Fréttablaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 25
 Sólarupprás Hádegi Sólarlag Heimild: Almanak Háskólans ER ÞÍN ATVINNUAUGLÝSING HÉR? MEST LESNA ATVINNUBLAÐ LANDSINS �������������� ������� ������������������ ������������� �������� ������ ����������������� ��� ���� ������������������� ������� ������� ������������� �������������� �������������� ��������������� �������������� � �������� Theodór Freyr Hervarsson er veður- fræðingur á Veðurstofu Íslands. Hann segir að starf veðurfræðinga á Íslandi sé mjög fjölbreytt þar sem allra veðra getur verið von. Theodór lærði veðurfræði í Björgvin í Nor- egi þar sem hann var í fimm ár. „Ég fór í gegnum cand.mag og cand.science í Noregi því að það var ekki hægt að læra þetta hér nema eftir einhverjum krókaleiðum,“ segir Theodór. Á meðan hann var í Noregi vann hann við veðurþjónustu á flugvellinum í Björgvn samhliða námi. „Sú reynsla hefur nýst mér mjög vel,“ segir hann. Theodór kláraði námið haustið 2001 og kom þá heim og fór að vinna á Veðurstofu Íslands. „Frá því að ég kom heim hef ég unnið á spádeild Veðurstofunnar á vöktum, en það er unnið hérna allan sólarhring- inn.“ Á spádeild Veðurstofunnar eru gerðar spár fyrir flug, sjóveðurspár og landspár. „Í dag eru tölvulíkön orðin okkar helsta hjálpartæki. Við notum þau mjög mikið og svo greinum við líka kort og skoðum gervi- tunglamyndir til að sannreyna hvort að líkönin eru á réttri leið. Ef svo er ekki þurf- um við að finna einhverja lausn á því.“ Theodór segir að reynsla skipti miklu máli í veðurfræði. „Þrátt fyrir fimm ára nám er maður samt nánast á núllpunkti þegar maður byrjar. Þeir sem hafa starfað við þetta lengi eru mjög fljótir að sjá eitt- hvað í gögnunum sem við sem erum yngri tökum kannski ekki eftir. Þeir hafa upplif- að ýmislegt og eru komnir með reynslu- banka sem þeir geta sótt í.“ Theodór segir að starfið sé mjög skemmtilegt og engir tveir dagar séu eins. Hann viðurkennir að það sé örugglega að sumu leyti erfiðara að vera veðurfræð- ingur á Íslandi þar sem allra veðra er von heldur en víða annars staðar. „Veðrið hér er reyndar ekkert svo frábrugðið veðrinu í Noregi þar sem ég vann áður en sunnar í Evrópu eru til dæmis ekki jafn miklar sviptingar í veðri,“ segir Theodór. emilia@frettabladid.is Miklar sviptingar í íslensku veðri Theodór Freyr Hervarsson segir að engir tveir dagar séu eins í vinnunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum hefur opnað skrifstofu sína í nýju sérhönn- uðu skrifstofuhúsnæði að Aðalstræti 24 samkvæmt frétt á bsrb.is. Nýja húsnæðið hentar mun betur þörfum félagsins en gamla húsnæðið, sem var að Hafnarstræti 6, bæði hvað varðar aðstöðu til fundahalda og allrar annarrar starfsemi félagsins. Námskeiðið Með allt á hreinu í kjaramálum verður haldið á vegum Starfsmenntar fræðslumiðstöðvar 2. febrúar. Meginviðfangsefni námskeiðsins er kjaraumhverfi þátttakenda og er kennari Sverrir Jónsson, hagfræðingur. Námskeiðið er án endurgjalds fyrir félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar. Meðallaun rafiðnaðarmanna með sveinspróf eru 391.607 krónur á mánuði samkvæmt frétt á rafis.is. Þetta eru niðurstöður könnunar sem nær til 1. nóv- ember 2005 og hafa launin hækkað um 9,4% frá árinu áður. Atvinnuleysi á meðal rafiðnaðarmanna mældist síðan aðeins 0,15%. LIGGUR Í LOFTINU [ATVINNA] Atvinnutengt nám bls. 2 Atvinnuleysi innan við þrjú prósent bls. 2 STÖRF Í BOÐI Bílstjóri Lagermaður Forstöðumaður Sérfræðingar Prófdómari Ráðgjafi Forritari Leikskólakennarar Grunnskólakennarar Netumsjón Fjármálaráðgjafi Nuddarar Sölumenn Aðalbókari Sjúkraliðar Grafískur hönnuður Framkvæmdastjórar