Fréttablaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 6
6 22. janúar 2006 SUNNUDAGUR Faxafen 10 • 108 Reykjavík Sími: 544 2210 • Fax: 544 2215 www.tsk.is • skoli@tsk.is Sóley Rut Ísleifsdóttir, þjónustufulltrúi hjá VÍS. „Ég fékk mjög gott starf á frábærum vinnustað. Tölvu- og skrifstofunámið hjálpaði mér að öðlast það sjálfstraust sem þurfti til að sækja um nýtt og krefjandi starf. Það er aldrei of seint að byrja að læra eitthvað nýtt. Fyrir mig var þetta góð fjárfesting og frábær tími í góðum félagsskap í skemmtilegum og krefjandi skóla.“ Tölvu og skrifstofunám Í þessu námi er tekið fyrir allt um tölvur, bókhald og skrifstofutækni sem fólk þarf að kunna skil á í nútímafyrirtækjum. Sérlega viðamikið og hagnýtt 260 stunda nám í takt við þarfir markaðarins, nám sem hentar fólki á öllum aldri, hvort sem það er á leiðinni út á vinnumarkaðinn að nýju eða vill skapa sér sterkari stöðu á vinnumarkaði með aukinni menntun. Þetta nám hentar einnig sjálfstæðum atvinnurekendum sem vilja vera sem mest sjálfbjarga í allri tölvuvinnu og við bókhaldið. Kennd er ein námsgrein í senn sem lýkur með próf eða verkefni, tölvugreinunum lýkur flestum með alþjóðlegum prófgráðum. Tölvugreinar Windows XP tölvugrunnur og skjalavarsla, Word, Excel, Internet, MSN og Outlook tölvupóstur dagbók og skipulag. Margmiðlun PowerPoint kynningar, Stafrænar myndavélar og myndvinnsla, Tónlist í tölvunni, CD - DVD ofl. Persónuleg færni Tjáning og framkoma, atvinnuumsóknir, atvinnuviðtöl og ferilskrár. Enska, þjálfun í talmáli og ensk verslunarbréf, sölutækni og markaðsmál. Viðskiptagreinar Verslunarreikningur, VSK meðferð og reglur, bókhaldsgrunnur, tölvubókhald og tollskýrslur. Morgun og kvöldnámskeið, hefst 25. janúar og lýkur 24. maí. Verð kr. 189.000,- (Bjóðum VISA/EURO lán eða raðgr. og starfsmenntalán til 3ja ára.) S T A R F S M E N N T U N 411 5000 NÝTT SÍMANÚMER SKRIFSTOFU ÍTR Skemmtilegur frítími SÍMAVER REYKJAVÍKURBORGAR SÉR NÚ UM SÍMSVÖRUN FYRIR SKRIFSTOFU ÍTR ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDASVIÐ REYKJAVÍKUR PRISTINA OG BRUSSEL, AP Ibrahim Rugova lifði það ekki að sjá draum sinn um sjálfstæði Kosovo rætast. Hann lést í gær af völdum lungna- krabba, 61 árs að aldri. Fyrirhug- uðum viðræðum um framtíð hér- aðsins, með milligöngu Sameinuðu þjóðanna, hefur nú verið frestað þangað til í febrúar. Leiðtogar fjölmargra ríkja hvetja íbúa Kosovo til þess að halda ró sinni og standa saman á næstunni, þangað til viðræðurnar hefjast. „Brottfall hans, meðan viðræð- ur eru í undirbúningi um framtíð- arstöðu héraðsins, gæti ekki verið sorglegra,“ sagði Jacques Chirac Frakklandsforseti, sem jafnframt vottaði fjölskyldu Rugovas og íbúum héraðsins samúð sína. „Ég er viss um að Rugova for- seti hefði viljað sjá að við héldum áfram með viðræðurnar,“ sagði Martti Ahtisaari, fyrrverandi Finnlandsforseti, í Helsinki. „Ég vil líka lýsa þeirri von minni að ástandið verði áfram rólegt.“ „Ibrahim Rugova lést í morgun klukkan 11.40. Hann háði baráttu sína við krabbameinið með mikilli reisn og hugrekki allt til síðustu stundar,“ sagði Muhamet Hamiti, talsmaður forsetans. Með dauða sínum skilur Rug- ova eftir sig tómarúm í harðvítug- um deilum milli Serba og Kosovo- manna um það hvort héraðið fái sjálfstæði. Meirihluti íbúa héraðsins er af albönskum uppruna og vonast til þess að viðræðurnar, sem voru í þann veginn að hefjast, muni skila þeim árangri að héraðið hljóti fullt sjálfstæði. Serbneski minni- hlutinn, sem áður réði þar öllu, vill að héraðið verði áfram hluti af Serbíu-Svartfjallalandi. Sanda Ivic-Raskovic, sem fer með málefni Kosovo í stjórn Serbíu, sagðist hafa miklar áhyggjur af því hver yrði eftirmaður Rugovas. „Ég geri mér fulla grein fyrir því að Rugova er höfundur hug- myndarinnar að sjálfstæði Kos- ovo, en hann var ekki partur af þessu vopnaða lýðræði sem við sjáum núna í Kosovo,“ sagði hún. „Ég hef áhyggjur af því að ein- hver úr þeim herbúðum taki við af honum, einhver sem myndi hvetja til óeirða og ofbeldis til þess að ná fram sjálfstæði.