Fréttablaðið - 08.02.2006, Page 29

Fréttablaðið - 08.02.2006, Page 29
Kína og Indland Risarnir í austri rísa 12-13 Enski boltinn Meteyðsla í janúar 6 Styrk starfsemi | Tekjur Dagsbrúnar í fyrra námu rúmlega 15 milljörðum en það er aukn- ing upp á 119 prósent milli ára. Hagnaður eftir tekjuskatt nam 718 milljónum. Gagnrýna bankana | Tvö erlend greiningarfyrirtæki gagnrýna láns- hæfismat íslensku bankanna og segja gengishagnað gera það að verkum að staðan sé veikari en uppgjör benda til. Sömu kjör | Íslandsbanki fékk sambærileg kjör og hann hefur notið áður í útboði verðbréfa í Sviss í vikunni. Skrif greiningarfyrir- tækjanna virðast því ekki hafa haft áhrif á fjárfesta. Allir reknir | Öllu starfsfólki Icelandic Germany, sem var hluti af Icelandic Group, hefur verið sagt upp störfum og skrifstofu félagsins í Hamborg lokað. Actavis best | Actavis hlaut þekk- ingarverðlaun Félags viðskipta- og hagfræðinga og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, var valinn viðskiptafræðingur ársins. Carnegie stærstur | Carnegie, stærsti banki Svíþjóðar sem er að fimmtungshluta í eigu Landsbankans, var umsvifamesti viðskiptaaðilinn í norsku kauphöll- inni í janúar. Tíu milljarðar | Samkvæmt bráða- birgðatölum frá Hagstofu Íslands var vöruskiptahallinn í janúar um 10 milljarðar miðað við 5 milljarða á sama tíma í fyrra. Kaup minnka | Mjög dró úr kaup- um erlendra aðila á íslenskum verð- bréfum á fjórða ársfjórðungi. Námu þau 7,3 milljörðum króna miðað við 43 milljarða árið á undan. Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 8. febrúar 2006 – 5. tölublað – 2. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 F R É T T I R V I K U N N A R Óli Kristján Ármannsson skrifar Hluthafar og stjórnendur Bílanausts, ásamt nokkrum öðrum fjárfestum, hafa keypt allt hlutafé í Olíufélaginu ehf. sem rekur bensínstöðvar Esso. Samkvæmt heimildum Markaðarins hleypur kaup- verðið á bilinu 17 til 18 milljarðar króna, en með í kaupunum er einnig eignarhluti Olíufélagsins í Olíudreifingu. Olíufélagið og Bílanaust verða í eigu nýs eignarhaldsfélags sem ætlað er að velti um 26 milljörðum króna í ár. Kaupverðið hefur hvorki fengist staðfest hjá kaupendum né seljend- um, en báðir segja nokkuð flókið að reikna út endanlegt verð og vísa til fyrri áætlana um verð á bilinu 15 til 20 milljarðar. „Stærsta málið sem við stöndum frammi fyrir núna er að finna nafn á eignarhaldsfélagið,“ gantast Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri Bílanausts, en hann verður einn- ig framkvæmdastjóri eignarhaldsfélagsins. Hann segir ekki gert ráð fyrir miklum áherslubreytingum í rekstrinum. „Enda teljum við að Olíufélagið sé vel rekið og hlökkum til að vinna með starfsmönnum og viðskiptavinum félagsins.“ Þá segir hann töluverða möguleika í samstarfi Bílanausts og Olíufélagsins. „Einkum í þróun á þjónustu við bifreiðaeigendur og stórnotendur. Olíufélagið hefur sterkt dreifikerfi um allt land og Bílanaust hefur mesta bílavöruúrval landsins þannig að við væntum að þess verði ekki langt að bíða að bifreiðaeigendur muni njóta aukinn- ar þjónustu félaganna.“ Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Olíufélagsins, er ánægður með söluna og hversu hratt hún hafi gengið fyrir sig, en söluferlið hófst í janúarbyrjun. „Okkur líst vel á kaupendurna og teljum að félagið sé í góðum höndum.