Fréttablaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 18
 22. janúar 2006 SUNNUDAGUR18 Eystrasaltsþjóðirnar þrjár, Litháar, Lettar og Eistar, minntust þess í vikunni að rétt fimmtán ár voru liðin frá því sovézkar hersveitir gerðu tilraun til að bæla niður sjálfstæðishreyf- ingar þeirra. Aðfaranótt 13. janúar gerðu svonefndar svarthúfusveitir sovézka innanríkisráðuneytisins, sem voru sérþjálfaðar til að kveða niður innanlandsóeirðir, árás á sjónvarpsturninn í Vilnius, höfuð- borg Litháens. Fjórtán óbreyttir borgarar létu lífið í árásinni og mörg hundruð særðust, en þetta fólk hafði slegið skjaldborg um turninn og aðrar opinberar bygg- ingar, vopnlaust, til að sýna í verki að það var tilbúið að leggja líf sitt að veði fyrir frelsi þjóðarinnar undan oki sovétvaldsins. Þann 20. janúar féllu fimm manns í Riga, höfuðborg Lett- lands, sem settu sig með sama hætti í veg fyrir hina vopnuðu þjóna Moskvuvaldsins. Skrið- drekahersveit umkringdi eist- nesku höfuðborgina Tallinn, en þar sló ekki í brýnu. Þetta reyndist verða síðasta tilraun Moskvuvaldsins til að kúga þegna þess til hlýðni með umbúðalausri valdbeitingu. Síð- asta tilraunin til að aftra Eystra- saltsþjóðunum með valdi frá því að segja sig úr lögum við Sovét- ríkin. Og áður en árið 1991 var úti höfðu Sovétríkin sjálf liðast endanlega í sundur. Endurminningin um þessa örlagaríku daga er í huga margra í Eystrasaltslöndunum órjúfanlega tengd Íslandi. Jón Baldvin Hanni- balsson, þáverandi utanríkisráð- herra, heimsótti höfuðborgirnar þrjár einmitt þegar spennan var í hámarki. Liðveizla hans þá og í framhaldinu við að afla sjálfstæð- isyfirlýsingum landanna þriggja viðurkenningar á Vesturlöndum er ógleymd í hugum Litháa, Letta og Eista. Ísland varð fyrsta ríkið í heiminum sem formlega tók á ný upp stjórnmálasamband við ríkin þrjú, en það gerðist í ágúst 1991. Önnur lönd fylgdu í kjölfarið. Með Jóni Baldvin í för þessa spennuþrungnu janúardaga fyrir fimmtán árum var bróðir hans Arnór, sem ráðgjafi ráðherrans um Eystrasaltslöndin og Sovét- ríkin, en Arnór nam við Moskvu- háskóla á sjötta áratugnum og var í vináttutengslum við nokkra af forystumönnum þjóðfrelsishreyf- ingar Litháa. Bræðrunum fylgdi hópur íslenzkra blaða- og frétta- manna. Slaknar á klónni Fréttablaðið fékk þá bræður til að rifja upp þessa atburði og tjá sig um það hvaða þýðingu þeir teldu þá hafa þegar litið er til baka nú, hálfum öðrum áratug síðar. „Þetta hófst eiginlega með bréfaskiptum okkar Bronius Genz- elis, vinar míns frá því á náms- árunum í Moskvu og heimspeki- prófessors í Vilnius,“ rifj- ar Arnór upp. „Ég hafði heimsótt hann árið 1982 og kynnzt þá Litháen og lit- háískum mál- efnum ágæt- lega,“ heldur Arnór áfram, „Síðan þegar allt fer af stað þarna, á Gor- batsjov-tíman- um, þá vorum við í nánu sambandi. Hann skrifaði mér og sendi mér blöð og upplýsing- ar og ég á móti. Og þegar bróðir minn varð utanríkisráðherra var ég náttúrulega fljótur að láta hann vita af því. Genzelis var þá einn af forystumönnum Sajudis, sjálfstæðishreyfingar Litháa. Landsbergis valdist þar til for- ystu líka, en honum var ég einnig málkunnugur.