Fréttablaðið - 16.02.2006, Qupperneq 4
4 16. febrúar 2006 FIMMTUDAGUR
DÓMSMÁL Ragnar Halldór Hall,
hæstaréttarlögmaður, gerir alvar-
legar athugasemdir við málsmeð-
ferð heilbrigðisráðuneytisins í
tengslum við stjórnsýslukæru
Stefáns E. Matthíassonar, skurð-
læknis, gegn Landspítalanum.
Athugasemdir Ragnars varða
beiðni ráðuneytisins um persónu-
upplýsingar um Stefán en ráðu-
neytið er úrskurðaraðili um lög-
mæti uppsagnarinnar. Með þessu
telur Ragnar að annar aðili máls-
ins hafi fengið úrskurðaraðilann í
lið með sér sem hann segir að „sé
sem betur fer nær óþekkt í lönd-
um í okkar heimshluta.“
Stefán var ráðinn yfirlæknir
æðaskurðlækninga LSH árið 2002
og rak þá einnig lækningastofu
sem hann samþykkti að hætta
innan tveggja ára að uppfylltum
vissum skilyrðum. Stjórnendur
Landspítalans vildu síðan að Stef-
án hætti stofurekstrinum sem
hann taldi sér óskylt. Spítalinn
áminnti þá Stefán fyrir að óhlýðn-
ast fyrirmælum og gaf honum
stuttan frest til að loka stofunni.
Stefán höfðaði mál gegn spítal-
anum og krafðist þess að áminn-
ingin yrði felld úr gildi en var þá
rekinn.
Ragnar segir Stefán upplifa sig
í glímu við sinn fyrri vinnuveit-
anda og úrskurðaraðilann sjálfan.
„Hann hefur því dregið kæru sína
til baka og ætlar að takast á við
tvíeykið fyrir dómstólum.“
-shá
Skráning fer fram á www.landsbanki.is og í Þjónustuveri bankans í síma
410 4000. Allar nánari upplýsingar um dagskrá og fyrirlesara er að finna á
www.landsbanki.is. Í boði er kaffi og veitingar. Fundargestir verða leystir
út með lítilli gjöf.
410 4000 | www.landsbanki.is
Fimmtudagskvöld
eru fjármálakvöld
Fyrirlestur í Austurbæjarútibúi Landsbankans, Laugavegi 77
í kvöld kl. 20
- Efnahagsmál í upphafi árs
- Hvar liggja fjárfestingatækifærin?
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
L
BI
3
12
80
02
/2
00
6
GENGIÐ
GENGI GJALDMIÐLA 15.2.2006
Gengisvísitala krónunnar
Bandaríkjadalur 63,61 63,91
Sterlingspund 110,56 111,1
Evra 75,73 76,15
Dönsk króna 10,142 10,202
Norsk króna 9,321 9,375
Sænsk króna 8,114 8,162
Japanskt jen 0,5405 0,5437
SDR 91,34 91,88 91,61
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
KAUP SALA
106,3918
STÓRIÐJA Þingflokkur Vinstri-
hreyfingarinnar - græns fram-
boðs vill að borið verði undir kjós-
endur í þjóðaratkvæðagreiðslu
hvort áfram skuli haldið uppbygg-
ingu stóriðju á næstu árum. Þing-
flokkurinn lagði fram þingsálykt-
un þessa efnis sem að öðrum kosti
gerir ráð fyrir að framkvæmdir
verði settar í biðstöðu til 2012.
Gert er ráð fyrir að þjóðarat-
kvæðagreiðslan fari fram sam-
hliða sveitarstjórnarkosningun-
um í vor. Ögmundur Jónasson
þingmaður segir að efinn nái nú
inn í ríkisstjórnina og margvís-
leg rök mæli með því að þessi leið
verði farin. - jh
Vinstri grænir um álið:
Vilja þjóðarat-
kvæðagreiðslu
Skurðlæknir ætlar í mál við Landspítalann og heilbrigðisráðuneytið:
Glímir við tvíhöfða dreka
STEFÁN E.
