Fréttablaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 62
 1. febrúar 2006 MIÐVIKUDAGUR26 Það kom fæstum á óvart að Brokeback Mountain skyldi hljóta flestar tilnefning- ar til Óskarsverðlauna en þær voru tilkynntar í gær. Það sem kom hins vegar mörgum í opna skjöldu er velgengni kvikmyndarinnar Crash en það er orðið ansi langt síðan hún var í kvik- myndahúsum og hún gæti því stolið senunni. Það voru þau Mira Sorvino og Sid Ganis hjá Akademíunni sem tilkynntu hverjir hefðu verið hinir heppnu og það hefði mátt skera andrúmsloftið með rakvéla- blaði. Ástar- og kúrekamynd Ang Lee hlaut átta tilnefningar. Þau Michelle Williams, Heath Ledger og Jake Gyllenhaal fengu tilnefn- ingu fyrir leik sinn í myndinni auk þess sem handrit myndarinnar var tilnefnt. Brokeback gnæfir engu að síður ekki jafn mikið yfir öðrum myndum og búist hafði verið við. Víst er að Heath Ledger fær harða baráttu frá þeim Philip Seym- our Hoffman úr Capote, Golden Globe-verðlaunahafanum Joaquin Phoenix úr Walk the Line, David Strathairn úr Good Night, Good Luck og Terrence Howard en hann kemur óvænt inn í þennan hóp úr kvikmyndinni Hustle & Flow. Það er óvenju sterkur hópur kvenna sem kemur til með berjast um sigurlaunin en það eru þær Felicity Huffman úr Transameri- ca og Reese Witherspoon úr Walk the Line sem þykja nokkuð sigur- stranglegar en þær fengu báðar Golden Globe-verðlaun fyrir frammistöðu sína á dögunum. Þá kemur Rachel Weisz sterk inn en hún hlaut Leikaraverðlaunin fyrir leik sinn í The Constant Garden- er. Hvorki Keira Knightley, sem leikur í Pride & Prejudice, né Judi Dench úr Mrs. Henderson Presents eru taldar líklegar. Títtnefnd Brokeback Mountain þykir sigurstrangleg þegar kemur að bestu myndinni en ekki skyldi útiloka Crash sem gerði góða hluti rétt fyrir Óskarinn og tekur auk þess á kynþáttafordómum sem eru ögn mýkra mál en samkyn- hneigð. Þá er Munich einnig sterk- ur kandítat og ekki má gleyma Capote en gagnrýnendur halda vart vatni yfir henni. Kvikmynd George Clooney, Good Night and Good Luck þykir eiga hvað sístu möguleikana. Samkvæmt helstu erlendu miðlunum getur Ang Lee nánast gengið að Óskarnum vísum fyrir leikstjórnina að Brokeback. Það skyldi þó enginn útiloka óvæntar uppákomur í Bandaríkjunum. George Clooney gerir góða hluti með Good Night, Good Luck, Ste- ven Spielberg vaknar til sjálfs síns með Munich og Benedict Miller fer vel með Capote. Paul Haggis verður að teljast ólíklegastur til að hljóta styttuna eftirsóttu þrátt fyrir að myndin hans Crash hafi komið á óvart. Óskarinn fer fram fimmta mars og verður í Kodak-höllinni. Það er Jon Stewart sem kynnir en hann er frægur fyrir hárbeittar glósur í garð stjórnmálamanna í þætti sínum The Daily Show. Hjónin Theódóra Sæmundsdóttir og Jóhann Örn Ólafsson danskenn- arar og Bjargey Aðalsteinsdóttir íþróttafræðingur eru á leiðinni til Tenerife þar sem þau ætla að halda námskeið fyrir pör og hjón. Markmiðið er að njóta lífsins í dansi, slökun og góðum mat. „Við förum með afmarkaðan hóp af hjónum eða pörum sem eru tilbúin að nýta fríið sitt í upp- byggilegt starf fyrir sig sjálf,“ segir Jóhann Örn. „Við reynum að kenna fólki að dansa saman og fá það til að halda rétt um hvort annað og finna hvernig gott er að dansa. Það skiptir máli hvernig það er gert því annars