Fréttablaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 20
 22. janúar 2006 SUNNUDAGUR20 Það er mikið að gera hjá Helgu. Hún tekur daginn snemma. Kemur víða við og miklu í verk. Gengur hraðar en gengur og gerist; oftast á undan öðrum, en það er reyndar í ætt- inni, segir hún. Þetta er brjáluð vinna? Enginn glamúr? Nei, enginn glamúr utan frum- sýninga með tilheyrandi stjörnu- regni. Þess á milli er þetta eins og hver önnur krefjandi vinna með venjulegu fólki, þótt sumir sjái það oftast sveipað töfraljóma og frægðarsól. Hví valdirðu búninga- og leik- myndahönnun sem ævistarf? Ég fékk ást á leikhúsi þegar ég stundaði ballettnám í gamla daga og þegar ég seinna sagði skilið við ballett til að læra textílgerð var ég fljót að átta mig á að leikhúsið kallaði áfram. Ég var því frekar ung þegar ég fann út hvað ég vildi gera í lífinu; dreif mig á listasvið Fjölbrautaskólans í Breiðholti og eftir stúdentspróf til Rómar þar sem ég nam fræðin við L‘Acc- ademi di Belle Arti í fjögur ár. Og fannst strax þína réttu hillu? Nei, ég held mér hafi verið stefnt í þessa átt. Hugsa stundum hvað lífið væri mikið auðveldara ef ég ynni frá níu til fimm og væri ekki sífellt í verkefnatengdri vinnu, en einhvern veginn á þetta best við mig þótt slíkt lifibrauð geri mann hvorki feitan né fylli mann öryggi. Hvers nýtur þú mest í starfi? Mér finnst óskaplega gefandi að vera innan um fólk og líka að sjá hugmynd sem kviknaði á blaði verða að veruleika. Útkoman er ekki alltaf sú sama og fyrst varð til í kolli manns því þetta er fyrst og fremst samvinna, og vitaskuld gerir maður ekkert nema leik- stjóri sé sáttur því hann verður alltaf yfirverkstjóri verksins. Hins vegar hef ég oftast frjálsar hendur og nýt fyllsta traust leik- stjóra við útfærslu hugmynda. Varðstu fljótt upptekin af útliti og tísku? Ég fékk snemma auga fyrir form- um, litum og munstrum, og byrjaði ung að sauma á sjálfa mig mjög flókna hluti og smíða. Þegar við áttum að sauma vasa í handavinnu saumaði ég buxur með vasanum á og heima bræddi ég úr borvél pabba við stólasmíðar. Ég fékk því ung mikinn áhuga á sköpun og teiknaði mikið, sem ég þakka gamla barnaskólakennaranum mínum Hallgerði sem hafði mikil áhrif á mig á þessu sviði. Hverju þakkarðu að hafa staðið svo lengi í framlínu á sviði leiktjalda- og búningahönnunar hérlendis? Ætli ég hafi ekki sýnt dugnað og lagt hart að mér eins og hinir sem nóg hafa að gera, en svo þarf maður líka að búa yfir ríkulegu innsæi. Hugsarðu lengi um hvern karakter þegar kemur að nýju verkefni? Já, það kemur fyrir, þótt margt komi til mín strax. Stundum þrosk- ast persóna hjá leikara og breytist í meðförum, og þá styð ég það og fylgi eftir. Maður þarf að tileinka sér bæði skipulagi og yfirsýn. Hvernig leikara finnst þér ánægju- legast að klæða? Mér finnst skemmtilegast að klæða flinka leikara, en einnig gefandi að gera fólk fallegra og draga fram það besta. Það er mest gefandi að vinna með hæfu fólki og reynsla mín af svokölluðum stjörnum er einkar ánægjuleg. Það er engin klisja að þeir sem lengst hafa náð í þessum bransa eru mestu manneskjunar; þægi- legastar í umgengni og vissar í sinni sök um hvað þær vilja. Vita að svona vinna gengur út á gjöful og góð samskipti og eru lausar við stjörnustæla. Það hefur borið meira á þér sem búningahöfundur, en þú hefur þó verið afkastamikil á sviði leik- myndagerðar. Já, ég virðist hafa stimplað mig rækilega inn sem búningahöfund- ur, og þótt fólk sé nýbúið að lesa nafn mitt titlað sem leikmyndahöf- und í „Allir litir hafsins eru kaldir“ þakkar það mér samt fyrir búning- ana