Fréttablaðið - 08.02.2006, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 08.02.2006, Qupperneq 10
10 8. febrúar 2006 MIÐVIKUDAGUR INDÓNESÍA, AP Yfir 20 tegundir froska, fjórar fiðrildategundir, mjónefir, paradísarfuglar, hun- angsfuglar, fimm pálmar og poka- dýr sem lifir í trjám eru meðal þeirra tegunda sem alþjóðlegt teymi vísindamanna tilkynnti í gær að fundist hefðu í frumskógi á Papúa Nýju-Gíneu, sem tilheyr- ir Indónesíu. Margar þessara líf- vera voru áður ókunnar, paradís- arfuglinn var talinn útdauður, og ekki var vitað að pokadýrið væri til í Indónesíu. „Það var ekki einn einasti göngustígur þarna, engin merki um siðmenningu, engin merki um að frumbyggjarnir hefðu nokkurn tíma komið þangað,“ sagði Bruce Beehler, einn leiðtoga leiðangurs- ins. Ellefu vísindamenn frá Ástr- alíu, Indónesíu og Bandaríkjun- um lögðu upp í leiðangurinn með aðstoð þyrlu í desember síðast- liðnum, eftir tímafrekar leyfis- umsóknir fyrir ferðinni í gamlan, illfæran frumskóg sem nær yfir meira en milljón hektara í Foja- fjöllum Papúa Nýju-Gíneu. Skóg- urinn er friðland sem tilheyrir tveimur ættbálkum frumbyggja. Tveir heimamenn komu með vísindamönnunum í leiðangurinn, og að sögn Beehlers vissu þeir ekki til þess að neinir ættmanna þeirra hefðu komið svona langt inn í skóginn, enda er næg veiði- bráð nær þorpunum. Voru þeir jafn hissa á einangruðu lífríki skógarins og vísindamennirnir, að sögn Beehlers. Mörg dýranna voru óvenju gæf, sem vísindamennirnir töldu bera vitni um að menn hafa ekki komið á þennan stað svo árhund- ruðum skiptir, ef þá nokkurn tíma. Til dæmis leyfðu tveir mjónef- ir mönnunum að taka sig upp og skoða. Mjónefir eru spendýr sem verpa eggjum. Vísindamennirnir sögðust ekki hafa haft nærri nógan tíma til að rannsaka svæðið, og vonast Bee- hler til þess að geta snúið aftur þangað með fleiri vísindamönn- um á næstu mánuðum. Einangr- un þess og friðlandsstaða tryggir framtíð þess um stund, að sögn Beehlers. smk@frettabladid.is Fundu týnda dýraveröld Vísindamenn hafa fundið „týnda veröld“ í indón- esískum frumskógi, þar sem tugir áður óþekktra tegunda og annarra í útrýmingarhættu þrífast. NÝR FROSKUR Einn froskanna sem vísindamenn fundu í Papúa Nýju-Gíneu. Hann er talinn vera af áður óþekktri tegund. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MJÓNEFUR Einn mjónefjanna sem leyfði vísindamönnum að taka sig upp og skoða. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HUNANGSFUGL Vísindamenn telja að þessi hunangsfugl sé af áður óþekktri tegund. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÓÐAÚTHLUTUN Fáir hafa skilað inn kauptilboðum í þær 120 lóðir sem Reykjavíkurborg ætlar að selja í Úlfarsfelli. Útboðið var opnað á mánudag og þurfa kauptilboðin að berast Skipulags- og bygginga- sviði fyrir klukkan fjögur þann 16. febrúar. Hver bjóðandi greið- ir 250 þúsund í tilboðstryggingu. Ágúst Jónsson, skrifstofustjóri framkvæmdasviðs borgarinnar, segir venju að svona útboð fari rólega af stað en herðist á síðustu dögum þess. Lágmarkstilboð fyrir einbýl- ishúsalóðir eru 10,5 milljónir, ellefu milljónir fyrir parhús en misjafnt verð eftir stærð fjölbýl- ishúsa. - gag Útboð vegna lóða í Úlfarsárdal: Fáir skila inn tilboðum ÚLFARSÁRDALUR Byggð verður þéttari í Úlfarsfelli en fólk á að venjast í úthverfum á Íslandi. Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9.00-18.00 og laugardaga kl. 12.00-16.00 SKIPT_um væntingarPATROL NISSAN ENDIST ENDALAUST Veiðikortið 2006 fylgir öllum 4x4 Nissan bílum Patrol Luxury Beinskiptur 3.990.000 kr. Patrol Luxury Sjálfskiptur 4.090.000 kr. Patrol Elegance Beinskiptur 4.390.000 kr. Patrol Elegance Sjálfskiptur 4.490.000 kr. Tegund Verð Rúmgó›ur og árei›anlegur vinnufljarkur sem hefur s‡nt og sanna› a› hann á heima á Íslandi. Nissan Patrol er einfaldlega alvöru jeppi fyrir alvöru fólk! 33" dekk, toppbogar og dráttarbeisli 250.000 kr. kaupauki Bíll á mynd er 35" breyttur NFS ER Á VISIR.IS Bein útsending á VefTV og upptökur þegar þér hentar Visir.is er stærsta fréttalind landsins. Þar miðla Fréttablaðið og Nýja fréttastofan fréttum allan sólarhringinn og nú er NFS í beinni á VefTV frá morgni til kvölds. Þú færð fréttirnar beint í æð í vinnunni eða heima og upptökur af fréttum dagsins tryggja að þú missir ekki af neinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.