Fréttablaðið - 08.02.2006, Side 71

Fréttablaðið - 08.02.2006, Side 71
MIÐVIKUDAGUR 8. febrúar 2006 31 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 3 11 21 0 2/ 20 06 Fegurðarauki: Afsláttur af snyrtivörum % Í dag og á morgun, 8. og 9. feb., fögnum við hækkandi sól og bjóðum 15% afslátt af öllum snyrtivörum í Debenhams. Komdu og nýttu þér fegurðaraukann okkar og nældu þér í ein flottustu snyrtivörumerkin á markaðnum, - á mun betra verði. FRÉTTIR AF FÓLKI Paparazzi-ljósmyndari sem var ákærð-ur fyrir að hafa lagt börn leikkonunn- ar Reese Witherspoon í hættu fannst látinn í íbúð sinn í Kaliforníu. Whiter- spoon lagði fram ákæruna eftir að ljósmyndarinn ætlaði að taka mynd af sér og börnum sínum og nokkrum öðrum börnum í Disney- landi á síðasta ári. Þegar þau vildu ekki láta mynda sig ýtti hann einu barninu og lamdi annað með myndavél- inni til að reyna að ná myndum af Witherspoon. Kristnir bókstafstrúar-menn í Bandaríkj- unum eru ósáttir við væntanlegan Will & Grace-þátt þar sem Britney Spears fer með gestahlut- verk. Í þættinum leikur Spears sjónvarpskonu sem starfar við þátt sem kallast „cruci- fixin´s“. Telur bókstafstrú- arfólkið að í þættinum sé gert grín að krossfestingu Krists auk þess sem þátturinn sé sýndur á afar óheppilegum tíma – föstudeg- inum langa. Talið er að leikarinn Jake Gyllenhaal, sem síðast sást í Brokeback Mountain, muni fara með hlutverk lögfræðingsins Harvey Dent og um leið Two-Face í næstu Batman- mynd, rétt eins og Tommy Lee Jones gerði í þriðju myndinni í seríunni. Einnig er talað um að Paul Bettany taki við hlut- verki Jacks Nicholson sem Jókerinn. Batman sjálfur, Christian Bale, mun að öllum líkindum taka við fyrra hlutverki, ásamt Michael Caine sem leikur þjóninn Alfred. Leikkonan Eva Longoria segist ekki vera trúlofuð körfuboltakappanum Tony Parker og því sé brúðkaup ekki fyrir- hugað í bráð. Longor- ia giftist leikaranum Tyler Christopher þegar hún var 27 ára en þau skildu fyrir ári. Segist hún ekki vera tilbúin alveg strax að giftast því síðast hafi hún verið of ung. „Ef fólk vill greiða sér eins og hún er málið að túbera nógu mikið og spreyja nógu mikið. Hvað litunina varðar er að hafa það bara nógu flippað,“ segir Sigurbjörg Sandra hjá Toni & Guy um hárið á Silvíu Nótt. Hún segir að venjulega tekur það um það bil 15 mínútur upp í hálftíma að greiða sér eins og Silvía. Það fari þó allt eftir því hvort hún sé með blautt hárið þegar hún byrjar að greiða sér eða ekki. „Ef hún er að fara til dæmis á Edduna eða Eurovision þá tekur það lengri tíma. Þá þarf þetta að vera svolítið truflað og meira skraut í hárinu,“ segir Sigurbjörg og tekur fram að nauðsynlegt sé að fólk sé fallegt eins og Silvía Nótt ef það ætlar að greiða sér eins og hún. ■ HERMDU EFTIR HÁRINU SVONA VERÐUR HÁRIÐ EINS OG Á SILVÍU NÓTT Best að túbera og spreyja nógu mikið SILVÍA NÓTT Sjónvarps- og söngkonan vin- sæla er með afar óvenjulega hárgreiðslu. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA SIGURBJÖRG SANDRA Best er að túbera nógu mikið og spreyja nógu mikið ef þú vilt greiða þér eins og Silvía Nótt. LEIÐRÉTTING Í blaðinu í gær var ranglega farið með nöfn Örvars Halldórssonar og dóttur hans, Júlíu Örvarsdóttur. Eru þau beðin velvirðingar á því.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.