Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.02.2006, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 16.02.2006, Qupperneq 22
22 16. febrúar 2006 FIMTUDAGUR hagur heimilanna MATUR & NÆRING BALDUR KÁRASON MATVÆLAFRÆÐINGUR Að brugga góðan bjór Þegar kemur að því að brugga góðan bjór er að mörgu að hyggja. Fyrst ber að telja gæði hráefna en þau helstu eru vatn, maltað bygg og humlar. Þar sem bjór er yfir 90 prósent vatn er augljóst að gæði þess skipta miklu máli. Íslenska vatnið hentar ákaflega vel til bjórbruggunar, einkum vegna hrein- leika síns og lágs steinefnainnihalds. Því þarf ekki að hreinsa það eða með- höndla fyrir notkun eins og víða er gert annars staðar. Maltið gefur bjórnum lit og fyllingu og úr kolvetnum þess býr gerið til alkó- hól og kolsýru. Byggið er látið spíra og síðan þurrkað. Eftir þetta ferli kallast byggið malt. Humlarnir eru síðan not- aðir líkt og krydd í matargerð. Þeir eru mjög bragðmiklir og eru því notaðir í mun minna magni en hin hráefnin en samt ráða þeir mestu um hversu bragð- mikill bjórinn verður. Humlarnir gefa biturleika sem í góðum bjór á að vera í jafnvægi við sætleika malts- ins og gefa hæfilegt eftir- bragð. Margar tegundir eru til af humlum sem gefa mismunandi bragð, sumar gefa aðallega bit- urleika meðan aðrar hafa meiri áhrif á ilm og bragð. Við bruggunina sjálfa þarf að hafa góða stjórn á öllum aðstæðum svo sem hitastigi og þrýstingi og einnig er hreinlæti ákaflega mikilvægt, sérstak- lega við gerjun og meðhöndlun gers. Mörg afbrigði eru til af geri sem hvert hefur sitt einkennandi bragð en mikil- vægast er að það sé hreint, þannig að ekki séu neinar óæskilegar örverur til staðar sem gætu spillt bragði bjórsins. Eftir gerjun og lageringu þarf að sía bjórinn sem næst frostmarki til að fá hann kristaltæran. Við síun og átöpp- un þarf að passa mjög vandlega að ekki komist súrefni að því það veldur því að bragð bjórsins versnar með tímanum. Bjór er ferskvara og er bestur nýr. Hann eld- ist þeim mun hraðar sem geymsluhitastigið er hærra og ætti því að geyma á svölum stað. Þetta á sérstaklega við um ljósari tegundir en sterkur, dökkur bjór getur geymst mun lengur. Það er því góð regla að skoða ávallt „best fyrir“ merkingar á umbúðum þegar bjór er keyptur. mni.is Dalbraut 3, 105 Reykjavík • Nánari upplýsingar í síma 567-7773 og 893-6337 um kvöld og helgar MARKISUR www.markisur.com VILTU SKJÓL Á VERÖNDINA? ■ „Þegar ungir menn fara út á leigumark- aðinn í fyrsta skipti er nauðsynlegt að leigja með stelpum,“ segir Baldur I. Aðalsteins- son, knattspyrnumað- ur og sérfræðingur hjá Vinnumálastofn- un, en hann telur sig hafa lært mikið af sambúð sinni með konum. Sérstaklega eru það galdrar eldamennskunnar sem lærast best með einföldum og bragðgóð- um lausnum kvenna. „Ég hefið notið góðs af því í gegnum tíðina að konurnar eru duglegar að elda og vilja hafa hreint í kringum sig. Ég græddi óneitanlega mikið á þessu og þetta var góð reynsla fyrir mig. Ég held því að besta húsráðið fyrir karlmenn að minnsta kosti, sé að taka leiðbeiningum frá konunum.“ GÓÐ HÚSRÁÐ LEYFA KONUNUM AÐ RÁÐA „Ég fór í verslunina Next á útsölu og keypt fullt af of stórum fötum á strákinn minn,“ segir Guðrún Árný Karlsdóttir spurð um bestu kaup sem hún hafi gert upp á síðkastið. Guðrún er söngkona og nemandi í píanóleik við Listaháskóla Íslands. Hún syngur lag Trausta Bjarnasonar, Andvaka, í úrslitum Söngvakeppni Sjónvarpsins næsta laugardags- kvöld. „Strákurinn minn níu mánaða stækkar svo hratt og afslátturinn í Next var svo góður. Bolir sem áttu að kosta 2.000 kall voru á þrjú hundruð krónur þannig að verðið var mjög hagstætt,“ segir Guðrún Árný sem náði einnig að versla á sjálfa sig á útsölunum. „Ég var að róta í Zöru og fann geðveikt flott ponsjó á þrjú hundruð kall.“ Guðný segist eiga erfitt með að finna hluti fyrir sjálfa sig á útsölum. Oft séu aðeins minnstu og stærstu stærðirnar til. „Ponsjóið var greinilega vel staðsett, einhvers staðar þar sem enginn nennti að leita.“ Guðrún Árný kaupir aðeins það nauðsynlegasta þessa dagana og man ekki eftir að hafa gert slæm kaup. Henni finnst þó dýrt að versla nauð- þurftirnar. „Bara ein ferð í Bónus, þar sem ég kaupi það sem ég þarf á strákinn og kvöldmat fyrir mig, kostar tíu til fimmtán þúsund. Pening- arnir nýtast mér verr, verðgildið er eitthvað svo miklu minna en áður,“ segir Guðrún Árný. „Annars er ég varkár og kaupi ekki eitthvað sem mér finnst ekki praktískt.