Fréttablaðið - 08.02.2006, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 08.02.2006, Qupperneq 18
 8. febrúar 2006 MIÐVIKUDAGUR18 og fólk pörupiltar á Kringlukránni miðvikudagkvöld kl. 22:00 Uppistand, dans, söngur, glens og mikið grín! Leikkonur: Alexía, Arnbjörg Hlíf, Halldóra Geirharðs, Ólafía Hrönn, Halla Margrét, Hildigunnur, Ingrid, Sólveig og María. Aðgangseyrir 1200 kr. „Það er hugur í okkur Gustsmönnum. Menn eru léttir og kátir og byrjaðir að ríða út á fullu. Við ætlum að hafa það gott í Glaðheimum meðan við verðum þar og ef við förum eitthvað annað þá verður bara ennþá betra þar.“ segir Hulda G. Geirsdóttir. Hún og Bjarni Bragason keyptu sér nýverið stærra hesthús í því umrædda hverfi Glaðheimum. Um næstu helgi verður árshátíð hjá Gust- urum. Þá verður fyrsta mót vetrarins haldið, vetrarleikar í reiðhöllinni. „Ég ætla að vera með,“ segir Hulda. „Ég stefni að því að fara með uppá- haldshryssuna mína, hana Gullskjónu, og sjá hvað við getum gert saman, stöllurnar. Hún er undan Huga frá Hafsteinsstöðum og Sýn frá Laugar- vatni, sem ég á fjögur hross undan. Þetta er blóð sem mér líkar mjög vel.“ Þau Bjarni eru með níu hross og þrjú folöld á húsi. Tveir ungir aðstoðar- menn eru hjá þeim, sem ríða út með þeim. „Ég er voða spennt fyrir þessum vetri. Ég er með mikið af spennandi og skemmtilegum hrossum, þar á meðal ungar hryssur sem er búið að frumtemja og eru í vinnslu eins og sagt er. Einnig eldri hross sem búið er að vinna í en eru alltaf að bæta sig.“ Hulda og Bjarni hafa fengist við ræktun og nú segist hún vera í fyrsta skipti með hross á húsi úr eigin ræktun, sem verið er að ríða á. „Þetta er voða gaman og viss tímamót hjá manni,“ segir hún. „Það er ofsalega spennandi að rækta, sjá hvað maður fær og hvernig það þróast. Fátt er skemmtilegra heldur en að fylgjast með folöldunum. Þess vegna erum við nú einmitt með folöldin inni, til að kynnast þeim betur fyrsta vetur- inn, sjá hvernig skapgerðin er og „týpurnar.“ Maður lærir mikið á því. Við fortemjum þau aðeins, kennum þeim að teymast, taka upp á þeim fót, kemba þau og venja við snert- inguna. Það er ekki spurning að það er mjög gott að undirbúa ungu hrossin með þessari meðhöndlun, án þess þó að dekra þau.“ Hulda með Felix frá Stóra-Sand- felli, hálfbróður Gullskjónu. HESTAMAÐURINN: HULDA G. GEIRSDÓTTIR Ætlar að keppa á Gullskjónu Tvær hestasundlaugar eru í byggingu á Íslandi. Áhuginn á sundi sem þjálfunaraðferð íslenskra hesta vaknaði fyrir alvöru eftir frábæran árangur Jóhanns Skúlason- ar sem varð heimsmeistari í tölti á síðasta ári á stóðhest- inum Hvin frá Holtsmúla sem Jóhann þjálfaði meðal annars í sundi. „Það sést stór munur á hestum sem hafa verið í þessu lengi,“ segir Jóhann Skúlason heimsmeistari í tölti sem búsettur er í Danmörku og fer vikulega með fimm hesta á kerru, 25 kílómetra leið, til að láta þá synda í innisundlaug. „Sundið styrkir marga vöðva og eykur þol. Hins vegar er ekkert álag á sinar því hestarnir berja ekki löppun- um í grjótharðar götur,“ útskýrir Jóhann sem byrjaði á sundþjálfun hesta sinna fyrir rúmu ári síðan. Hann segir hestana ánægða með þjálfunina og lygni þeir beinlínis aftur augunum þegar þeir standi í hitaljósum eftir góðan sundsprett, en það þarf að gera til að þurrka þá. Jóhann segir sundþjálfunina, líkt og aðra þjálfun, fara stig- vaxandi. Til að byrja með syndi hestarnir ekki langt, tvær ferðir fram og til baka í 35 metra laug. Þá bætist við ferð í hvert skipti og einnig farið að synda á hring. Þegar hestur er kominn í topp- þjálfun segir Jóhann sundið vara í um 25 mínútur. Sú gagnrýni hefur komið fram að sundið henti ekki öllum hest- um þar sem sumir kunni ekki að synda og beiti vöðvum vitlaust. Jóhann gefur ekki mikið fyrir þær gagnrýnisraddir. „Hestar byrja stundum að synda fattir þannig að rétt sér í nefið á þeim og maður hefur á tilfinningunni að þeir séu að drukkna, en það breytist eftir því sem þeir styrkj- ast og lendin kemur upp úr vatn- inu,“ útskýrir Jóhann og bætir við að hann myndi ekki vera að þessu ef hann sæi ekki árangur erfiðis- ins enda kostar þetta bæði tíma og peninga. Tvær hestasundlaugar eru í byggingu á Íslandi, ein í Víði- dal, sem ef að líkum lætur verð- ur opnuð fyrir vorið, og önnur í Áskoti í Rangárvallasýslu en von- ast er til að hún verði tekin í notk- un mánaðarmótin mars, apríl. Jóhann tekur undir nauðsyn þess