MATTHÍASSON
Hefur dregið
stjórnsýslu-
kæru á hendur
Landspít-
alanum og
ætlar í mál
við heilbrigð-
isráðuneytið
ásamt Land-
spítalanum.
STJÓRNMÁL Stjórnarandstæðingar
telja að Björn Bjarnason dóms-
málaráðherra hafi vísvitandi tafið
breytingar á lögum um vændi með
því að leggja fram drög að frum-
varpi í vikunni um kynferðisbrot
og vændi.
Kolbrún Halldórsdóttir, þing-
maður vinstri grænna, á sæti í
starfshópi dómsmálaráðherra sem
skilar tillögum um vændisákvæði
laganna fyrir lok vikunnar. „Mér
finnst undarlegt að á sama tíma
og Ragnheiður Bragadóttir próf-
essor vinnur þessi frumvarpsdrög
er þverpólitískur starfshópur á
vegum dómsmálaráðherra að skoða
lög um vændi, meðal annars með
hliðsjón af sænsku leiðinni sem
bannar kaup á kynlífsþjónustu.
Það lítur út fyrir að hann hafi hald-
ið þingmönnum í starfshópnum í
gíslingu mánuðum saman.“ Kol-
brún segir að þótt gert sé ráð fyrir
því að unnt sé að koma á framfæri
athugasemdum við frumvarpið sé
lítil von til þess að tillit verði tekið
til þeirra. „Það er tímaeyðsla að
leggja fram athugasemdir því það
er greinilegt að dómsmálaráðherra
er ráðinn í að hundsa þær. Hann er
ekki maður samvinnunnar. Engu
að síður hvet ég fólk til að gera
athugasemdir,“ segir Kolbrún.
Ágúst Ólafur Ágústsson,
Samfylkingunni, á einnig sæti í
umræddum starfshópi. „Ég skil
ekki hvers vegna maður er að
taka þátt í þessari vinnu fyrir
Björn Bjarnason dómsmálaráð-
herra. Við erum búin að vinna í
meira en ár að vændishlutanum.
Framsóknarflokkurinn myndaði
meirihluta með okkur þegar þetta
kom úr nefnd. Mann grunar að
þetta hafi verið vísvitandi gert
af Birni þar sem sjónarmið Sjálf-
stæðisflokksins voru í minnihluta.
Þetta staðfestir að hann vildi tefja
málið alla tíð,“ segir Ágúst.
Ágúst Ólafur kveðst hlynnt-
ur sænsku leiðinni svonefndu, en
Finnar hyggjast taka upp sömu
ákvæði og í Svíþjóð um að banna
kaup á vændi. „Kaupandinn hefur
valið en ekki seljandinn. Þetta er
ekki síst spurning um að fylgja
grundvallarreglu. Dregið hefur
úr götuvændi og mansali í Svíþjóð
með tilkomu laganna. Er það ekki
góður ávinningur,“ spyr Ágúst
Ólafur. johannh@frettabladid.is
Illir út í Björn vegna
ákvæðis um vændi
Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja dómsmálaráðherra ekkert hirða um
þverpólítíska samstöðu um vændi og refsingar. Starfshópur á hans vegum skil-
ar niðurstöðum í vikunni eftir að hann hefur kynnt frumvarpsdrög.
BJÖRN BJARNASON DÓMSMÁLARÁÐHERRA Ekki er lagt til að banna kaup á vændi í frum-
varpsdrögunum líkt og gert er í Svíþjóð. Norðmenn og Danir hafa efasemdir.
