Fréttablaðið - 01.02.2006, Page 66

Fréttablaðið - 01.02.2006, Page 66
30 1. febrúar 2006 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FEBRÚAR 29 30 31 1 2 3 4 Miðvikudagur ■ ■ LEIKIR  19.15 Keflavík og Grindavík mæt- ast í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta í Keflavík.  19.15 KR og ÍS mætast í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta í DHL-höllinni.  19.15 Breiðablik og Haukar mæt- ast í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta í Smáranum. ■ ■ SJÓNVARP  14.40 EM í handbolta á RÚV. Bein útsending frá leik Serba og Rússa.  16.55 EM í handbolta á RÚV. Bein útsending frá leik Íslendinga og Króata.  18.00 Íþróttaspjallið á Sýn.  18.12 Sportið á Sýn. Farið verður yfir helstu íþróttaviðburði dagsins.  20.10 Meistaradeildin á Sýn. Sýndur verður leikur Man. Utd og Juventus frá árinu 1999.  22.00 Sterkasti maður heims á Sýn.  23.00 US PGA 2005 á Sýn.  23.55 NFL-tilþrif á Sýn.  23.20 EM í handbolta á RÚV. Útsending frá leik Dana og Norðmanna. EM í handbolta: Milliriðill 1 ÚKRAÍNA-ÞÝSKALAND 22-36 Sergei Shelmenko 5 - Florian Kehrmann 9. SLÓVENÍA-FRAKKLAND 30-34 Miladin Kozlina 8, Siarhei Rutenka 6 - Luc Abalo 8, Joel Abati 5, Bertrand Gille 5, Nikola Karabatic 5. PÓLLAND-SPÁNN 25-34 Karol Bielecki 5 - Albert Rocas 11, Alberto Entrerrios 7. Staðan í riðlinum SPÁNN 3 2 1 0 94-82 5 FRAKKLAND 3 2 0 1 87-84 4 SLÓVENÍA 3 2 0 1 96-94 4 ÞÝSKALAND 3 1 1 1 92-80 3 PÓLLAND 3 1 0 2 87-91 2 ÚKRAÍNA 3 0 0 3 77-102 0 Milliriðill 2 ÍSLAND-RÚSSLAND 34-32 Mörk Íslands (skot innan sviga): Guðjón Valur Sig- urðsson 11 (16), Ólafur Stefánsson 8 (14), Róbert Gunnarsson 4 (4), Alexander Petersson 4 (7), Snorri Steinn Guðjónsson 4/1 (9/1), Arnór Atla- son 2 (5), Vignir Svavarsson 1 (1). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 11, Roland Valur Eradze 1. Hraðaupphlaup: 9 (Guðjón 5, Róbert 2, Snorri, Vignir). Fiskuð víti: 1 (Sigfús). Brottrekstrar: 4 (8 mínútur). Markahæstir Rússa: Eduaard Kokcharov 8/4, Vas- ily Filippov 7, Oleg Frolov 5, Alexey Rastvortsev 3. DANMÖRK-KRÓATÍA 30-31 Sören Stryger 8, Joachim Boldsen 6 - Petar Metlic- ic 10, Blaxenko Lockovic 6, Mirza Dzomba 4. SERBÍA/SVARTF.-NOREGUR 26-25 Ratko Nikolic 6 - Kjetil Strand 9, Kristian Kjelling 5. Staðan í riðlinum ÍSLAND 3 2 1 0 98-91 5 RÚSSLAND 3 2 0 1 86-84 4 KRÓATÍA 3 2 0 1 92-88 4 DANMÖRK 3 1 1 1 91-88 3 SERBÍA 3 1 0 2 86-94 2 NOREGUR 3 0 0 3 74-82 0 Enska úrvalsdeildin: SUNDERLAND-MIDDLESBROUGH 0-3 0-1 Emanuel Pogatetz (19.), 0-2 Stuart Parnaby (31.), 0-3 Jimmy Floyd Hasselbaink (71.). WIGAN-EVERTON 1-1 0-1 David Thompson, sjálfsm. (9.), 1-1 Paul Scharner (45.). CHARLTON-WBA 0-0 Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn fyrir Charlton. FULHAM-TOTTENHAM 1-0 1-0 Carlos Bocanegra (91.). Heiðar Helguson lék allan leikinn fyrir Fulham Enska 1.deildin: BRIGHTON-BURNLEY 0-0 CARDIFF-MILLWALL 1-1 HULL-COVENTRY 1-2 IPSWICH-LEEDS 1-1 PLYMOUTH-SOUTHAMPTON 2-1 PRESTON-CRYSTAL PALACE 2-0 QPR-LEICESTER 2-3 READING-NORWICH 4-0 ÚRSLIT GÆRDAGSINS HANDBOLTI Það var fátt sem benti til þess í upphafi að Ísland myndi vinna glæstan sigur. Rússar byrj- uðu leikinn með látum og komust fljótt í 1-4. Ísland var þá að fara með fjölda dauðafæra gegn mark- verðinum Kostygov rétt eins og liðið gerði gegn honum í Túnis fyrir ári síðan. Þessi byrjun Rússanna