Fréttablaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 12
 22. janúar 2006 SUNNUDAGUR12 nánar á visir.is Umsjón: Útgáfa erlendra aðila á skuldabréfum í íslenskum krónum hefur styrkt gengi krónunnar og tafið fyrir því að vaxandi viðskiptahalli þrýsti því niður. Það er hugsanlega áhyggju- efni að líftími skuldabréfanna er stuttur, gjalddaga hárra fjárhæða ber upp á skömmu tímabili og dreifing útgáfunnar milli útgef- enda er lítil en nær helmingur skuldabréfanna er gefinn út af tveim til þremur aðilum. Snúnir tímar í efnahagsstjórn Þetta kom fram í máli Gunnars Árnasonar, sérfræðings í efna- hagsmálum hjá Sparisjóði vél- stjóra, á morgunverðarfundi sem bar yfirskriftina „Er að sjóða upp úr?“. Gunnar benti á að raungengi íslensku krónunnar hefur ekki mælst eins hátt í átta ár. Hátt raungengi feli í sér versnandi samkeppnisstöðu innlendra fyr- irtækja því kostnaður heima fyrir hefur aukist umfram kostnaðar- hækkanir erlendis. Þannig hafi dregið úr útflutningi og á sama tíma innflutningur aukist. Svo er nú komið að halli í viðskiptum við útlönd, og þá sér í lagi vöruskipta- jöfnuðurinn, er hærri en dæmi eru um hérlendis áður og hefur vaxið jafnt og þétt frá mánuði til mánaðar undanfarið. Hann segir þennan mikla halla engan veg- inn samrýmast jafnvægisástandi í efnahagsmálum til lengri tíma litið því pressan á gjaldmiðilinn hefur aukist jafnt og þétt. Gunn- ar telur snúna tíma fram undan í stjórn efnahagsmála á Íslandi og ósanngirni fólgna í því að velta þeirri stjórn alfarið á herðar Seðlabankans. Aðhalds í ríkis- fjármálum þurfi við á sama tíma og innlendar fjármálastofnanir þurfi að axla sína ábyrgð. Lending hagkerfisins verður mjúk Þeir Árni M. Mathiesen fjármála- ráðherra og Jafet Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Verðbréfastofu, voru fengnir til að ræða sína sýn á þær sviptingar sem einkennt hafa íslenskt fjármálaumhverfi að undanförnu. Árni tók undir að hátt gengi krónunnar hefði orðið til þess að starfsemi útflutnings- fyrirtækja hefði dregist saman og sum þeirra hefðu jafnvel gripið til þess ráðs að færa hluta starfsemi sinnar úr landi. Þó yrði að taka inn í umræðuna að mörg þeirra hefðu jafnframt séð hag sinn í því að flytja sig um set til að vera nær birgjum og viðskiptavinum á stór- um alþjóðlegum mörkuðum. Hann sagði að líklegt þætti að gengi krónunnar lækkaði á árinu en benti á að mjög sterk öfl tækjust á sem gerði það að verkum að erf- itt væri að spá nákvæmlega fyrir um gengið. Árni sagði að íslenska hag- kerfið væri sterkt og ekki væri ástæða til að óttast að það hryndi. Á árunum 2001 og 2002 hefði það komið alþjóðastofnunum á óvart hversu mikla aðlögunar- hæfni íslenska hagkerfið sýndi eftir mikinn viðskiptahalla sem hvarf á einu ári eins og dögg fyrir sólu. Nú væri því jafnvel HLUSTAÐ AF ATHYGLI Á ORÐ JAFETS ÓLAFSSONAR Atli Örn Jónsson framkvæmdastjóri þróunarsviðs SPV, Árni Mathiesen fjármálaráðherra og Gunnar Árnason, sérfræðingur efnahagsmála hjá SPV, sögðu sína skoðun á stöðu efnahagsmála við upphaf nýs árs. Sterk öfl togast á í hagkerfinu Mikil skuldabréfaútgáfa erlendra aðila í íslensk- um krónum kemur í veg fyrir að viðskiptahallinn þrýsti gengi krónunnar niður. Á morgunverðar- fundi Sparisjóðs vélstjóra var þeirri spurningu velt upp hvort íslenska hagkerfið væri að sjóða upp úr. Árni sagði að íslenska hagkerfið væri sterkt og ekki væri ástæða til að óttast að það hryndi. Á árunum 2001 og 2002 hefði það komið alþjóðastofnunum á óvart hversu mikla aðlögunarhæfni íslenska hagkerfið sýndi eftir mikinn viðskiptahalla sem hvarf á einu ári eins og dögg fyrir sólu. Nú væri því jafnvel spáð að lending hagkerfisins yrði enn mýkri eftir meiri uppgang og ójafnvægi en þá var.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.