Fréttablaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 74
 22. janúar 2006 SUNNUDAGUR42 Ónýtar rafhlöður skaða náttúruna Leggðu þitt af mörkum til náttúruverndar og komdu þeim í réttar hendur. Þú getur farið með þínar rafhlöður í söfnunarílát Efnamóttökunnar eða á móttökustaði sveitarfélaga um land allt. Við sækjum! S. 520 2220 www.efnamottakan.is Hættulegt Dæmi um spilliefni sem fara skal með til Efnamóttökunnar: Hreinsiefni Slökkvitæki Málningarafgangar Smurefni Leysiefni Spillum ekki framtíðinni FÓTBOLTI Steven Gerrard fyrir- liði Liverpool setur vinskap sinn við Wayne Rooney, leikmann Manchester United, til hliðar þegar liðin mætast á Old Traff- ord í dag. Leiksins er beðið með mikilli eftirvæntingu en liðin eru í öðru og þriðja sæti deildarinnar. Rooney sagði nýverið að honum hefði verið flökurt þegar hann sá Gerrard lyfta Evrópumeist- aratitlinum í Istanbúl á síðasta ári en Gerrard ber engan kala til félaga síns. „Það kemur mér ekki á óvart. Mér hefði líklega liðið eins ef Manchester United hefðu orðið Evrópumeistarar, svona er rígur- inn á milli félaganna. En það er frábært að sjá Wayne standa sig svona vel þar sem hann er góður vinur minn úr landsliðinu. Hann hefur spilað frábærlega undan- farið. Ég held að eftir tvö ár verði hann einn allra besti leikmaður í heiminum. - hþh Steven Gerrard fyrirliði Liverpool Vinskapurinn settur til hliðar FÓTBOLTI Mark frá James Beattie var nóg fyrir Everton til að leggja Arsenal af velli í ensku úrvals- deildinni í knattspyrnu í gær. Heimamenn í Everton voru vel að sigrinum komnir en bæði lið hefðu getað skorað fleiri mörk en það eina sem leit dagsins ljós. „Þetta var virkilega góð frammistaða hjá mínum mönnum. Þetta er allt að koma,“ sagði David Moyes stjóri Everton eftir leikinn en kollegi hans Arsene Wenger var ekki eins sáttur. „Það var mjög svekkjandi að tapa þessum erfiða leik. Við eigum í vandræðum á útivöllum. Við töpum alltaf 1-0 og þurfum að finna svar við þessu til að enda í einu af fjórum efstu sætunum í vor,“ sagði Wenger. Umdeilt mark frá Morten Gamst Pederson tryggði Black- burn sigur á Newcastle og gerði hann þar með sínum gamla stjóra, Graeme Souness skráveifu en óðum styttist í að hann verði lát- inn taka pokann sinn. „Mér fannst við vera betri en þeir. Við hefðum ekki átt að tapa þessum leik, ekki frekar en fyrir Fulham í síðustu viku. Ég er að laða fram það besta í mínum mönnum og ég get ekki gert meira sem knattspyrnustjóri. Meiðsli hrjá okkur mikið og það er mjög erfitt um þessar mundir. - hþh Everton lagði Arsenal James Beattie skoraði eina mark leiks Arsenal og Everton. Enn eykst pressan á Graeme Souness, stjóra Newcastle sem tapaði enn einum leiknum. THIERRY HENRY Gat ekki komið í veg fyrir sigur Everton á Arsenal í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY RALL Marcus Grönholm er fyrstur eftir annan keppnisdag í Monte Carlo-rallinu en þessi snjalli Finni ekur á Ford. Það var aftur á móti heimsmeistarinn Sebastien Loeb sem stal senunnni en hann gerði sér lítið fyrir og vann allar sérleiðir dagsins. Citroen-öku- maðurinn Loeb velti bíl sínum á fyrsta degi og tapaði miklum tíma en vann mikið upp með frábærum akstri í gær. Finninn Tony Gardemeister er annar á Peugeot en hann er rúmum tveimur mínútum á eftir Grönholm og Austurríkismað- urinn Manfred Stohl fylgir fast á eftir en hann ekur einnig á Peugeot. - hþh Spenna í Monte Carlo-rallinu: Grönholm í forystu FÓTBOLTI KR hóf Reykjavíkurmót- ið í knattspyrnu með stæl er þeir lögðu 1. deildarlið Leiknis 5-1 í Egilshöllinni í gær. Leikurinn var varla byrjaður þegar Rógvi Jacobsen skoraði fyrir KR en Einar Örn Einarsson jafnaði fyrir Leikni eftir góðan undirbúning Steinarrs Guðmunds- sonar. Strax í næstu sókn fékk KR umdeilda vítaspyrnu þegar brotið var á Grétari Ólafi Hjart- arsyni en hann skoraði sjálfur úr spyrnunni. Leiknismenn sáu svo vart til sólar í síðari hálfleik eftir ljósa punkta í þeim fyrri og þeir skor- uðu sjálfsmark í byrjun hálfleiks- ins en sá óheppni var Freyr Alex- andersson. Grétar Ólafur skoraði svo gott mark með laglegu skoti áður en Rógvi bætti við fimmta marki KR og öðru marki sínu og innsiglaði öruggan sigur KR í fyrsta leiknum undir stjórn Teits Þórðarsonar. - hþh Reykjavíkurmótið í knattspyrnu: Öruggur sigur KR RÓGVI JACOBSEN Heimþráin plagaði hann ekki gegn Leikni. Enska úrvalsdeildin: EVERTON-ARSENAL 1-0 1-0 James Beattie (13.). BIRMINGHAM-PORTSMOUTH 5-0 1-0 Jiri Jarosik (5.), 2-0 Jermaine Pennant (37.), 3-0 Matthew Upson (55.), 4-0 Mikael Forssell, víti (90.), 5-0 David Dunn (90.). BOLTON-MANCHESTER CITY 2-0 1-0 Jared Borgetti (37.), 2-0 Kevin Nolan (44.). MIDDLESBROUGH-WIGAN 2-3 0-1 Jason Roberts (2.), 0-2 David Thompson (29.), 1-2 Jimmi Floyd Hasselbaink (56.), 2-2 Yakubu (66.), 2-3 Neil Mellor (90.). NEWCASTLE-BLACKBURN 0-1 0-1 Morten Gamst Pedersen (75.). TOTTENHAM-ASTON VILLA 0-0 WBA-SUNDERLAND 0-1 0-1 Steve Watson (72.). Enska 1. deildin LEEDS-SHEFFIELD WED. 3-0 Gylfi Einarsson sat á varamannabekk Leeds allan tímann. LEICESTER-CARDIFF 2-1 Jóhannes Karl Guðjónsson var í banni í leiknum. CREWE-PLYMOUTH 1-2 Bjarni Guðjónsson var ekki í leikmannahópi Plymouth. ÚRSLIT GÆRDAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.