Fréttablaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 72
 22. janúar 2006 SUNNUDAGUR40 Jaliesky Garcia stendur í ströngu með íslenska lands-liðinu þessa dagana. Hann er óðum að ná sér eftir meiðsli í tá og keppist þessa dagana við að koma sér í form fyrir Evrópumótið í Sviss. Garcia ólst upp í smábænum Pinar Del Rio á Kúbu og var ungur að aldri þegar hann hóf að æfa handbolta. Spurður um hvernig það hafi komið til segir Garcia að það hafi verið hálfgerð tilviljun. „Ég var níu ára gamall stráklingur þegar handbolta- þjálfari kom í skólann minn. Hann sagðist vera að þjálfa upp handboltalið og vantaði einstakl- inga til æfinga. Ég rétti strax upp höndina til merkis um að ég vildi æfa þrátt fyrir að vita ekk- ert um hvað íþróttin snerist. Ég var mjög ánægður með það að fá að æfa handbolta þar sem ég fékk aldrei tækifæri til þess að spila hafnarbolta, körfubolta eða blak. Ástæðan var sú að ég vissi ekkert hvernig eða hvar ég gæti byrj- að að æfa þessar íþróttir. Þegar þessi handboltaþjálfari kom síðan í skólann greip ég tækifærið og byrjaði að æfa. Þetta var líka hentugt þar sem ég bjó einungis um 50 metra frá æfingavellinum. Ég fór því á hverjum einasta degi eftir skóla og æfði handbolta á þessum velli.“ Vinur Duranona Garcia segir að sér hafi alls ekki dottið í hug að koma til Íslands að spila handbolta fyrr en góðvinur hans, Julian Duranona kom með þá uppástungu. „Það var alls ekki mín ákvörðun. Áður en ég kom hingað til lands bjó ég úti í Banda- ríkjunum í eitt og hálft ár. Síðan flutti ég til Puerto Rico, aðallega vegna þess að þar var auðveld- ara að fá vinnu þar sem ég talaði sama tungumál og innfæddir. Ég hafði, þegar þarna var komið við sögu, ekki spilað handbolta í þrjú ár.“ „Einn daginn var Julian Duran- ona, í heimsókn hjá mér í Puerto Rico og ég spurði hann hvort hann vissi um einhver lið sem hefðu mögulega áhuga á mér. Duranona bauð mér að koma og æfa með sínu liði í þýskalandi. Mér gekk ekki vel á æfingunum þar vegna þess að líkamlegt ástand mitt var ekki gott. Julian hringdi því í vin sinn frá Íslandi og spurðist fyrir um lið sem væru tilbúin að leyfa mér að koma til reynslu. Ég fékk síðan tækifæri hjá HK og skrifaði undir samning við þá.“ Garcia átti í töluverðum erfið- leikum með að aðlagast Íslandi og sérstaklega íslenska vetrinum. „Mér fannst reyndar ekkert svo erfitt í ágúst og septemb- er þar sem sólin var ennþá hátt á lofti og ég gerði lítið annað en að æfa. Þegar vetur fór síðan að nálgast fannst mér sífellt erfið- ara að búa á landinu þar sem það var eilíft myrkur. Ég var auðvitað algjörlega óvanur þessu frá fyrri heimkynnum mínum. Einnig fannst mér afar erfitt að þurfa að vinna á daginn og æfa á kvöldin þar sem ég var í svo lélegu formi. Því var ég oft mjög þreyttur þegar æfingar loksins byrjuðu á kvöldin. Forsvarsmenn HK voru líka ekki sáttir við mig á þessum tíma, skiljanlega, þar sem ég var að spila illa. Þeir sögðu við mig að ég myndi klára tímabilið og að síðan myndi ég fara frá liðinu. Tímamótaferð til Puerto Ríkó Í desember þetta ár fóru ég og konan mín til Puerto Rico, bæði til að fá frí frá birtuleysinu en einnig svo ég gæti æft sjálfur án þess að þurfa að hugsa um vinnu. Ég var í Puerto Rico í 18 daga og