Fréttablaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 2
2 22. janúar 2006 SUNNUDAGUR ������ ��������� ���� ������ ��������� �� ���������� ������ �� ������������������������������ ������������������������������ ���� ������ ������ ������ ����� ����������������������������� �������� ���� ��������� ������� ��� ������� ��� ������� ������ ���� ���� ����� �������� �������� ��� ���������������������� ����� ������������������������������ ��� ��� ������ ����������� ������ ������� �������������� ��� ���� ���������������������������������� �������� ��� ���������� ���� ���� ��������������������������������� ������������������������������ �� ����� ��������� ����������� ����� ������ �������������� ����� ������������������ ����� ���� �������� ��������� BANDARÍKIN, AP Hraðskreiðasta geimfar sem nokkurn tímann hefur verið sent á loft hóf á fimmtudagskvöld yfir fjögurra milljarða kílómetra ferðalag sitt til Plútó, ystu plánetu sólkerfisins. Þar mun farið gera vísindamönn- um á jörðu niðri kleift að safna margvíslegum upplýsingum um hina dularfullu djúpfrosnu veröld sem þar er. Þrátt fyrir að ná allt að 58.000 kílómetra hraða á klukkustund mun það taka farið, sem nefnt er Nýr sjóndeildarhringur, níu og hálft ár að komast á áfangastað. Kostnaðurinn við leiðangurinn er áætlaður sem svarar um 44 milljörðum króna. ■ NASA-leiðangur til Plútó: Níu og hálfs árs ferð hafin VEL HEPPNAÐ GEIMSKOT Atlas-burðarflaug- in hefst á loft frá Canaveralhöfða á Flórída til að flytja Plútófarið út fyrir gufuhvolfið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Samningur felldur Félagsráðgjafar felldu nýgerðan kjarasamning sinn við Reykjavíkurborg með miklum meirihluta í atkvæðagreiðslu sem lauk í vikunni. Kosningaþátttaka var um 90 prósent og greiddu nær allir atkvæði gegn samningnum. KJARAMÁL Tíu stútar í Reykjavík Lögreglan í Reykjavík þurfti að hafa afskipti af fjölda ölvaðra ökumanna í borginni aðfaranótt laugardags en alls voru tíu bílstjórar stöðvaðir grunaðir um ölvun undir stýri. Þykir þetta óvenju mikið á einni nóttu. Lyftari féll Vinnuslys varð í nýbygg- ingu sem rís nú við Grundartanga. Lyftari féll um tvo og hálfan metra en ökumaður náði að kasta sér út áður en hann steyptist niður. Þykir mildi að ökumaðurinn skyldi sleppa með aðeins nokkrar skrámur. Keyrði á ljósastaur Árekstur varð á Hafnarfjarðarvegi um hádegisbil í gær þegar ökumaður fólksbíls ók á ljósastaur. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar en meiðsl hans reyndust óveruleg. LÖGREGLUFRÉTTIR KJARAMÁL „Staðreyndin er sú að við höfum nú beðið lengi eftir svörum og niðurstöðum og nú er okkur gert að bíða aðrar þrjár vikur til viðbót- ar,“ segir Björg Bjarnadóttir, for- maður Félags leikskólakennara. Sú ákvörðun launanefndar sveitarfélaganna að taka sér tæp- lega þrjár vikur til að bæta laun- kjör lægst launuðu starfsmanna innan Sambands íslenskra sveitar- félaga, þar á meðal leikskólakenn- ara, hefur ekki verið sá plástur sem margir bjuggust við og átti að lægja þær öldur sem víða ríkja. Björg segir fólk ítrekað hafa beðið svara og þótt jákvætt sé að heyra að kjörin verði bætt þá hefði verið ráð að kynna niðurstöðuna fyrir mánaðamót til að koma í veg fyrir enn frekari uppsagnir en þegar er orðið meðal leikskóla- kennara. „Fólk er tvístígandi eftir þessa tilkynningu en uppsagnar- raddir eru alls ekki hljóðnaðar.