Markaðsstjóri Tæknimaður Vinnslustjóri Landsbankinn er eitt stærsta fjármálafyrirtæki landsins og veitir alhliða fjármálaþjónustu til einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. Landsbankinn leitast við að ráða til sín og hafa í sínum röðum framúrskarandi starfsfólk og efla það í störfum sínum. Til að stuðla að vexti og arðsemi bankans er áhersla lögð á skemmtilegan vinnustað, starfs- ánægju og gott starfsumhverfi, sem og markvissa starfsþróun og þekkingu starfsfólks. Það er viðhorf stjórnenda Landsbankans að starfsfólkið, metnaður þess, kraftur og hollusta, séu lykillinn að farsælum rekstri bankans. Upplýsingatæknisvið Landsbankans hefur á að skipa samhentum hópi fólks sem sinnir áhugaverðum viðfangsefnum í lifandi starfsumhverfi. Lögð er áhersla á að veita starfsmönnum tækifæri til að viðhalda faglegri þekkingu með skipulögðum hætti og þróast í starfi. Við erum metnaðarfullur hópur og sækjumst eftir einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni með okkur. Helstu verkefni: • Þátttaka í þróun og uppbyggingu á netinnviðum bankans, jafnt innanlands sem utan, ásamt tengdum rekstri • Áhersla lögð á nýtingu innviða sem byggðir hafa verið upp til að gera dreifða starfsemi bankans einfaldari og skilvirkari Hæfniskröfur og eiginleikar: • Reynsla af sambærilegum verkefnum er skilyrði • Cisco prófgráður eru kostur • Öguð og fagleg vinnubrögð • Þjónustulund og samskiptafærni • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi Umsóknarfrestur er til 1. febrúar nk. Vinsamlega sendið umsókn ásamt ferilskrá til bergsig@landsbanki.is Nánari upplýsingar veita Guðmundur Guðmundsson framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs í síma 820 6490 og Bergþóra Sigurðardótti, forstöðumaður á starfsmannasviði í síma 410 7907. ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - LB I 31 03 8 0 1/ 20 06 Upplýsingatæknisvið Landsbankans – Netumsjón (Network Administration) Sjúkraliðar Hafið þið áhuga að koma til liðs við okkur á öldrunarsviði? Nú eru lausar til umsóknar stöður sjúkraliða á nokkrum deildum sviðsins. Starfshlutföll samkomulag og ýmsir vaktamöguleikar. Einnig er möguleiki á að starfa á fleiri en einni deild. Á öldrunarsviði eru m.a bráðadeild fyrir aldraða í Fossvogi, deildir fyrir almennar öldrunarlækningar og minnissjúkdóma á Landakoti. Hjá okkur fáið þið tækifæri til að öðlast fjölbreytta reynslu. Góður starfsandi á sviðinu og einstaklingshæfð aðlögun í boði. Við leggjum áherslu á: • fagmennsku • umhyggju fyrir öldruðum • samvinnu hinna ýmsu fagstétta • öfluga endur- og símenntun starfsmanna • tækifæri til að taka þátt í þróunarverkefnum Umsóknir berist fyrir 6. febr. nk. til Hlífar Guðmundsdóttur, verk- efnastjóra, sími 824 5831, netfang hlifgud@landspitali.is og veitir hún upplýsingar ásamt Ingibjörgu Hjaltadóttur, sviðsstjóra hjúkrunar, sími 543 9890, netfang ingihj@landspitali.is Laun samkvæmt gildandi samningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráð- herra. Umsóknareyðublöð fást í upplýsingum Fossvogi og Hringbraut, skrif- stofu starfsmannamála Eiríksgötu 5, á heimasíðu www.landspitali.is. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar í störf á Landspítala – háskólasjúkra- húsi. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Landspítali – háskólasjúkrahús er reyklaus vinnustaður.Laun samkvæmt gildandi samningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Sól r Hádegi l Reykjavík 10.37 13.39 16.42 Akureyri 10.39 13.24 16.10 Góðan dag! Í dag er sunnudagurinn 22. janúar, 22. dagur ársins 2006.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.