getur það skapað togstreitu í sambandi. Fólk þarf fyrst og fremst að njóta þess að vera með hvort annað í fang- inu,“ segir Jóhann. Tilfinningaríkur tangó Lögð verður áhersla á suðræna dansa sem henta í hitanum á þess- ari suðrænu eyju. Reynt verður að finna út þann dans sem hentar hverju pari fyrir sig, hvort sem það er hinn tilfinningaríki tangó eða dans ástarinnar, rúmba. Auk danskennslunnar mun Bjargey sjá um andlegu hliðina ásamt jóga- leikfimi og annarri hreyfingu og hollustu, þannig að þátttakendur geti komið heim úr fríinu endur- nærðir bæði á sál og líkama. „Ég verð með jóga- og teygju- æfingar og með verkefni til að láta pörin gera sambandið sitt enn betra. Á hverjum degi fá þau verkefni til að glíma við þar sem allir eru að vinna í sínu horni,“ segir Bjargey. „Á hverjum degi fá þau eitthvert nýtt verkefni til að þekkja sig og maka sinn betur og hvað þau geti gert til að bæta sambandið. Síðan er farið í óvissuferð og farið út að borða og reynt að mynda ennþá meiri ástríðu í sambandinu.“ Bjargey segir afar mikilvægt að halda uppteknum hætti þegar heim er komið og gætu þá konu- dagurinn og valentínusardagur- inn komið sterkir inn. „Oft þegar við erum heima tekur hversdags- leikinn völdin og við gleymum því sem skiptir máli, því það þarf svo lítið til að gleðja,“ segir hún. freyr@frettabladid.is Suðræn sveifla og eldheitar ástríður BJARGEY AÐALSTEINSDÓTTIR Bjargey ætlar að leggja hin ýmsu verkefni fyrir þátttak- endur á námskeiðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL CRASH Þessi mynd Pauls Haggis hefur lúrt í leyni á þessu ári en er nú komin úr fylgsni sínu og er tilnefnd sem besta mynd ársins á Óskarnum.NORDIC PHOTOS / GETTY IMAGES CINDERELLA MAN Paul Giamatti er til- nefndur fyrir leik sinn í Cinderella Man en það þykir líklegt að þar sé verið að bæta upp fyrir að hann var ekki meðal útvaldra í Sideways. NORDIC PHOTOS / GETTY IMAGES MUNICH Spielberg hefur oft hlotið fleiri tilnefningar en mynd hans, Munich, þykir eiga einhverja möguleika á að geta veitt Brokeback Mountain keppni. JOAQUIN PHOENIX OG REESE WITHERSPOON Leikararnir eru báðir tilnefndir til Óskarsverð- launa fyrir frammistöðu sína sem Johnny Cash og June Carter í Walk the Line. PHILIP SEYMOUR HOFFMAN Hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og er tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn sem Truman Capote í Capote. NORDIC PHOTOS / GETTY IMAGES Crash gæti komið á óvart BROKEBACK MOUNTAIN Tilnefnd til átta verðlauna og hljóta þeir Jake Gyllenhaal og Heath Ledger báðir tilnefningu fyrir frammistöðu sína. NORDIC PHOTOS / GETTY IMAGES ÓSKARSVERÐLAUNIN 2005 Besta myndin: Million Dollar Baby Besti leikstjóri: Clint Eastwood (Million Dollar Baby) Besti leikari í aðahlutverki: Jamie Foxx (Ray) Besta leikkona í aðalhlut- verki: Hilary Swank (Million Dollar Baby) Besti leikari í auka- hlutverki: Morgan Freeman (Million Dollar Baby) Besta leikkona í auka- hlutverki. Cate Blanchett (The Aviator) Besta erlenda mynd: The Sea Inside (Spánn) Besta teiknimynd: The Incredibles Besta frum- samda handrit: Eternal Suns- hine of the Spot- less Mind Besta handrit byggt á áður birtu efni: Sideways Besta heimild- armynd: Born Into Brothels Bestu tæknibrellur: Spider-Man 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.