“ Hann segir nú verða fylgt eftir ákveðnum breytingum á fjárfestingarstefnu Kers hf. sem var eignarhaldsfélag Olíufélagsins, með auknu vægi fjárfestinga í útlöndum, en sú stefna hafi verið mörkuð fyrir nokkru. Örn Gunnarsson, forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka, sem umsjón hafði með söluferlinu segir það hafa gengið vel og áhugi á félaginu hafi verið mikill eins og búast hefði mátt við. „Félagið er fjárhagslega sterkt og með góða markaðshlutdeild og áhuginn endurspeglaði það,“ segir hann. Olíufélagið ehf. var stofnað í desember 2001 og tók 1. janúar 2002 yfir kjarnastarfsemi Olíufélagsins hf., sem nú heitir Ker hf., innflutning og sölu á eldsneyti og tengdan verslunarrekstur. Bílanaust var stofnað 21. apríl 1962 og hefur frá stofnun sinnt innflutningi og sölu bílavarahluta. Fyrirtækið rekur nú átta versl- anir og fjögur þjónustuverkstæði auk þess að reka og eiga hjólbarðainnflutningsfyrirtækið Ísdekk. Bílanaust kaupir Esso Olíufélagið Esso hefur verið selt á 17 til 18 millj- arða króna. Ker, áður eignarhaldsfélag Esso, hyggur á auknar fjárfestingar í útlöndum. Von er á nýrri löggjöf og breytt- um vinnureglum fjármálastofn- ana til að hamla gegn peninga- þvætti. Að sögn Kristins Arnars Stefánssonar, lögfræðings hjá Fjármálaeftirlitinu, er endur- skoðun á lagaumhverfi og við- búnaði hér ekki síst í tilefni af úttekt FATF, alþjóðlegs starfs- hóps um aðgerðir gegn pen- ingaþvætti. FATF er samstarfs- vettvangur ríkja innan OECD og von er á sendinefnd frá honum hingað í vor. Komist hópurinn að þeirri niðurstöðu að hér sé ekki nógu vel að málum staðið, getur sú einkunn meðal annars haft áhrif á lánshæfismat fjármálafyrir- tækja. Sjá síðu 22 / - óká Peningaþvættis- lög í smíðum Gott til síðasta dropa Gagnrýni á bankana Byggð á mis- skilningi 10 Hlutabréf í KB banka hækkuðu um tæp fjögur prósent í gær- morgun og fóru í rúmar 970 krónur á hlut. Hækkunin varð í kjölfar verðmats sem greining- ardeild Íslandsbanka gaf út á KB banka og sendi til viðskiptavina sinna. Samkvæmt verðmatinu er meðalgildi bréfa í KB banka 1.014 krónur á hlut og mark- aðsvirði bankans því tæpir 674 milljarðar króna. KB banki er langstærsta félag Kauphallarinnar sé miðað við markaðsvirði. Rúmlega helm- ingi stærri en Landsbankinn sem metinn er á 308 milljarða króna. - jsk KB hækkaði snarlega KB BANKI Hlutabréf í KB banka hækkuðu snarlega í morgun í kjölfar frétta af nýju verðmati greiningardeildar Íslandsbanka á KB. Lánshæfiseinkunn bréfa Kaupþingsbanka hjá Moody’s er Aaa sem er sama einkunn og íslenska ríkið fær. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt fyrir- tæki án ríkisábyrgðar fær slíka einkunn. Sú tegund skuldabréfa sem sem Kaupþing banki mun gefa út kallast á ensku „Structured Covered Bonds“, eða „sérvar- in skuldabréf“. Auk ábyrgðar Kaupþings banka á greiðslu skuldabréfanna eru þau tryggð með ábyrgð sem er sérstak- lega afmörkuð við íbúðalán sem bankinn hefur veitt. Beitt er nýjustu aðferðum fjármálaverk- fræði til þess að tengja saman greiðsluflæði eigna og skulda og lágmarka um leið áhættu fjár- festa. Stefnt er að skráningu hins nýja skuldabréfaflokks í Kauphöll Íslands. Hreiðar Már Sigurðsson, for- stjóri Kaupþings banka, segir það tímamót að einkafyrirtæki fái slíka einkunn. „Þetta er ánægju- legur afrakstur frumkvæðis og hugmyndaauðgi starfsmanna bankans. KB íbúðalán bera um þessar mundir lægstu vexti sem völ er á hérlendis og lánshæfis- einkunnin mun auðvelda okkur að halda leiðandi stöðu bankans á íbúðalánamarkaðnum.“ Kaupþing fær sömu einkunn á skuldabréf og ríkið Kaupþing banki gefur út bréf til að fjármagna húsnæðislán sín. Bréfin hafa fengið sömu lánshæfiseinkunn og íslenska ríkið.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.