Fréttablaðið - 08.02.2006, Síða 24

Fréttablaðið - 08.02.2006, Síða 24
[ ] I n n r i t u n f e r f r a m á G r e n s á s v e g i 1 6 a, í s í m a 5 8 0 1 8 0 0 e › a á h e i m a s í › u n n i w w w . m i m i r . i s S Í M E N N T U N E in n t v e ir o g þ r ír 4 .1 4 6 Ný námskeið að hefjast á næstunni Háborgin Spánar...- Madrid í máli og myndum 5 st. Umsjón hefur Kristinn R. Ólafsson firi. 28. feb. og fi. 2. mars kl. 20-22. Leiklistarnámskei› 24 st. Námskei› haldi› í samvinnu vi› Borgarleikhúsi› Umsjón hefur Pétur Einarsson firi. kl. 20-22:15 og lau. kl. 13-15:15. Frá 11. feb. til 6. mars. “Ekki eingöngu les ég hraðar. Ég les með ...margfalt meiri skilning.“ Inger, 24 ára Sjúkraliði og nemi. Hvað segja nemendur okkar um námskeiðið: Frábært, markvisst, hnitmiðað, æviábyrgð, nytsamlegt, áhugavert, krefjandi, skemmtilegt, mjög gott, þægilegt, lipurt, skipulagning, einbeiting, jákvæðni, mikil aðstoð, góður kennari, spennandi, árangursríkt, hvetjandi, góð þjónusta. ...næsta námskeið 28. febrúar Námsflokkar Hafnafjarðar - hraðlestrarnámskeið - 16. febrúar –––––––––––––––––––––––––––––––––––––––––––- “...á námskeiðinu fékk ég svörin og ábendingarnar sem mig vantaði.“ Fylkir Sævarsson, 39 ára Iðnfræðingur ... næsta námstækninámskeið hefst 18. febrúar Skráning hafin á www.h.is og í síma 586-9400 Valentínusar dagurinn nálgast! Komdu elskunni þinni á óvart og málaðu flotta gjöf. Skráning í Keramik fyrir alla, sími 552 2882, Laugavegi 48b. Sjá lýsingu: www.keramik.is Keramik fyrir alla • 5 vikna talnámskeið hefjast 22. febrúar • 5 vikna ævintýranámskeið fyrir börn hefjast 25. febrúar. • 5 vikna námskeið fyrir 10. bekk • Málaskólar erlendis Eyrnatappar geta komið sér vel þegar lært er fyrir próf. Margir láta öll hljóð trufla sig og eiga auðveldara með að einbeita sér með eyrnatappa. Baldur Bjarnason er nemandi á öðru ári í rafmagnsverk- fræði. Hann vann Hönnunar- keppni véla- og iðnaðarverk- fræðinema sem haldin var 3. febrúar síðastliðinn með bíl sem getur keyrt í vatni. Baldur hóf nám í rafvirkjun en áður en hann lauk því námi ákvað hann að skipta og fara í rafmagnsverkfræði. „Ég ákvað bara að skipta um gír og fara í háskóla,“ segir hann. Baldur er mjög ánægður í rafmagnsverkfræðinni. „Þetta er náttúrlega erfitt nám en það hjálpar hvað félagslífið er öfl- ugt. Það er gríðarlega gott og það dregur mann einhvern veg- inn áfram.“ Rafmagnsverkfræði er þriggja ára nám í Háskóla Íslands. „Þetta eru þrjú ár í B.S. en til þess að geta kallast verkfræðingar fara flestir út og klára meistaranám sem tekur tvö ár.“ segir Baldur sem stefnir sjálfur á nám erlendis eftir BS- gráðuna. Baldur keppti í hönnunarkeppni véla- og iðnaðarverkfræðinema sem haldin var síðasta föstudag. Keppnin er árviss viðburður og fylgir henni ávallt mikil stemn- ing. Fyrir hana hafði Baldur búið til bíl sem gat keyrt í vatni og það nægði honum til sigurs. „Keppnisbrautin var í fimm- tíu sentimetra djúpu vatni alla leið og það átti að skila kúlum í ákveðið hólf en það tókst engum að klára þetta nema mér,“ segir hann og er að vonum ánægður með sigurinn. „Keppnin er hald- in af véla- og iðnaðarverkfræði- nemum en allir fá að taka þátt og það er áskorun að reyna að hirða verðlaunin yfir í aðra deild.