“ Á tímum glasnost og pere- strojku hafði slaknað það mikið á kúgunarklónni í Eystrasaltslönd- unum að þar höfðu myndast gras- rótarhreyfingar sjálfstæðissinna. Þegar rétt 50 ár voru liðin frá því griðasáttmáli Hitlers og Stalíns var undirritaður í Kreml, þann 23. ágúst 1989, skipulögðu þess- ar hreyfingar „mannlega keðju“ milli höfuðborganna þriggja, frá Tallinn í norðri til Vilnius í suðri. Í leynilegum viðauka við griða- sáttmála einræðisherranna var kveðið á um að Eystrasaltslöndin væru á valdsvæði Sovétríkjanna enda voru löndin þrjú í kjölfarið innlimuð í þau. Gorbatsjov var ákaflega illa við það hvaða stefnu þessar þjóð- frelsishreyfingar voru að taka. Ný þjóðþing voru kosin í stað æðstu ráða ráðstjórnarlýðveld- anna og í Litháen var það Sajudis, með Landsbergis í broddi fylking- ar, sem fór með ótvírætt umboð fólksins til að vinna að þessum breytingum. Kommúnistaflokkur Litháens mátti sín lítils þegar hér var komið sögu. Litháíska þingið samþykkti fyrstu sjálfstæðisyfir- lýsinguna í marz 1990. Síðan óx spennan og þarna upp úr áramótunum 1990-1991 var komið upp umsátursástand í kring um þingið í Vilnius. Gorbat- sjov setti Litháum úrslitakosti 10. janúar. 11. janúar létu sérsveitir innanríkisráðuneytisins, svart- húfusveitirnar svonefndu, til skarar skríða, hernámu opinber- ar byggingar í Vilnius, fréttastof- ur og ritstjórnir. Aðfaranótt 13. janúar var svo árásin gerð á sjón- varpsturninn. Í kjölfarið bjuggust menn fastlega við árás á þinghús- ið, sem búið var að víggirða og sjálfboðaliðar með einhvern sam- tíning handvopna biðu þess sem verða vildi. Landsbergis og flestir þingmenn höfðust við dag og nótt í þinghúsinu þessa daga. Úr vöndu að ráða „Af þeirri árás varð aldrei,“ segir Arnór. Af hverju það var segir hann ekki liggja alveg ljóst fyrir. Að Pugo, yfirmaður svart- húfusveitanna, og þeir aðrir sem stjórnuðu í Moskvu hefðu gert sér grein fyrir því að sovétkerfið væri að hrynja er að vísu harla ólíklegt, að hans sögn. Það beri hins vegar að hafa í huga að það voru ekki bara jaðarlýðveldi Sovétríkjanna sem voru í sjálfstæðishugleið- ingum. Rússneska lýðveldið með Borís Jeltsín í broddi fylkingar var að gerast æ sjálfstæðara og af því stafaði Sovétríkjunum sem slíkum mun meiri ógn. „Litháar bjuggust við að það yrði árás,“ segir Arnór. Það var búið að setja steinsteypublokkir og sandpoka allt í kringum þing- húsið og safna liði sem helzt kynni að skjóta af byssum. Í þessu umsátursástandi, þegar árás vopnaðra þjóna Moskvu- valdsins vofði yfir á hverri stundu, var úr vöndu að ráða fyrir Landsbergis og félaga. Í þeirra huga var efst á baugi að finna eitt- hvert erlent ríki – helst vestrænt NATO-ríki – sem væri tilbúið að viðurkenna sjálfstæði Litháens. Bandaríkin viðurkenndu ekki innlimun Eystrasaltsríkjanna í Sovétríkin á sínum tíma en í ljós kom að við þá yfirlýsingu voru stjórnvöld í Washington ekki til- búin að standa að svo komnu máli, Kanadamenn ekki heldur. „Það var sem þeir sitja eina nóttina þarna í umsátursástand- inu í þinghúsinu að Genzelis dregur upp bréf frá mér,“ segir Arnór. „„Ég hef tillögu, við leitum aðstoðar á Íslandi, ég er með bréf með nöfn og símanúmer.“ Lands- bergis grípur þetta á lofti, rýkur í símann og hringir í Jón Baldvin þarna um miðja nótt og útskýrir ástandið fyrir honum, að tvísýnt sé hvort sovétvaldið myndi halda Litháen í heljargreip sinni. Um leið og Jón Baldvin heyrði þetta fór hann í að skipuleggja ferð- ina.