eins og sýndi sig fyrir nokkrum árum þegar margir litlir hluthafar hópuðust að baki Pétri Blöndal til að koma honum að í stjórn Íslandsbanka. Áframhaldandi hækkanir á markaði Jafet segir allt benda til þess að árið 2006 verði gott þótt hækkan- irnar verði ekki eins gífurlegar og á fyrstu dögunum, enda hækk- aði markaðurinn um 10 prósent á fyrstu 13 dögunum. Hann gerir hins vegar ráð fyrir 25 til 30 pró- senta hækkun hlutabréfamark- aðarins á árinu. Í fyrra hækkaði úrvalsvísitalan um 65 prósent á árinu og telja margir að nú hljóti að fara að syrta í álinn. Jafet telur ekki ástæðu til að óttast. Hluta- bréfamarkaðir í Skandinavíu hafi hækkað mikið líka og þess séu til að mynda fjölmörg dæmi í Noregi að félög hafi hækkað um 100 pró- sent. Jafnframt benti hann á að framboð væri mikið af peningum í hagkerfinu um þessar mundir. Það kæmi meðal annars til af því að margir sem áttu skuldlausar eignir hefðu nýtt sér möguleik- ana, sem opnuðust með nýjum íbúðalánum bankanna í fyrra, og komist þannig yfir peninga til að fjárfesta fyrir. Auk þess væru nú að koma upp stór erfðamál í fyrsta sinn á Íslandi enda hefði sú kynslóð verið sérstaklega dugleg að spara. Í lok máls síns lýsti Jafet því yfir að það væri miður að spari- sjóðirnir hefðu ekki sameinað krafta sína. Úr gætu orðið gríð- arlega sterk fyrirtæki í ljósi þess að samanlögð markaðshlutdeild þeirra væri meiri en markaðshlut- deild Íslandsbanka. Hann sagðist sjá það fyrir sér að nokkrir spari- sjóðir myndu sameinast á árinu og varpaði að lokum fram þeirri tillögu að Sparisjóður vélstjóra, Sparisjóður Kópavogs og Spari- sjóður Hafnarfjarðar samein- uðust og sköpuðu þannig öfluga einingu. holmfridur@markadurinn.is JAFET ÓLAFSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI VERÐBRÉFASTOFUNNAR HF. Spáir fyrir um 25 til 30 prósenta hækkun hlutabréfamark- aðarins árið 2006.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.