Fréttablaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 60
 22. janúar 2006 SUNNUDAGUR28 Það ríkir mikil eftirvænting í herbúðum Hollywood-kvikmyndaveranna. Fjöl- miðlar vestra búast við óvenju harðri samkeppni um Óskarinn þetta árið en tilkynnt verður um tilnefningarnar 31. janúar. Sjaldan hafa leikarar í Holly- wood fengið úr jafn safaríkum handritum að moða og þetta árið. Minnir tíðin á það sem var að gerast í kvikmyndaborginni á átt- unda áratugnum þegar Scorsese og Coppola voru uppi á sitt besta. Philip Seymour Hoffman sem Capote – hlutirnir virðast ekki ger- ast betri en þetta. Kvikmyndaver- in eru farin að gera sér grein fyrir því að ef þau eru ekki með meist- arastykki á borð við Hringadrótt- inssögu þá er eins gott að eyða smá fúlgum í handrit og leikstjóra og uppskera jafnvel nokkrar styttur fyrir vikið. Framleiðslan í Englaborginni þykir benda til þess að einhverrar vakningar sé að gæta hvað stjórn- mál varðar. Pólitískir tryllar á borð við The Constant Gardener, Syriana og Munich hafa allar feng- ið prýðilega dóma og gagnrýn- endur spá þeim öllum velgengni í Kodack-höllinni þegar vora tekur. Samkynhneigðu kúrekarnir hans Ang Lee fengu flestar tilnefning- ar til Golden Globe en George W. Bush hefur verið gagnrýndur af listamönnum fyrir harða afstöðu sína gagnvart stöðu homma og lesbía. Það má heldur ekki útiloka Walk The Line því ef það er eitt- hvað sem Bandaríkjamenn elska þá eru það látnir tónlistarmenn. Johnny Cash er jú eins amerískur og hugsast getur. Breski fréttavefurinn BBC spáir í spilin fyrir komandi átök en um þessar mundir eru stóru stúdíóin að kynna kvikmyndir sínar fyrir meðlimum akademí- unnar. Allra augu beinast að Brokeback Mountain, hugljúfri og dramatískri sögu tveggja kúreka sem verða ástfangnir hvor af öðrum. Myndin fékk sjö tilnefn- ingar til Golden Globe-verðlaun- anna sem hingað til hefur þótt ágætis vísbending um það sem koma skal. Heath Ledger hefur fengið mjög dóma fyrir leik sinn í myndinni en heldur sér á jörð- inni og hefur ríka ástæðu til þess. Kvikmyndir um samkyn- hneigð ganga yfirleitt ekki vel á Óskarnum og hinir frjálslyndu blaðamenn, sem eru ábyrgir fyrir Golden Globe, hafa tilhneigingu til þess að kjósa myndir á borð við hana. Hinir íhaldssömu meðlimir akademíunnar eru ekki hrifnir af því þegar eitt af mörgum táknum Bandaríkjanna er tengt við þessa kynhegðun. Sigri Brokeback Mountain kann það að hleypa nýju blóði í baráttu samkynhneigðra þar vestra. Pólitíkin spilar nefni- lega ótrúlega stóra rullu í þessu vali og oftar en ekki er hægt að spá fyrir um úrslitin með löngum fyrirvara. Árið í ár virðist ætla að vera undantekning á því. Því má heldur ekki gleyma að ríkis- stjórinn Arnold Schwarzenegger er samherji Bandaríkjaforseta og gæti beitt sér fyrir hagstæðum úrslitum. Pólitísku tryllarnir og samkynhneigðu kúrekarnir gætu því þurft að bíða enn um sinn. Breska þjóðin bíður spennt eftir tilnefningum enda er breskum leikkonum spáð góðri uppskeru. Fjölmiðlar útiloka ekki að Judi Dench fái sína fimmtu tilnefningu fyrir Mrs. Henderson Presents. Leikkonan var þó hógvær þegar hún var innt eftir þessum mögu- leika. „Hafi mér tekist að segja söguna almennilega er ég ánægð.