“ Af henni varð síðan þann 18. janúar. Fyrst var farið til Riga, síðan Vilnius og loks Tallinn. Sovétvald í andaslitrum Spurður um hvaða gagn heimsókn- in hafi gert segir Arnór: „Um það er erfitt að fullyrða, hvað hefði orðið ef Jón hefði ekki komið. Hefði þá verið ráðist á þinghús- ið? Það var talið mjög líklegt, hins vegar sýndi það sig þegar bardag- arnir blossuðu upp í Riga 20. jan- úar, þá var eiginlega allur vindur farinn úr þessum hersveitum sem áttu að vera alveg pottþéttar í að halda uppi sovétvaldinu.“ Hvort Kremlverjar hafi dregið þá ályktun að það myndi bara gera illt verra að gera meira í þessu er enn erfiðara að fullyrða um. „En á endanum varð þeim það ljóst – og í ljós kom að þarna var sovétvaldið í andaslitrunum.“ Arnór rifjar upp að er Lennart Meri, fyrrverandi forseti Eist- lands, sagði í sjónvarpsviðtali árið 1997 að þessir dagar í Vilnius, þegar ráðherra NATO-ríkis var mættur í þinghús Litháa þegar árás sovéthermanna vofði yfir – hefði verið vatnaskilin – eftir það hafi Kremlverjar gefist upp á að reyna að hindra sjálfstæði Eystrasaltslandanna. „Ég sel það ekki dýrara en ég keypti,“ segir Arnór, „en ég held samt að eftir að þeir Pugo og Gorbatsjov heyktust á því að ráðast á þinghúsið í Viln- ius var orrustan töpuð – þá hafði kerfið tapað og fólkið unnið.“ Ögurstund einangraðrar þjóðar Jón Baldvin, sem var reyndar staddur í Riga á þessum fimmt- án ára afmæli, segir að auðvitað sé tilhneiging til að skoða þessa atburði í svörtu og hvítu þegar litið er til baka. „Hér var þjóð sem leit svo á að hún stæði á örlagastundu. Yfir vofði sovézk hernaðarárás. Þetta var ævintýri einnar þjóðar. Það gat enginn séð það fyrir sem hefur gerzt síðan,“ segir Jón. Spurður hvort hann hafi heyrt fleiri ráðamenn í Eystrasaltslönd- unum lýsa sömu túlkun og Lennart Meri á sögulegri þýðingu þessara atburða segir Jón að hann sé vissu- lega stundum undrandi á því hve minnugir menn þar eystra væru, og þakklátir. Þeir bera djúpstæðan hlýhug til Íslands og vitna alltaf í það sama, líkt og Meri gerði í fyrr- greindu viðtali. „Það er kannski ekki svo óskiljanlegt,“ segir Jón. „Þetta var ögurstund. Þarna var smáþjóð sem beið örlaga sinna, ein. Hún átti engan vin í útlönd- um; margir véku sér frá, sneru sér undan, töluðu ekki við þá eða báðu þá að hafa hægt um sig, ekki raska jafnvæginu sem átti að vera. Þegar þú ert í neyð og átt bara einn vin þá hefurðu tilhneigingu til að muna vel það sem hann gerir fyrir þig.“ ■ ARNÓR HANNIBALS- SON Kom á tengslum við sjálfstæðisleiðtoga Litháa. LJÓSMYND/E.ÓL. ÞREYTTIR VARÐLIÐAR Sjálfboðaliðar sem ekki ætluðu að láta sovézka herliðið vaða inn í þinghúsið mótstöðulaust. LJÓSMYND/JAK JÓN BALDVIN OG LANDSBERGIS Frá fundi þeirra í víggirtu þinghúsinu í Vilnius. LJÓSMYND/JAK Urðu vitni að fjörbrotum Sovétríkjanna FÓRNARLAMBA MINNZT Vilniusbúi kveikir á kertum í minningu um litháísku sjálfstæðissinnana sem féllu í árás sovéskra hermanna á sjónvarpsturninn í Vilnius fyrir 15 árum. MYND/AP Fyrir fimmtán árum fór Jón Baldvin Hanni- balsson, þáverandi utanríkisráðherra, í fræga heimsókn til Eystrasaltslandanna til að sýna baráttu þeirra fyrir því að losna undan oki sovét- valdsins stuðning á örlagastundu. Auðunn Arnórsson ræddi við þá bræður Jón Baldvin og Arnór Hannibalssyni um heimsóknina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.