KOLBRÚN HALLDÓRSDÓTTIR, VINSTRI
GRÆNUM „Það lítur út fyrir að hann hafi
haldið þingmönnum í starfshópnum í
gíslingu mánuðum saman.“
ÁGÚST ÓLAFUR ÁGÚSTSSON SAMFYLK-
INGUNNI „Ég skil ekki hvers vegna maður
er að taka þátt í þessari vinnu fyrir Björn
Bjarnason.“
HAÍTÍ, AP Bráðabirgðaríkisstjórn
Haítí fyrirskipaði í gær endur-
skoðun á úrslitum talningar í for-
setakosningum sem fram fóru í
landinu í síðustu viku. Stjórnin
ákvað þetta eftir að René Préval,
sá frambjóðandi sem flest atkvæði
hlaut, hélt því fram að umfangs-
mikil kosningsvik hefðu átt sér
stað og útfylltir kjörseðlar fundist
í sekkjavís á sorphaugum.
Brasilískir stjórnarerindrekar
segjast leita leiða til að binda enda
á stjórnarkreppuna með því að sjá
til þess að Préval verði formlega
lýstur sigurvegari. ■
Forsetakosningarnar á Haítí:
Préval krefst
endurtalningar
KOSNINGAÓLGA Útfylltir kjörseðlar hafa
fundist í sekkjatali á sorphaugum.
DANMÖRK, AP Rúmlega þrítugum
Dana var vísað úr flugvél sem var að
búast til brottfarar í gær af Kastr-
up-flugvelli til Malaga á Spáni. Mað-
urinn var handtekinn fyrir að hafa
gantast með að vera með sprengju
er hann gekk um borð í vélina ásamt
félaga sínum. Honum var sleppt
eftir yfirheyrslu, að sögn lögreglu.
Áhafnarmeðlimir vélarinnar
höfðu samband við flugvallar-
lögreglu eftir að hafa heyrt á tal
mannanna, er annar sagði við
hinn. „Mundirðu eftir sprengjunni
þinni?“
Ótti við hryðjuverk hefur aukist
stórum í Danmörku vegna Múham-
eðsteikningafársins. ■
Vísað úr flugvél á Kastrup:
Tekinn fyrir
sprengjugrín
ALVARLEGA SLÖSUÐ Ekið var á unga
stúlku sem var á leið yfir gangbraut við
Garðatorg síðdegis í gær með þeim af-
leiðingum að hún slasaðist illa. Stúlkan
var flutt á slysadeild þar sem henni er
haldið sofandi í öndunarvél.
LÖGREGLUFRÉTT
NÝSKÖPUN Gunnar Örn Gunnars-
son, framkvæmdastjóri Nýsköp-
unarsjóðs atvinnulífsins, er hætt-
ur störfum, en hann hafði gegnt
starfinu síðastliðin
þrjú ár. Samkvæmt
heimildum Frétta-
blaðsins lét Gunnar
af störfum vegna
trúnaðarbrests við
stjórn sjóðsins og
ágrei n i ngsmá la ,
meðal annars um
stefnu.
Ríkisstjórnin samþykkti að láta
sjóðnum í té 2,5 milljarða króna af
söluandvirði Símans á næstu þrem-
ur árum til eflingar nýsköpunar í
landinu.
Starf framkvæmdastjóra hefur
verið auglýst laust til umsóknar. - jh
Nýsköpunarsjóður atvinnulífs:
Framkvæmda-
stjóri hættir
GUNNAR ÖRN
GUNNARSSON
LÖGREGLUMÁL Rannsókn stendur
yfir hjá lögreglu á óvenju hrotta-
legri nauðgun og líkamsárás sem
átti sér stað í Grafarvogi um liðna
helgi en karlmaður á sextugsaldri
var kærður vegna málsins en neit-
aði sök við yfirheyrslur. Þetta stað-
festir Hörður Jóhannesson, yfir-
lögreglumaður hjá lögreglunni í
Reykjavík.
Kona um fimmtugt kærði mann-
inn fyrir ítrekaða nauðgun og lík-
amsmeiðingar en hún var gestkom-
andi í íbúð hans þegar atvikið átti
sér stað. Meinaði maðurinn henni
útgöngu og hélt henni fanginni í
nokkrar klukkustundir. Gat hún
við illan leik óskað aðstoðar lög-
reglu og var flutt í skyndi á slysa-
deild með slæma áverka. - aöe
Hrottaleg nauðgun:
Neitaði sök og
látinn laus