“ Keira Knightley þykir einig mjög líkleg til að verða stjarnan á rauða dreglinum en frammistaða henn- ar sem Elizabeth Bennet í Hroka og hleypidómum hefur orðið til þess að margir veðja á hana. „Þú verður bara að njóta augnabliks- ins því þegar allt kemur til alls þá er þetta bara augnablik og það hverfur. Og það er bara allt í lagi,“ svaraði leikkonan unga þegar hún var spurð hvað henni fyndist um þessar vangaveltur. Bandaríski leikstjórinn Rob Marshall gæti enn fremur komið öllum á óvörum, líkt og hann gerði með Chicago árið 2003 þegar þau hræðilegu tíðindi bárust að hún hefði rænt verðlaununum frá The Hours, Pianist og Lord of the Rings: The Two Towers sem allar hefðu verið betur að stytt- unni komnar. Akademían virðist vera eitthvað hrifin af Marshall og nýjasta mynd hans, Memoirs of Geisha, hefur verið orðuð sem hugsanlegur sigurvegari. Hún er byggð á samnefndri metsölubók og skartar hinni þokkafullu Ziyi Zhang í aðalhlutverki. Marshall hefur orð á sér fyrir mjög list- ræna sýn sem gæti slegið ryki í augu meðlimanna en þeir hafa alltaf verið hrifnir af lifnaðar- háttum í hinu forna menningar- veldi Kínverja. Fernando Meirelles skaust uppá stjörnuhimininn með kvik- myndinni City of God eða Cidade de Deus. Myndin var óvenju hrá og ósérhlífin en vakti athygli á þess- um unga Brasilíumanni. Kvik- myndin The Constant Gardener hefur ekki fengið síðri dóma en hún fjallar um pólitískt samsæri í Afríku. Ralph Fiennes og Rachel Weisz þykja sannfærandi í þess- ari spennumynd sem þykir líkleg til afreka. Kvikmyndir Spielbergs blanda sér iðullega inn í umræðuna rétt fyrir tilnefningarnar. Sem betur fer hafði leikstjórinn vit á því að hafa kvikmyndina Munich í bak- höndinni því War of the Worlds var aldrei líkleg til afreka. Hand- rit Tonys Kushner þykir með eindæmum gott en myndin sjálf tekur á það eldfimu efni að fáir hafa þorað að spá henni einhverri velgengni. Það skyldi þó aldrei neinn efast um markaðssérfræð- ingana á bak við Spielberg. Auk ofangreindra mynda eiga Good Night and Good Luck eftir George Clooney og Syriana heima í þessum flokki. Clooney virðist verða áhrifameiri með hverju árinu sem líður og velgengni þessara tveggja mynda er enn ein sönnunin fyrir því. Þegar tilnefningarnar verða loks dregnar fram í dagsljósið á eflaust eitthvað óvænt eftir að koma í ljós. Það væri nú heldur óvenjulegt ef Óskar frændi tæki upp á því að fara algjörlega eftir bókinni. - fgg HEATH LEDGER OG ANG LEE Kvikmyndin um samkynhneigðu kúrekana hefur fengið frábæra dóma en spekingar velta því fyrir sér hvort Hollywood sé tilbúið fyrir ástarsamband tveggja karlmanna. WALK THE LINE Bæði Joaqin Phoenix og Reese Witherspoon fengu Golden Globe-verð- launin fyrir frammistöðu sína. Hvort það nægir skal ósagt látið. KEIRA KNIGHTLEY Nafn hennar hefur borið á góma vegna tilnefninganna en stúlkan segist sjálf ekki mikið velta sér mikið upp úr slíkum vangaveltum. THE CONSTANT GARDENER Leikur þeirra Weisz og Fiennes þykir með afbrigðum góður. Myndin leiðir Bafta-tilnefningarnar en Rachel Weisz hefur verið hlaðin lofsyrðum fyrir leik sinn og er sögð skyggja á stórleikarann Ralph Fiennes. MUNICH Þessi pólitíski tryllir hefur vakið mikla athygli en Spielberg er sagður endurfæddur með þessari mynd. HVAÐ GERIR ÓSKAR FRÆNDI Í LOK JANÚAR? GEISHA Leikstjórinn Rob Marshall er í miklu uppáhaldi hjá akademíunni en síðasta mynd hans, Chicago, rakaði til sín verðlaunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.