“ Að sögn Gunnars Rafns Sig- urbjörnssonar, formanns nefnd- arinnar, liggja níu mismunandi útfærslur fyrir nefndinni og því tekur það þennan tíma að komast að niðurstöðu sem allir sætti sig við. - aöe ÓÁNÆGJA Þann 10. febrúar mun launa- nefnd sveitarfélaganna kynna breyttar áherslur í kjaramálum. Leikskólakennarar ekki allir sáttir við niðurstöðu launamálaráðstefnunnar: Þriggja vikna bið of löng DANMÖRK Kristján Valdimar Hin- rik Jóhann er nafn hins unga danska prins, sonar þeirra Frið- riks krónprins og Maríu krón- prinsessu í Danmörku. Hann verð- ur ellefti konungur Danmerkur sem ber nafnið Kristján. Prinsinn var skírður í kapellu í Kristjáns- borgarhöll í gærmorgun. Um það bil 300 manns voru við- staddir athöfnina, kóngafólk og fulltrúar ráðamanna víðs vegar að úr heiminum, þar á meðal krónprinsinn Hákon frá Noregi og krónprinsessan Viktoría frá Svíþjóð. Nokkur hundruð manns söfn- uðust saman utan við höllina til að fylgjast með. ■ Danski prinsinn skírður: Sá ellefti sem heitir Kristján MEÐ UNGA PRINSINN Sonur Friðriks og Maríu verður væntanlega Kristján XI með tíð og tíma. MYND/AP, KIM AGERSTENVINNUMARKAÐUR Erlendir iðnað- ar- og verkamenn sem koma til Íslands eru í mörgum tilfellum óöruggir gagnvart Alþýðusam- bandinu og baráttu þess gegn félagslegum undirboðum og ótt- ast að ASÍ vilji ekki fá þá til lands- ins. Hér fá þeir margföld mán- aðarlaun miðað við það sem þeir fengju í heimalandinu. Rúmenarnir Albu Nicu frá Constanta, Ehor Jan Paul og Ilie Raul Cosmin frá Mangaliu í Rúm- eníu eru rafsuðumenn og starfa hjá Altaki á Hellisheiði. Þeir búa í vinnubúðunum við stöðvarhúsið á Hellisheiði og láta vel af starfi sínu á heiðinni. Albu Nicu talar góða ensku og er mjög opinn og ræðinn maður. Hann verður óöruggur og segist ekki skilja alveg spurningar um verkalýðshreyfinguna og baráttu hennar gegn félagslegum undir- boðum síðustu misseri. Það sama gildir um félaga hans. „Mér finnst þetta pínulítið skrítið því að kannski vill verka- lýðshreyfingin ekki fá mig hing- að. En ég reyni að gera mitt besta í vinnunni og vona að ég geti verið hér í eitt ár,“ segir Nicu. Albu Nicu á fjölskyldu heima í Rúmeníu og er að búa í haginn fyrir hana og undirbúa framtíðina með því að starfa erlendis. Hann segir að allir í Rúmeníu vilji kom- ast til útlanda að vinna vegna launanna en erfitt sé að fá leyfi til þess því að stjórnvöld þurfi á starfskraftinum að halda heima. Nicu hefur þegar starfað hér í þrjá mánuði fyrir jól og hefur nú verið ráðinn launamaður hjá Alt- aki við Hellisheiðarvirkjun. Hann og félagar hans hafa áður starfað í Grikklandi, Frakklandi, Tyrk- landi og Noregi. Nicu segir að allir séu indælir á Íslandi, fólkið fallegt og brosmilt. „Ef ég bið um eitthvað þá fæ ég það, þeir reyna að hafa mig ham- ingjusaman. Þetta er gott starf,“ segir hann. Í Rúmeníu er algengt að laun- in nemi 100-200 evrum, eða 8-15 þúsund krónum. Fyrir 100 evrur segir hann að sé hægt að skrimta en lifa þokkalegu lífi fyrir 200 evrur. Hann segir að það sé trún- aðarmál hvaða laun hann hafi hér en kveðst fá á einu ári það sem honum takist varla að þéna á tíu árum í Rúmeníu. ghs@frettabladid.is Erlendir verkamenn treysta ekki ASÍ Erlendir verkamenn, sem koma til Íslands, eru óöruggir gagnvart ASÍ og bar- áttu þess gegn félagslegum undirboðum. Þeir óttast að ASÍ sé að berjast gegn því að fá þá til landsins. Hér fá þeir margfalt hærri laun en heima. ÁNÆGÐIR Á HELLISHEIÐI Rúmenarnir Ilie Raul Cosmin og Ehor Jan Paul frá Mangalíu og Albu Nicu frá Constanta starfa sem rafsuðumenn hjá Altak við Hellisheiðarvirkjun. Þeir búa í vinnubúðunum á Hellisheiði og eru ánægðir með kjör sín og aðbúnað. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM UNDIRBÝR FRAMTÍÐINA ■ Þrisvar sinnum hærri laun hér Uldis Dzinejs er trésmiður frá Riga og starfar hjá ÞG verkum við byggingu stöðvarhússins á Hellisheiði. Hann hefur starfað hér í tæpa níu mánuði og lætur vel af sér, segist hafa mun meira í laun hér en heima í Lettlandi. „Hér fæ ég þrisvar sinnum meira. Ég fæ 1.000 krónur á tímann og vinn 280 tíma á mánuði. Heima fæ ég 60 þúsund krónur á mánuði,“ segir hann. Uldis Dzinejs segist vera að undirbúa framtíðina. Hann þurfi að kaupa sér íbúð og eignast mikið af hlutum til að fá stöðug- leika í líf sitt. Hann stefnir að því að starfa erlendis í fimm ár. SPURNING DAGSINS Sigurður Kári, áttu erfitt með halda trúnað? Nei, það er ekki erfitt. Ég á mjög auðvelt með halda trúnað og fólk hefur getað trúað mér fyrir hverju sem er. Fjármálaráðuneytið og aðrir sem hlut eiga að máli hafa fallist á að létta leynd af gögnum um bréfaskipti ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, og ráðuneyta mennta og fjármála um málefni Ríkisútvarpsins. RAMALLAH, AP Þúsundir liðsmanna í öryggissveitum Palestínumanna greiddu atkvæði sitt fyrirfram í gær í kosningum til þings Palest- ínumanna, sem fram fara á mið- vikudaginn. Gripið var til þess ráðs að láta öryggsisveitirnar greiða atkvæði fyrirfram svo auð- veldara verði að tryggja öryggi þegar almennar kosningar verða. Samkvæmt nýrri skoðana- könnun hefur Fatah-hreyfingin, sem nú fer með völdin, enn nauma forystu. Hún hlýtur 40 prósent atkvæða en Hamas-hreyfingin 35 prósent. ■ Kosningar til Palestínuþings: Öryggissveitir kusu fyrirfram Á KOSNINGAFUNDI Stuðningsmenn Ham- as-hreyfingarinnar efndu til útifundar í gær í bænum Rafah á Gazaströnd. KOSNINGAR „Ég er afar sáttur fyrir mitt leyti og listinn er skipaður góðu og hæfu fólki og Ásthildur nær glæsilegum árangri,“ segir Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs. Gunnar hlaut góðan stuðning í efsta sæti listans en breytingar urðu á næstu sætum fyrir neðan. Alls tóku um tvö þúsund manns þátt í prófkjörinu. Gunnsteinn Sigurðsson skólastjóri lenti í öðru sæti og skaut þar aftur fyrir sig Ármanni Kr. Ólafssyni, sem var í því sæti á síðasta framboðslista flokksins. Þrír karlmenn urðu því í þremur efstu sætunum en Ásthild- ur Helgadóttir, verkfræðingur og knattspyrnustjarna sem nýlega tilkynnti framboð sitt fyrir flokk- inn, náði fjórða sætinu. Er hún að vonum ánægð enda óskrifað blað í stjórnmálum. „Ég met það svo að flokksmenn hafi viljað fá nýtt blóð og þess vegna hafi ég hlotið svona góða kosningu.“ Þrjár konur skipa þau þrjú sæti sem eftir eru á listanum. Sigur- rós Þorgrímsdóttir alþingismað- ur varð í fimmta sæti, Margrét Björnsdóttir varabæjarfulltrúi í sjötta og Ragnheiður Guðmunds- dóttir stjórnmálafræðingur í því sjöunda. Mestu vonbrigðin hljóta að vera hjá þeim Braga Michaels- syni sem stefndi á annað sæti en endaði í ellefta og Jóhönnu Thor- steinson, sem einnig bauð sig fram í annað sæti en endaði í því tíunda. - aöe BÆJARSTJÓRINN Gunnar Birgisson var sjálfkjörinn í efsta sæti listans. Helsta breyt- ingin á listanum er góð innkoma Ásthildar Helgadóttur sem náði fjórða sætinu eins og að var stefnt. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Um tvö þúsund manns tóku þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi: Þrír karlar skipa efstu sæti listans 1. Gunnar I. Birgisson 2. Gunnsteinn Sigurðsson 3. Ármann Kr. Ólafsson 4. Ásthildur Helgadóttir 5. Sigurrós Þorgrímsdóttir 6. Margrét Björnsdóttir 7. Ragnheiður Kr. Guðmundsdóttir FRAMBOÐSLISTINN:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.