að koma upp góðri sundað- stöðu á Íslandi. Hann óttast þó að þetta geti orðið nokkurs konar loftbóla sem springi. „Við erum þannig Íslendingar flestir hverjir að við viljum sjá árangur strax á fyrstu viku sem þú gerir auðvitað ekki. Þetta er ekki lausn á einu eða neinu eitt og sér og það verður að ríða hrossum eins og alltaf hefur verið,“ segir heimsmeistarinn ákveðinn. solveig@frettabladid.is Á SUNDI Jóhann keyrir hesta sína 25 kílómetra leið að Hammerthor Pool Center í Dan- mörku þar sem þeir eyða deginum í sundi og slökun undir hitaljósum. HAMMERTHOR POOL CENTER HEIMSMEISTARAR Jóhann Skúlason varð heimsmeistari í tölti árið 2005 á stóðhestinum Hvin frá Holtsmúla. Jóhann stefnir á að verja titilinn á Hvin á HM 2007. FRÉTTABLAÐIÐ/EIÐFAXI Sundið styrkir og stælir SÉRFRÆÐINGURINN SIGURÐUR TORFI SIGURÐSSON JÁRNINGAMEISTARI Einungis á að nota botna þegar hestur er sárfættur, notaður undir álagi á hörðum keppnisvöllum eða á ferða- lögum, segir Sigurður Torfi Sigurðsson járningameistari. Lausnarorðin „bara að skella honum á botna“ hefur oft heyrst í gegnum tíðina ef vandamál gera vart við sig hjá reiðhestinum. En þetta er ekki svona einfalt, að sögn járninga- meistarans. „Botna á að nota ef hesturinn er með eymsli í hóf. Þá eru þeir nauðsyn- legir. Maður setur ekkert á botna bara til að setja á botna. Það er betra fyrir hestinn að vera án þeirra,“ segir hann. „Sumir hestar þurfa alltaf að vera á botnum, til að mynda hafi hesturinn fengið hófsperru og hófbotninn orðinn siginn.“ Sigurður Torfi segir ekki rétt að hófbotn sigi á hestum sem járnaðir eru á botna. Hins vegar eyðist hann ekki, þannig að tálga þurfi hann upp, fjarlægja dautt horn og hreinsa hann vandlega við járningu. Sé rétt frá botn- unum gengið örvi þeir frekar blóðflæði í hóftungu heldur en hitt. Sé pakkað með hófbotninum liggi massi í hóf- tungunni og hófbotninum. Því sé frekar um örvun að ræða einkum sé hófurinn vaxinn. Sjálfur kveðst Sigurður Torfi nota sérstakt silikonefni sem loki algjörlega þannig að skítur og möl komist ekki undir botninn. Þá standi tjöruhampur- inn alltaf fyrir sínu með mjúkum botn- um. „Þegar stefnt er með hross í keppni er gott að hafa einhverja kransa eða botna til að hlífa þeim. Oft er verið að keppa eða sýna hross á hörðum velli þannig að slíkur búnaður hlífir sinum og liðum mjög mikið. En í reiðtúrum í hesthúsahverfunum eru mjúkar götur, þannig að þar er ekki þörf fyrir botna á heilbrigðan hóf.“ Best að nota ekki botna undir heilbrigða fætur Félagsfundur veður haldinn í veislusal hesta- mannafélagsins Gusts í Kópavogi á morgun, 9. febrúar klukkan 20.15. Á fundinum mun Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri og viðræðunefnd félagsins kynna hugmyndir um nýtt félagssvæði á Kjóavöllum og nágrenni. ■ Félagsfundur Gusts í Kópavogi: Rætt um ný félagssvæði „Þetta á að vera virkur fréttamiðill frá degi til dags,“ segir Júlíus Brjánsson um hestavefinn www.847.is sem hann hefur nýverið fest kaup á. Það er Pókus ehf. sem stendur á bak við kaupin, en það eiga Júlíus og fjölskylda hans ásamt fleirum. Júlíus verður umsjónarmaður, en fleiri munu koma að fréttaöflun og skrifum. „Við munum leggja áherslu á kyn- bótaþáttinn og ræktunina og kapp- kosta að sinna þeim lesendahóp vel,“ segir hann. „En við munum að sjálfsögðu gera eins vel við alla þætti hestamennskunnar og kostur er.“ JÚLÍUS BRJÁNSSON Gefur á stallinn. ■ Júlíus Brjánsson: Keypti hestavefinn 847.is Guðrún H. Valdimarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmda- stjóri Landssambands hestamannafélaga og Landsmóts hestamanna ehf. Þetta er nýtt starf en hingað til hafa framkvæmdastjórar landsmóta verið ráðnir tímabundið og ekki hefur verið starfandi framkvæmdastjóri hjá LH um nokkurra ára skeið. Guðrún hefur starfað sem hagfræðingur hjá Orku- veitu Reykjavíkur og sem fjármála- og starfsmannastjóri hjá Fortis, auk þess að hafa áralanga reynslu af störfum í blaða- mennsku. Hún hefur verið í hestamennsku frá barnsaldri og var um árabil farastjóri hjá Íshestum. Guðrún hefur störf mánudaginn 13. febrúar. ■ Landssamband hestamannafélaga og Landsmót ehf: Nýr framkvæmdastjóri Vissir þú að: Á árinu 2005 var 1.501 hestur fluttur úr landi. Þar af flestir til Svíþjóðar, alls 335. Heimild: www.worldfengur.com ? SIGURÐUR TORFI Járningameistarinn að störfum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.