ég kom til baka í mun betra formi en ég hafði áður verið. Í kjölfar- ið fór ég að spila mun betur en ég hafði áður gert. HK bauð mér síðan tveggja ára samning eftir tímabilið sem ég skrifaði undir. Þegar þarna var komið við sögu ákvað ég að leggja meiri metnað í handboltann. Ég hætti því í vinn- unni og æfði handbolta kvölds og morgna. Fyrir mér var það ekki aðalatriðið hve mikla peninga ég fékk á þessum tímapunkti. Það skipti mig meira máli að spila handbolta og hugsa um framtíð mína sem handboltamaður. Ég segi alltaf að æfingin skapi meist- arann. Það var hugarfarið sem ég tamdi mér á þessum tíma. Ef ég ætlaði mér að verða virkilega góður þurfti ég að einbeita mér eingöngu að boltanum.“ Íslenskt vegabréf hafði síðan mikla merkingu fyrir Garcia sem segir að ríkisborgararétturinn hafi breytt lífi sínu til hins betra. „Þegar ég fékk íslenska vegabréf- ið í hendurnar þá var margt sem fór í gegnum hugann. Það var ekki einungis að ég fengi vega- bréf sem myndi opna dyrnar fyrir framtíðina. Það var einnig sá heiður að spila fyrir hönd íslenska landsliðsins. Hef metnað fyrir landsliðinu Með íslensku vegabréfi breyttust framtíðarhorfur mínar til hins betra og ég er gríðarlega þakk- látur fyrir það. Ég er einnig mjög stoltur að hafa íslenskan ríkis- borgararétt og að getað spilað fyrir hönd Íslands á stórmótum eins og HM og EM. Auðvitað lít ég enn á mig sem Kúbverja, þar sem ég fæddist og ólst þar upp. En ég er líka Íslendingur þar sem ég spila fyrir íslenska landsliðið og ég hef mikinn metnað fyrir hönd Íslands.“ Aðspurður um samanburð á þýsku deildinni og þeirri íslensku segir Garcia að munurinn sé mikill. „Þýska deildin er einfaldlega mun sterkari deild. Þar spila einungis bestu leikmenn í heiminum og handboltinn sem þar er spilaður er öðruvísi en á Íslandi. Flestir leikmenn eru nánast tveir metrar á hæð og miklu líkam- lega sterk- ari. Hand- boltinn á Íslandi er mjög hraður þar sem mikið er um smáa og knáa leikmenn. Fyrir mig var þetta líka töluvert áfall þar sem á Íslandi fékk ég boltann og skaut nánast alltaf á markið. í Þýska- landi eru fleiri leikmenn sem geta einnig skotið á markið og því þarf að hugsa meira um liðsheildina og hvað er gott fyrir liðið. Garcia hefur undanfarið gegnt lykilhlutverki hjá liði sínu Göpp- ingen í þýsku deildinni. Hann hefur samt sem áður átt við tölu- verð meiðsli að stríða undanfarna mánuði. „Snemma á tímabilinu meiddist ég á fingri og var því frá í um einn og hálfan mánuð. Þegar ég hafði nokkurn veginn jafnað mig á þeim meiðslum og var kom- inn í þokkalegt form aftur meidd- ist ég á tánni í leik gegn Lemgo. Ég hef verið að glíma við þessi meiðsli síðan.“ Sárnaði fjölmiðlaumfjöllun Samband HSÍ og Göppingen vegna Garcia hefur verið afar stirt á seinustu misserum. Garcia tekur undir það og segir að fjölmiðlar og hann sjálfur beri nokkra ábyrgð á því. „Þetta byrjaði allt í fyrra þegar faðir minn féll frá. Ég fór þá til Puerto Rico til þess að laga vandamál sem komu upp varðandi vegabréfsáritun mína. Síðan fór ég beint til Kúbu til að ganga frá málum varðandi föður minn. Satt best að segja var ég ekki í neinu ástandi til þess að spila handbolta á þessum tíma, hvorki með Göpp- ingen né íslenska landsliðinu. Ég veit ekki