Tíminn - 03.04.1977, Page 33

Tíminn - 03.04.1977, Page 33
Sunnudagur 3. apríl 1977 33 talað dönsku við þau hiklaust. Þau skilja hana”. Um leið hvislaði hann að Árna: „Konan min talar svo litið önnur mál”. Það var auðséð að frú Sörensen þóttu þetta góð tiðindi. Hún tók á móti þeim eins og gömlum vinum og fór strax að segja þeim frá þvi, að hún hefði fengið nokkrar nágrannakonur sinar,til að undirbúa herbergi fyrir þau i „höllinni”, þvi að þar hefði enginn dvalið siðan að viðgerð fór fram. Þetta hafði verið mikil vinna, en nú væri þarna allt hreint og fágað. ,,En unga fólkið er auðvitað þreytt og svangt” hélt frúin áfram hálf óðamála. „Viljið þið ekki gera svo vel að drekka einn bolla af súkkulaði, áður en þið farið upp i höllina?” Jú, þau systkinin vildu það gjarnan. Sörensen og kona hans féllu þeim vel i geð. Þeim virtusti þau afbragðs manneskj- ur. Berit leit i kringum sig. En hvað henni fannst ibúðin snyrtileg. Stofan var rúmgóð, gluggatjöldin ljósleit, blóm i gluggum og allt svo aðlaðandi og snot- urt. En mest var gaman að fá, nú loksins að tala móðurmál sitt norskuna. Þau mundu i fyrstu ekki, hve langt var siðan. Liklega höfðu þau ekki talað norsku við aðra siðan þau töl- uðu við sænska verk- fræðinginn á Titanic. Þeim finnst heil eilifð siðan, og allt sem siðan hafði skeð. Berit þreyttist aldrei á að athuga stofuna. Kommóðan, myndirnar af frændfólkinu, skápur- inn, gamla stundaklukk- an, motturnar á gólfinu, málverkin á veggjunum — allt var svo likt og heima. Þegar frúin tók eftir þvi hve Berit var hrifin af stofunni, þá spurði hún, hvort hún vildi ekki skoða alla ibúðina. Á meðan þau gengu um herbergin sagði frúin að þau hjónin ættu tvö börn. Þau hétu Anna og Kristinn og væru tólf og fjórtán ára gömul. Voru þau bæði i skóla i Dan- mörku. Hún sagði að þvi miður væru hér engir skólar, sem þau gætu sætt sig við. Og frúin sýndi lika barnaher-, bergin sem bæði voru auð. Berit gat ekki að þvi gert, að hún hafði nær þvi beygt af, þegar hún sá herbergi barn- vi'wulnm anna. Þótt enginn byggi i þeim minntu þau hana svo á herbergi þeirra systkina heima i Noregi. Hún saknaði mömmu og pabba og heimilisins i Noregi. En hvað henni fannst langt siðan hún hafði átt heimili. Ætli hún fengi nokkurn tima reglulegt heimili aftur? Hún efað- ist jafnvel um það. Frúna grunaði i leyni hugrenningar norsku stúlkunnar og allt i einu spurði hún: „Systkinin vildu ef til vill vera svo litillát að búa hér hjá okkur. Ef þið viljið þiggja það, þá er ykkur það velkomið. En þar sem ungi furst- inn er nú ekki með ykkur, þá finnst ykkur máske einmanalegt i höllinni. Við eigum nóg- an mat og herbergin eru hér. Aðfá að tala dönsku við ykkur i nokkra daga er mér mikil gleði”, bætti hún við. Frúin var með tár i augunum. Hún minntist barna sinna sem voru svo langt i burtu. „Þakka yður kærlega ” svaraði Berit glað- lega. „Okkur væri það mikil ánægja að fá að dvelja hjá ykkur. Ég held að okkur myndi leiðast uppi i höllinni án Alexej. En má ég biðja yður um eitt. Kalhð okk- ur ekki „göfugu gesti” eða „ungfrúna og herr- ann”. Kallið okkur Árna og Berit. Það eru okkar skirnarnöfn. Það þykir okkur bezt”. ,, Já, það vil ég lika, en þá skuluð þið kalla mig Þóru og manninn minn Niels. Það eru okkar skirnarnöfn”, sagði frú- in glettnislega. En fyrir- gefðu. Það kom sim- skeyti til bróður þins i dag. Það liggur inni á kommóðunni i stof- unni”. Simskeytið var frá frú Alexej, sent frá borginni Baku á vesturströnd Kaspiahafsins hinn 3. júli. Það var stilað á frönsku svohljóðandi: „Árni Stuart. — Wjatha Samarkand. Kominn hér. Sakna ykk- ar ákaflega. Fer til Moskvu i dag. Geri allt sem ég get til að komast til ykkar aftur. Biðið min i Samarkand, ef gétið. Bréf i pósti. Hjart- ans kveðjur til ykkar beggja. — Alexej”. Árni sýndi hjónunum simskeytið. Þau urðu á- kaflega glöð að hafa von um að þau dveldu hjá þeim um nokkurn tima. í þau fimm ár, sem þau höfðu átt heima i Samarkand, höfðu þau aldrei fyrr fengið gesti frá Norðurlöndum. 5. Bréfið kom eftir viku. Þegar það loksins kom, þá var efni þess systkin- unum til litillar gleði, þrátt fyrir mörg falleg orð. Alexej skrifaði vegna þess að fara ættu fram i Moskvu miklar heræf- ingar, væri hann neydd- ur til að dvelja þar út júlimánuð og ef til vill fram i ágúst. Hann von- ^ Bókari fram- Óskum eftir að ráða mann til tiðarstarfa við bókhaldsstörf. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist starfs- mannastjóra, sem gefur nánari upplýs- ingar, fyrir 15. þ.m. ^ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA Vóis 5! csáe staður hinna vandlátu B glæsilegaveizlusali " fyrir hvers konar mannfagnaö, mánudaga, þriöjudaga, miövikudaga og fimmtudaga, svo sem: árshátíöir, fundi, ráöstefnur, skemmtaniro.fi. hvort sem er aö degi til eöa á kvöldin. Ui plýsingar f simum 2-33-33 — 2-33-35. VOLKSWAGEN og Audi bílarnir eru vestur-þýsk gœðaframleiðsla Auói 80 LS Auói ÍOO LS Audi-bílarnir eru fróbœrir að gœðum og með fullkominn tœknibúnað. — Sjón er sögu ríkari. V.W. 1200 hefir aldrei verið betri >g hagkvœmari í rekstri. Golf fallegur nútímabíll með fullkomnum búnaði. LT sendibíll hagkvœmur og fúanlegur af mörgum gerðum. - skoðið og kynnist Volkswagen og Audi Landskunn viðgerða- og varahJutaþjónusta._ Volkswagen OCDOAuöi HEKLAhf. Laugavegi 170—172 — Simi 21240 ]

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.