“ ■ IBRAHIM RUGOVA Var stundum kallaður „Gandhi Balkanskagans“ vegna þess hve mikla áherslu hann lagði á að ná fram sjálfstæði Kosovo eftir friðsamlegum leiðum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Tómarúm í Kosovo eftir fráfall forsetans Ibrahim Rugova, forseti Kosovo, lést í gærmorgun. Viðræðum um framtíð Kosovo-héraðs verður frestað fram í febrúar. Leiðtogar fjölmargra ríkja hvöttu í gær íbúa Kosovo til að halda ró sinni. LÖGREGLA Það slóst í brýnu milli fjögurra Íslendinga og jafn- margra varnarliðsmanna fyrir utan skemmtistaðinn Casino í Keflavík í fyrrakvöld. Þegar lögregla kom á vettvang voru einungis Íslendingarnir eftir en varnarliðsmennirnir á bak og burt. Var haft samband við lögregl- una á Keflavíkurflugvelli sem kom sér í samband við herlögregl- una sem stöðvaði bíl mannanna. Fjöldi vitna var að atburðinum en ekki liggur ljóst fyrir um atburð- arrásina en að sögn lögreglunnar í Keflavík koma mál af þessu tagi reglulega upp í bænum. -fgg Varnarliðsmenn og Íslendingar: Fjöldaslagsmál í Keflavík DAGVISTUN Regína Ásvaldsdótt- ir, félagsráðgjafi hjá Reykjavík- urborg, vonast til þess að nám- skeið, sem Reykjavíkuborg er nú að skipuleggja, muni létta á þeim mikla vanda sem margir foreldrar í Reykjavík búa nú við. „Dagforeldrar sem klára nám- skeiðin hjá okkur geta farið að vinna fljótlega að námskeiði loknu því við veitum fólki bráðabirgðaleyfi til þess að geta tekið til starfa eins fljótt og auðið er. Það er ennþá pláss fyrir fleiri á námskeiðunum og ég hvet fólk sem hefur áhuga á þessum málum til þess að hafa samband við okkur hjá Reykjavíkurborg. Stjórn Barnavistunar, félags dagforeldra á höfuðborgarsvæðinu, hefur boð- ist til þess að bæta við sjötta barn- inu í vistun hjá dagforeldrum til þess að leysa vandann sem upp er kominn í Reykjavík, en samkvæmt reglum mega dagforeldrar ekki hafa fleiri en fimm börn í vistun hjá sér í einu. Snjólaug Óskarsdóttir, stjórnar- maður í Barnavistun, segir félagið hafa sent borgarstjóra bréf þar sem dagforeldrar hafa boðist til þess að taka sjötta barnið í vistun tímabundið, með það að markmiði að vandinn leysist í haust. „Eins og staða mála er nú önnum við engan veginn eftirspurninni en það er ljóst að það myndi bæta aðstæður umtalsvert ef við myndum fá að taka inn sjötta barnið í vistun.“ - mh Ennþá eru laus pláss á námskeiði fyrir dagforeldra hjá Reykjavíkurborg: Borgin menntar dagforeldra BÖRN Í PÖSSUN HJÁ DAGFORELDRUM Mik- ill skortur er á dagforeldrum í Reykjavík KJÖRKASSINN Telurðu að skattbyrðin hafi auk- ist hérlendis síðustu ár? JÁ 86% NEI 14% SPURNING DAGSINS Í DAG Fylgistu með forkeppni Evrópu- söngvakeppninnar? Segðu þína skoðun á vísir.is KJARAMÁL „Í starfslokatilboði Öryrkjabandalags Íslands eru atriði sem ég tel mig ekki geta skrifað undir, en hef aftur á móti gert því gagntilboð sem enn hefur ekki borist svar við,“ segir Arn- þór Helgason, fráfarandi fram- kvæmdastjóri ÖBÍ, um stöðu starfslokasamnings milli sín og bandalagsins. Hann segir viðræð- ur um starfslokasamninginn nú standa yfir og sé verið að reyna að ná sáttum í málinu. Arnþór kveðst eiga rétt á þriggja mánaða uppsagnarfresti eins og hver annar launþegi. Öryrkjabandalagið hafi boðið ákveðin starfslokakjör sem hann hafi svarað með gagntilboði og þannig sé staða málsins. „Í gagntilboðinu er gert ráð fyrir að ég fái afrit af gögnum úr tölvu ÖBÍ sem eru mér nokkurs virði,“ segir Arnþór. „Ég býðst að auki til þess að koma ýmsum gögnum fyrir á almennu heima- svæði starfsfólks, sem það þarf að hafa not af. Þá mun ég þurfa að athuga nokkur atriði sem varða starfssamning minn.“ Stjórn Blindrafélagsins hefur í yfirlýsingu harmað brottvikningu Arnþórs frá ÖBÍ. Félagið kveðst hafa áhyggjur af þeim skilaboð- um sem felist í því að segja upp fötluðum einstaklingi og ráða annan ófatlaðan. - jss ARNÞÓR HELGA- SON Hefur lagt fram gagntilboð. Starfslok Arnþórs Helgasonar framkvæmdastjóra Öryrkjabandalagsins: Sættir sig ekki við tilboðið SIGURSTEINN MÁSSON Hefur lagt fram tilboð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.