sló strákana okkar ekki út af laginu og þeir svöruðu með því að skora sex mörk í röð, 7-4. Þeir létu ekki staðar numið þar heldur unnu þeir þennan kafla 9-1 og komust í 10-5. Ótrúlegur kafli þar sem stórbrotinn varnarleikur og vel útfærð hraðaupphlaup skiluðu sínu en fimm af fyrstu tíu mörk- unum komu úr hraðaupphlaupi. Rússneski björninn rankaði þá við sér og náði að minnka muninn í tvö mörk fyrir hlé, 17-15, sem var svekkjandi því Ísland hefði getað leitt með mun meiri mun í leik- hléi. Rússarnir brugðu á það ráð að taka Ólaf Stefánsson úr umferð í síðari hálfleik en það hafði lítil áhrif þar sem hinir leystu hlut- verk sitt frábærlega og Ísland hélt áfram að auka á forskotið og leiddi lengstum með 3-4 mörkum. Í stöðunni 33-29 misstu strák- arnir einbeitinguna, Rússarnir skoruðu þrjú mörk í röð og minnk- uðu muninn í eitt mark, 33-32, og gríðarleg spenna kom óvænt inn í leikinn. Guðjón Valur Sigurðsson steig þá fram fyrir skjöldu eins og sannur leiðtogi og skoraði klárlega eitt mikilvægasta mark síns ferils sem tryggði sigur í leiknum, 34- 32. Leikur liðsins í gær er einhver sá besti sem undirritaður hefur séð landsliðið spila. Viggó lagði upp með þá tækni að skera á hægri skyttu Rússanna, Peskov, og sú tækni hans gekk fullkomlega upp því það lamaði sóknarleik Rúss- anna að miklu leyti. Alexander Petersson tók síðan risann Rast- vortsev í nefið með hjálp Sigfús- ar sem stýrði varnarleiknum af myndarbrag en Arnór stóð vaktina í vörninni einnig vel. Liðið spilaði loksins frábæra vörn nánast allan leikinn og fyrir vikið komu hraða- upphlaupin sem eru svo mikilvæg en þar var Guðjón Valur í essinu sínu. Einnig hafði það sitt að segja fyrir hraðaupphlaupin að Ólaf- ur Stefánsson var kominn aftur í liðið en endurkoma hans gerði svo sannarlega gæfumuninn. Ólafur átti frábæran leik á allan hátt og ef hann getur spilað áfram af álíka getu eru liðinu allir vegir færir. Framlag þrímenninganna Ólafs, Guðjóns Vals og Snorra Steins vó síðan þungt í fyrri hálfleik en þeir skoruðu þá 15 af 17 mörkum liðs- ins. Annars er ósanngjarnt að taka einhverja sérstaka út því nánast allir áttu frábæran leik. Það var unun að fylgjast með varnarleik liðsins og strákarnir sýndu einnig svakalega yfirvegun í sóknar- leiknum og létu Rússana aldrei koma sér úr jafnvægi. Þetta lið hefur þroskast gríðarlega mikið á skömmum tíma og er klárlega til alls líklegt á þessu móti. Rússneski björninn lagður með glæsibrag Íslenska handboltalandsliðið lék einn sinn besta leik í fjölda ára gegn Rússum í St. Gallen í gær. Liðið er á toppi milliriðilsins eftir 34-32 sigur og sæti í undan- úrslitum er raunhæfur möguleiki. SÁ FLJÓTASTI Í HEIMI Rússarnir réðu ekkert við Guðjón Val Sigurðsson í leiknum í gær, hvort sem um var að ræða í hraðaupphlaupunum eða úr horninu. Guðjón Valur skoraði 11 mörk í leiknum – ekkert þeirra úr víti. NORDICPHOTOS/AFP Íslenska liðið átti sigurinn fyllilega skilinn ÍÞRÓTTALJÓS ÍSLENSKA LANDSLIÐIÐ Í HANDBOLTA Á EM Í SVISS GEIR SVEINSSON SÉRFRÆÐINGUR FRÉTTABLAÐSINS EM Í HANDBOLTA HENRY BIRGIR GUNNARSSON skrifar frá St. Gallen í Sviss. henry@frettabladid.is Að undanskildum fyrstu mínút- um leiksins spilaði íslenska liðið þennan leik frábærlega og átti sigurinn fyllilega skilinn. Strák- arnir spiluðu eins og þeir sem valdið hafa og voru einfaldlega betri á langflestum