“ NEYTANDINN: GUÐRÚN ÁRNÝ KARLSDÓTTIR Varkár og hagsýn við innkaupin Útgjöldin > Meðalneysla af kartöflum á mann, í kílóum á ári. Heimild: Hagstofa Íslands 1989 1992 1995 1998 2001 2004 50,1 kg 47,2 kg 38,0 kg 40,4 kg Almennt gjald fyrir komu á heilsugæslustöð eða til heimilislæknis kostar 700 krónur, ef komið er á milli átta að morgni til klukkan fjögur síðdegis. Lífeyrisþegar og börn undir átján ára aldri fá helmingsafslátt af gjaldinu og þurfa því að borga 350 krónur ef komið er á þessum tíma. Börn með ummönnunarkort fá afslátt af því gjaldi og þurfa að greiða 230 krónur fyrir heimsóknina. Ef kalla þarf lækni í húsvitjun á dagvinnutíma kostar það 1.850 krónur, en 700 krónur fyrir lífeyrisþega og börn og 500 krónur fyrir börn með ummönnunarkort. Ef kalla þarf lækni í húsvitjun utan dagvinnutíma er það heldur dýrara, eða 2.600 krónur. Fyrir lífeyrisþega og börn kostar slík vitjun 1.000 krónur og 700 krónur fyrir börn með ummönnunarkort. ■ Hvað kostar... að fara til læknis? Almennt gjald 700 krónur Verslanir Pennans hafa tekið að sér að selja vörur og þjónustu Símans víða um land, eftir undirritun Brynjólfs Bjarnasonar, forstjóra Símans, og Kristins Vilbergssonar, forstjóra Pennans, á samstarfssamningi milli fyrirtækjanna. Í fyrstu mun samningurinn ná til verslana Pennans í Reykjanesbæ, á Akranesi og verslunar TRS-Pennans á Selfossi. ■ Verslun og þjónusta Penninn selur vöru og þjónustu Símans LAGERHRE INSUN RÝMUM FYRIR NÝJU VORVÖRUNUM ALLAR ÚTSÖLUVÖRUR 2 FYRIR 1 OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ 11-18 og LAUGARDAGA 10-14 Nýtt Kortatímabil Þegar vöruverð á Íslandi er borið saman við verð í nágrannalöndum okkar er Ísland nær undantekn- ingarlaust í einu af efstu sætun- um yfir hæsta vöruverðið. Ýmsir þættir hafa áhrif á vöruverð við- komandi lands en einn þátturinn er skattlagning. Mikið hefur verið rætt um vörugjald hérlendis í þessu sambandi og spurt hvernig skattlagningu á smásöluverslun er háttað hér á landi í samanburði við löndin í kringum okkur. Það eru einkum matvörur sem hvað hæst eru skattlagðar hér og innlendar landbúnaðarvörur fara þar fremst- ar. Vörugjald vegur þar þyngst en það byggir í mörgum tilfellum á afar veikum og tilviljanakenndum grunni, enda á vörugjald rætur sínar að rekja til 1970 þegar það var svar við tekjutapi ríkisins vegna afnáms tolla á grund- velli EFTA-samningsins. Mest hefur vörugjald á matvæli verið í umræðunni og samanburðurinn oft verið við Norðurlöndin. Sem svar við þeirri umræðu er vert að líta á gjaldtöku á nokkrum vörum sem margir Íslend- ingar kaupa oft eða reglulega. Mjólk: Ber hæstu skattana hér eða alls 482 prósent miðað við að innkaupsverð á lítra sé 60 krónur. Í Noregi og Danmörku eru háir skattar einnig eða um 350 prósent. Í öllum tilfellum vega tollar mjög þungt í gjaldtöku og eru 410 pró- sent á Íslandi. Smjör: Gjaldtakan er langhæst hér á landi eða 161 prósent miðað við innkaupsverðið, 630 krónur. Næstir á eftir okkur koma Norð- menn með 56 prósent. Tollar vega mjög þungt hérna og eru 129 pró- sent af 161 prósenti hér en eru um 20 prósent í Noregi. Nautalundir: Miðað við inn- kaupsverðið 1200 krónur er gjald- takan mjög mikil hér eða 100 pró- sent og í Noregi 121 prósent. Tollar vega langþyngst í gjaldtökunni í báðum dæmum, eru um 98 prósent í Noregi en 76 prósent hér. Ekki er í öllum tilfellum um svo háa gjaldtöku að ræða eins og til dæmis þegar grænmeti og ávext- ir eru skoðaðir. Ástæðan er sú að tollar voru lagðir niður og ríkis- styrkir til framleiðenda tekn- ir upp í þeirra stað. Opinber gjöld á tómata, gúrkur og papriku eru til dæmis ein- ungis 14 prósent eða sem nemur virðisaukaskattspró- sentu matvæla. svavar@frettabladid.is Vörugjaldið vegur þyngst í vöruverði Rannsóknarsetur verslunarinnar á Bifröst hefur tekið saman skýrslu um skatt- lagningu vöru og þjónustu hér á landi. Niðurstöður hennar eru sláandi þar sem Ísland er yfirleitt í einu af hæstu sætunum, sama hvar á er litið. ÞAÐ SÍGUR Í Ísland kemur illa út í samanburði við önnur lönd þegar verð matvöru er skoðað. Vörugjald er talið eiga stóran þátt í því. FRÉTTABLAÐIÐ/HARALDUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.