“ Baldur eyddi tölverðum tíma í hönnun bílsins. „Þetta hefur tekið flestar nætur síðan ég byrjaði eftir jólin,“ segir hann. Þó er hann nokkuð viss um að taka þátt í keppninni að ári liðnu. „Mér finnst líklegt að ég reyni að halda titlinum.“ emilia@frettabladid.is Hannaði bíl sem ekur í vatni Baldur Bjarnason með verðlaunatæki sitt úr Hönnunarkeppni véla- og verkfræðinema. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Í KVÖLD VERÐUR HELGA BRAGA JÓNSDÓTTIR MEÐ NÁMSKEIÐIÐ DAÐUR OG DEIT Í MÍMI-SÍMENNTUN Námskeiðið Daður og deit verður haldið í kvöld frá klukkan 20.00 til 22.15 í Mími-símenntun. Helga Braga Jónsdóttir verður með námskeiðið sem er fyrir bæði kynin. Hún fjallar á gamansaman hátt um samskipti kynjanna og ætti enginn sem hefur áhuga á slíku að láta námskeiðið fram hjá sér fara. Námskeiðsgjald er 3.200 krónur og skráning fer fram í Mími-símenntun. Námskeið í daðri Helga Braga Jónsdóttir verður með nám- skeiðið Daður og deit í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN TUNGUMÁLAFRÆÐSLA BSRB Á HÖF- UÐBORGARSVÆÐINU HEFST BRÁTT AFTUR OG VERÐUR MEÐ SVIPUÐU SNIÐI OG UNDANFARIÐ. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, BSRB, hefur um nokkurt skeið boðið upp á tungumálanámskeið. Símenntunarstöðin Framvegis sér um kennsluna og meðal annars er boðið upp á nám í dönsku, ensku og spænsku. Um er að ræða nokkur mismunandi námskeið, eftir getu nemenda. Hægt er að fá námskeiðin metin til eininga á framhaldsskóla- stigi. Hvert námsskeið er 30 kennslu- stundir. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar í síma 5814914 og á heimasíðu Framvegis, framvegis.is. Tungumálafræðsla á vegum BSRB Tungumálafræðsla BSRB fer fram hjá Framvegis, símenntunarstöð. námskeið } Bandalag háskólamanna mun ásamt öðrum heildarsamtökum aðila vinnumarkaðarins, Landssambandi eldri borgara, sveitarfélögum og Öldrunarráði Íslands standa að ráð- stefnu um sveigjanleg starfslok þann 9. febrúar næstkomandi. Ráðstefnan verður haldin í Salnum í Kópavogi og hefst klukkan 13.15. Að ráðstefnunni standa Öldrun- arráð Íslands, Landssamband eldri borgara, BHM, BSRB, ASí, Samtök atvinnulífsins og Samband íslenskra sveitarfélaga. Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni verða Örn Clausen lögfræðingur, Berglind Magnúsdóttir öldrunar- sálfræðingur og Gylfi Ingvarsson, aðaltrúnaðarmaður Alcan. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Eru sveigjanleg starfslok valkostur?“ Fjölbreytt erindi verða flutt á ráðstefnunni. Hún er öllum opin og aðgangur er ókeypis. (Af vefjum BHM og SA) Eru sveigjanleg starfslok valkostur? RÁÐSTEFNA Í KÓPAVOGI 9. FEBRÚAR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.