sviðum − sér- staklega í varnarleiknum. Vörnin var hreint út sagt stórkostleg en ef það var eitthvað neikvætt sem hægt er að tína úr leiknum þá var það markvarslan, en þó má ekki gleyma að Birkir Ívar varði þrjá gríðarlega mikilvæga bolta í síð- ari hálfleik úr dauðafærum. Allir leikmenn lögðu sig 110% fram og voru greinilega mjög ákveðnir í að fara með sigur af hólmi. Með þessum varnarleik, þar sem leikmenn voru mjög hreyfanlegir og með miklar færslur, gerðum við Rússunum afar erfitt fyrir. Í kjölfarið komu hraðaupphlaupin og þá er íslenska liðið illviðráðanlegt. Ég held að með frammistöðunni í gær hefði íslenska liðið getað lagt hvaða andstæðinga sem er af velli. Allir leikmenn stóðu sig mjög vel en ég held að það sé á engan hallað þótt minnst sé sérstaklega á þátt Ólafs Stefánssonar. Hann sýndi enn og aftur hversu mik- ilvægur hann er og það er óum- deilanlegt að hann er heili liðsins og leiðtogi. Það var allt annað að sjá til Guðjóns Vals og hann naut góðs af snilli Ólafs í hraðaupp- hlaupunum. Þríeykið öfluga, eins og ég vil kalla það (Ólafur, Snorri og Guðjón Valur), skoruðu 90% marka liðsins í fyrri hálfleik og hafði ég pínulitlar áhyggjur yfir því í hálfleik. En í síðari hálfleik skoruðu Alexander og Arnór góð mörk og við fengum meira frá línunni. Það skipti sköpum þegar þeir fóru að taka fastar á Ólafi. Almennt var sóknarnýtingin gríðarlega góð og það má í raun segja að leikurinn hafi nánast gengið fullkomlega upp. Ég verð að viðurkenna að ég kveið nokkuð fyrir þessum leik áður en hann hófst. En handbolti er einfaldur leikur að því leyti að lið spila ekki betur en and- stæðingurinn leyfir. Íslenska liðið var einfaldlega frábært í leiknum og bauð því rússneska ekki upp á að gera neitt meira en raun bar vitni. Þetta var mögn- uð frammistaða og ef liðið held- ur áfram á sömu braut eru því allir vegir færir. Til hamingju, strákar! „Þetta var bara snilld. Við hikstuðum aðeins í byrjun, klikkuðum á dauðafær- um en ég hafði engar áhyggjur af því þar sem við vorum að fá dauðafærin,“ sagði glaðbeittur þjálfari íslenska liðsins, Viggó Sigurðsson, eftir leikinn. „Það var vörnin sem skapaði þennan sigur fyrir okkur. Hún fleytti okkur langt í dag. Við lögðum upp með ákveðna taktík sem gekk fullkomlega upp. Við fengum fjölda af hraðaupphlaupum og við vorum betra liðið á vellinum. Við vorum alltaf skrefi á undan og óþarfi að hleypa Rússunum inn í leikinn í restina. Við héldum haus og strákarnir sýndu að þeir ætla sér langt,“ sagði Viggó en hann var geysilega ánægð- ur með fyrirliða sinn, Ólaf Stefánsson. „Hann var bara stórkostlegur og ómetan- legt að fá hann aftur í liðið. Ef við ætlum okkur að gera stóra hluti á þessu móti þá þurfum við á Ólafi að halda. Það er ekki spurning að við getum gert frábæra hluti í framhaldinu. Liðið spilaði eins og það á að gera í svona leikjum,“ sagði Viggó sem vildi ekki gefa út neinar stórar yfirlýsingar með framhaldið heldur aðeins að næst sé að ná liðinu niður á jörðina fyrir leikinn gegn Ólympíumeisturum Króatíu í dag. Ólafur Stefánsson átti frábæra endur- komu í liðið eftir meiðsli en hann var sprautaður niður fyrir leikinn. Hann skor- aði átta glæsileg mörk, gaf stoðsendingar og dró vagninn þegar á þurfti að halda. „Það var rosalega ljúft að landa sigri í þessum leik. Mér leið vel enda vel stemmdur og mjög einbeittur. Ég hef aldrei komið svona óþreyttur í milliriðla og ég fékk líka að pústa í horninu í vörninni. Það voru allir frábærir í þessum leik og eiga hrós skilið,“ sagði fyrirliðinn sem sagðist ekki hafa fundið mikið fyrir meiðslunum en játaði einnig að hafa aðeins hlíft sjálfum sér í gegnumbrotum og samstuðum. „Þetta er óvænt en við erum með hörkulið og höfðum alltaf trú á því að við gætum gert góða hluti. Við getum vel komist í und- anúr- slitin.