Fréttablaðið - 08.02.2006, Qupperneq 45

Fréttablaðið - 08.02.2006, Qupperneq 45
MARKAÐURINN S P Á K A U P M A Ð U R I N N 17MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2006 S K O Ð U N Um 160 brúttólesta skip var nán- ast sokkið við bryggju síðastliðið haust. Ástæðan var sú að sjó- lögn fór í sundur frá dælu sem var fyrir lestarkælingu skipsins. Sjór streymdi inn í framskipið þar sem mjög dýr búnaður er til staðar svo sem ljósavél, vara- hlutalager ofl. Óhappið átti sér stað að næturlagi og var skipið því mannlaust. Nokkrum árum áður hafði eigandinn ákveðið að festa kaup á öryggiskerfi frá öryggisfyrir- tæki sem er með hringibúnaði. Kerfið virkaði sem skyldi og til- kynnti það þegar í stað til örygg- isfyrirtækisins að sjór væri kom- inn í framskipið. Starfsmenn öryggisfyrirtækisins hringdu strax í eiganda bátsins sem fór með vélstjóra skipsins um borð og hófust þeir handa við að dæla úr skipinu og stöðva lekann. Rýmið fylltist þó nánast af sjó og var skipið farið að síga veru- lega niður að framan. Talsvert tjón varð en ljóst er að tjónið hefði orðið mörgum tugum milljónum meira ef skipið hefði sokkið við bryggjuna. Og það sem skiptir oft á tíðum mestu máli er að viðgerðartíminn var aðeins um tvær vikur í stað jafn- vel margra mánaða sem leiddi til þess að tjón eigandans vegna veiðitaps varð minna en ella. Góð viðvörunarkerfi í skipum og bátum eru nauðsynlegur bún- aður til verndar bæði mönnum og verðmætum. Slíkt kerfi getur skipt sköpum þegar hætta steðj- ar að s.s. ef eldur kviknar eða skyndilegur leki kemur að skip- um. Því miður er mikil brotalöm á því að menn geri sér grein fyrir þessu mikilvægi og séð sé til þess að þau starfi sem eðlilega. Margar gerðir eru til af þess- um kerfum en ekki skal lagt mat á kosti né galla þeirra en þau kerfi sem hafa innbyggðan hringibún- að eru mjög fýsilegur kostur þar sem þau hringja í uppgefin síma- númer um leið og hætta steðjar að sem eykur öryggið til muna þegar skip liggja við bryggju og eru mannlaus. Hlynur Jónsson Tjónamatsmaður í Sjódeild Sjóvá Skipið sem nánast sökk! Átak Marka›arins og Sjóvá ÖRUGG FYRIRTÆKI Nokkrum árum áður hafði eigandinn ákveðið að festa kaup á öryggiskerfi frá öryggisfyrirtæki sem er með hringibúnaði. Kerfið virkaði sem skyldi og tilkynnti það þegar í stað til öryggisfyrirtækisins að sjór væri kominn í framskipið. Ég er einn þeirra sem hef allt- af tekið upp hanskann fyrir Ólaf Ólafsson þegar menn eru að öfundast út í hann. Ég hef líka sagt vinum mínum að það hafi aldrei neinn grætt neitt á því að vanmeta hann. Sannleikurinn er sá að Ólafur hefur reynst gríðarlega framsýnn í fjárfestingum og leikurinn þegar hann afhenti Kaupþingsstrákunum Búnaðarbankann er sennilega við- skipti aldarinnar. Þvílíkt sem kall- inn er búinn að græða á því. Nú er hann búinn að selja Essó og laus úr öllu olíubullinu. Það þýðir ekki fyrir neinn nema lög- fræðinga að eiga þessi olíufélög. Endalaus dvöl í réttarsölum út af eldgömlu svindli. Ég myndi allavega ekki nenna að standa í þessu. Stóra spurningin er, hvað gerir Óli næst? Samskip eru í rekstri sem ekki gefur mikið af sér og þótt ég hafi fulla trú á að menn nái einhverju út úr SÍF á endan- um, þá er það ekki alveg í sjón- máli á næstu vikum. Ég held að FL Group og Ólafur Ólafsson eigi eftir að rugla saman reitunum enn frekar. Það gæti verið fólgið í því að leggja Samskip inn í Icelandair og fara svo með allt saman á markað. Þanngi gæti FL Group losað pen- ing og Ólafur líka. Þá peninga myndu þeir svo nýta til erlendra fjárfestinga. Ég spái því að Icelandair verði komið á markað áður en árið er liðið. Hugsanlega verður búið að selja eitthvað meira af eignum áður. Björgólfsfeðgar náðu góðum árangri með því að fara með félög Eimskipafélagsins í smá útsýn- istúr. Ég held að Hannes og co. kunni sömu trix og muni ná að gera sér góðan mat úr eignunum. Bankaflugið heldur svo áfram og ég er orðinn svo ríkur af því að hafa alltaf rétt fyrir mér, að ég er farinn að huga að því að hætta öllu og setja sjálfan mig á góð eftirlaun. Það er samt freistandi að halda áfram næstu mánuðina. Það er ekkert lát á þessari veislu í bráð og maður eins og ég getur alltaf á sig blómum bætt, sérstaklega þegar þau spretta svona víða. Spákaupmaðurinn á horninu Hvað gerir Óli næst? NFS ER Á VISIR.IS Bein útsending á VefTV og upptökur þegar þér hentar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.