í þættinum (skellir upp úr). En hvort á nú betur við þig; bún- ingahönnun eða leikmyndagerð? Ég get ekki gert upp á milli. Þetta er eins og rautt og grænt epli. Bæði mjög góð. En þetta snýst um ólíka snertifleti. Í búningagerð fæst maður við manneskjur og gefur innsýn í karakter þeirra, meðan í leikmyndagerð er fengist við rými og umhverfi manneskjunnar, sem tengist meira söguþræðinum. Er mikill munur á starfi þínu í leikhúsi og kvikmyndum? Leikhúsinu fylgir ekki sama slar- kið og í bíómyndum sem teknar eru kannski uppi á jöklum. Í leik- húsinu þróast hlutirnir hægt og rólega, en slíkt er ógjörningur í bíómyndum þar sem maður fær inn nýja leikara í miðju tökutíma- bili og þarf að máta og redda eins og byssubrandur milli takna. Hvar leitarðu innblásturs og aðfanga? Það er mismunandi. Innblásturs leita ég oftast á vinnustofunni þar sem lítill hlutur getur kveikt stóra hugmynd. Stundum fer ég utan að leita fanga og fékk til dæmis að kaupa efni fyrir Carmen í London, sem gerði að verkum að búning- arnir gátu orðið miklu ríkulegri en ella. Íslendingar skapa leik- verk fyrir ótrúlega lítinn pening, sem er oft mikil glíma. Í leikhúsi og kvikmyndagerð þarf mikla útsjónarsemi og þar reyni ég að vera hagsýn, en segja má að leikmynda- og búningagerð líði stundum fyrir naumt skammtað fjármagn, þótt oftast finnist mála- miðlun sem allir geta sætt sig við. Ertu kaupglöð á eigin fatnað utan vinnutímans? Ég hef gaman af því að klæðast fallega, en fylgi ekki tískunni. Lífið væri trúlega miklu einfald- ara ef mér væri sama í hverju ég gengi, en þannig er ég ekki gerð. Ég á fátt og gott í klæðaskápnum; kaupi það sem mér finnst fallegt, en glími við þann vanda að finnast hversdagsleg föt leiðinleg og neita að ganga í gallabuxum. Megin- þorri þjóðarinnar sér um það fyrir mig (hlær dátt). Kvikmyndir og leikverk endur- spegla gjarnan vissan tíðaranda. Hvaða tímabil heillar þig mest? Ég hef dálæti á tímabilinu í kring- um 1930. Þá var mikið flæði í efnum og sniðum kvenfatnaðar, og tískan afar klæðileg fyrir karla, en oft má sjá hve mikið er leitað í tímabilið milli 1930 og 1950 þegar túlka á tímaleysi og endurskapa horfinn tíma í kvikmyndum. Er mikið tekið eftir verkum bún- inga- og leikmyndahöfunda? Nei, þau vekja sjaldnast eftirtekt umfram annað, en við eigum líka flest sammerkt að vera laus við þörf fyrir sviðsljósið eða hrópa: „Þetta gerði ég!“ Við völdum að vera hinum megin tjaldsins og ALLIR LITIR HAFSINS ERU KALDIR Alvöru íslenskir spennuþættir þar sem Helga valdi alla umgjörð og ytra útlit á leikmynd þáttarins. Enginn glamúr hinum megin tjaldsins Leikarar eru mismun- andi viðkvæmir fyrir sjálfum sér, en þeir fræg- ustu hafa ekki áhyggj- ur af neinu og treysta manni til fullnustu. HELGA STEFÁNSDÓTTIR Heillaðist ung af leikhúsi á ballettárum bernskunnar og unir sér hvergi betur en innan leikhúsveggja með hinu skapandi og gefandi leikhúsfólki.FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Ullarhúfa Forests Whitaker. Fleginn kjóll Carmen. Klósettið sem Jón Sæmundur Auðar- son notar til að blanda sér eiturblöndu; allt eru þetta hlutir og stað- ir úr hugarfylgsnum Helgu Stefánsdóttur leikmynda- og bún- ingahönnuðar. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skyggndist inn í heim Helgu sem alls hefur unnið að sjötíu verkum á sautján árum og vinn- ur nú leikbúninga fyrir Pétur Gaut í leikstjórn Baltasars Kormáks. CARMEN Búningarnir í Carmen eru augnayndi, sem og sviðsmyndin öll, en Helga á heiðurinn af báðum sköpunarverkunum. MBL/GOLLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.