“ VIGGÓ SIGURÐSSON LANDSLIÐSÞJÁLFARI: GRÍÐARLEGA SÁTTUR VIÐ STRÁKANA SÍNA Getum gert frábæra hluti í framhaldinu Frændur vorir Danir þurftu að bíta í það súra epli að bíða lægri hlut gegn Króötum í hreint rosalegum leik á EM í gær. Danir höfðu átt á brattann að sækja framan af en náðu með mikilli baráttu að jafna metin þegar tæpar 10 mínútur voru eftir af leiknum. Liðin skor- uðu til skiptis allt til loka en þegar þrjár sekúndur voru eftir náði Göran Sprem að skora sigurmark Króata og sátu Danir því eftir með sárt ennið. Lokatölur urðu 31-30. Það var líf og fjör á síðasta deginum sem leikmannaglugginn var opinn í helstu deildum Evrópu í gær án þess þó að nein risakaup hefðu verið gerð. Þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöld voru helstu tíðindin þau að Florent Sinama Pongolle var lánaður til Black- burn sem einnig keypti David Bentley af Arsenal; Birmingham keypti sóknar- manninn DJ Campbell sem slegið hefur í gegn með Brentford í enska bikarnum í vetur, Tottenham keypti Egyptann Hossam Ghaly af Feyenoord, WBA seldi Robert Earnshaw til Norwich og Fulham keypti Michael Brown af Tottenham. Þá hafnaði Man. City tilboði frá Middles- brough í Joey Barton og Man.Utd. náði ekki að kaupa neinn varnarmann. Á Íslandi urðu einnig tilfæringar á leikmannamarkaðnum því Kefl- víkingurinn Hörður Sveinsson gekk frá lánssamningi við danska liðið Silkeborg út tímabilið. Ef Hörður stendur sig vel á þeim tíma er tilbúinn kaupsamningur til undirritunar sem gildir til hálfs fjórða árs. Þá gengu Keflvíkingar frá samningi við Ástralann Budy Farah, en hann hefur verið á reynslu hjá félaginu að undan- förnu og staðið sig vel. ÚR SPORTINU Vill halda landsliðssætinu Danska dagblaðið Extrabladet gerði kaup Silkeborg á Valsmanninum Bjarna Ólafi Eiríkssyni að umfjöllunarefni hjá sér í gær og birti m.a. ummæli frá leikmanninum þar sem kom fram að hann vonaðist til að félagaskipti hans til Silkeborg yrðu til þess að hann héldi sæti sínu í íslenska landsliðinu. „Ég er mjög bjartsýnn fyrir framtíðina,“ sagði Bjarni við Extrabladet. > Króatar án lykilmanna? Tvær af skærustu stjörnum Króata eru tæpir fyrir leikinn gegn Íslendingum í dag og er óvíst um þátttöku þeirra. Hornamaðurinn Mirza Dzomba hefur nánast verið hálfur maður allt mótið og gat lítið beitt sér í leiknum gegn Dönum í gær og þá varð leikstjórnandinn Ivano Balic, sem lék mjög vel gegn Dönum, fyrir hnjaski á síðustu sekúndum leiksins í gær og var hann draghaltur þegar hann gekk af velli í leikslok. Balic, sem einnig var tæpur í baki fyrir mótið, virtist sárþjáður þegar læknar króatíska liðsins hugðu að honum eftir leikinn. Ljóst er að um gríðarlega blóðtöku er að ræða fyrir lið Króata ef þessir tveir geta ekki beitt sér af fullum krafti í dag en um leið fín tíð- indi fyrir íslenska landsliðið.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.