hvort fólk hugsar öðru- vísi hér á Íslandi en til dæmis á Kúbu, en mér fannst ég þurfa að vera til staðar fyrir fjölskyldu mína vegna fráfalls föður míns. Daginn sem ég fékk fréttirn- ar um andlát föður míns var ég á leiðinni að spila leik í þýsku deild- inni. Ég sagði við þjálfarann að ég myndi spila leikinn en að daginn eftir færi ég til Puerto Rico að hitta fjölskyldu mína. Ég var auðvitað bara skugginn af sjálfum mér í þessum leik og leið mjög illa. Ein af ástæðum fyrir því að allt fór í háaloft á Íslandi var að ég hringdi ekki í landsliðsþjálfarann og lét hann vita af fráfalli föður míns. Þetta leit því frekar illa út fyrir mig þegar ég var valinn í liðið og kom ekki til landsins. Þegar ég sný aftur frá Kúbu til Puerto Rico fæ ég fréttir af því hvernig málið hefur þróast á Íslandi og að fjölmiðlar hafi nánast rifið mig í sig. Mér fannst þetta mjög leiðin- legt og ég tók það mjög nærri mér hvernig tekið var á málinu. Þetta var túlkað á þann veg að mér væri alveg sama um landsliðið og vildi í raun ekki spila fyrir Ísland sem er auðvitað ekki rétt. Það var eins og menn héldu að ég væri bara í fríi á Puerto Rico og væri alveg sama um allt og alla á Íslandi. Ástæðan fyrir samskiptaörðug- leikunum? Þetta bitnaði auðvitað á Göpp- ingen einnig því að þegar ég kom aftur til Þýskalands eftir lands- leikina með Íslandi sáu þeir að ég var ekki sami leikmaðurinn og hafði farið frá þeim. Ég var í góðu formi líkamlega en andlega var ég ekki í góðu standi, bæði vegna fráfalls föður míns en einnig vegna þess sem hafði gerst með landsliðið og fjöl- miðlana á Íslandi. Ég viður- kenni fúslega að ég hefði átt að hringja og láta landslið- ið vita af stöðu mála áður en ég fór frá Þýskalandi en það réttlætti ekki, að mínu mati, viðbrögð fjölmiðla á Íslandi í minn garð. Þetta er búið og gert og lítið sem hægt er að gera í því núna. Ég ber engan kala til neins á Íslandi vegna þessa máls. Fyrir mér er þetta lokuð bók. En þetta er að mínu mati hluti af skýringunni fyrir slæmum sam- skiptum HSÍ og Göppingen.“ Garcia stefnir að því að spila í fjögur ár til viðbótar í Bundesli- gunni svo fremi sem hann verði meiðslalaus. Að þeim tíma lokn- um ætlar hann líklega að spila seinasta árið sitt í handbolta á Íslandi áður en hann flytur til Puerto Rico með fjölskyldu sína. „Konan mín er frá Puerto Rico og þangað munum við flytja eftir að handboltaferli mínum lýkur. Þrátt fyrir að búa ekki á Íslandi mun ég samt eiga góðar minningar frá landinu um ókomna tíð. Ég verð alltaf Íslendingur að hluta þrátt fyrir að ég búi ekki á Íslandi.“ tomas@frettabladid.is SUNNUDAGSVIÐTALIÐ: JALIESKY GARCIA PADRON Ég hef mikinn metnað fyrir Íslands hönd Handboltakappinn Jaliesky Garcia Padron hefur verið mikið á milli tannanna á fólki vegna eilífðra vandræða tengdum landsliðinu. Garcia blæs á allt tal um að hann hafi ekki metnað fyrir hönd landsliðsins í spjalli við Tómas Odd Hrafnsson og segir enn fremur að sér hafi sárnað umfjöllunin um hann fyrir ári síðan. UMDEILDUR HANDBOLTAKAPPI FRÁ KÚBU Jaliesky Garcia Padron fer mikinn í samtali við Fréttablaðið og ræðir meðal annars ástæður þess að samskipti Göppingen og HSÍ séu ekki upp á það besta. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.