Fréttablaðið - 16.02.2006, Page 24

Fréttablaðið - 16.02.2006, Page 24
FL Group er komið með 10,7 pró- senta hlut í danska drykkjarfram- leiðandanum Royal Unibrew og er í hópi stærstu hluthafa félagsins. Verðmæti hlutarins er upp gefið 4,2 milljarðar króna. Royal Unibrew er næststærsti drykkjarframleiðandi Skandin- avíu á eftir Carlsberg og fram- leiðir allþekktar bjórtegundir á borð við Faxe og Thor. Fyrirtækið rekur verksmiðjur í Danmörku, Póllandi og Eistlandi. Starfsmenn samstæðunnar eru 2.300 talsins. Í samtali við Albert Jónsson, hjá FL Group, kom fram að félag- ið teldi fjárfestinguna spennandi, enda væri um mikið vaxtarfyrir- tækið að ræða. Hagnaður Royal Unibrew var um hálfur milljarður króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2005 og jókst um 36 prósent á milli ára. Velta félagsins jókst á sama tíma um sextán prósent og var um sextán milljarðar króna. Eignir félagsins voru þá 32 milljarðar og eigið fé um ellefu milljarðar. Gengishagnaður FL Group af þessari fjár- festingu er þegar orð- inn einhver þar sem Royal Unibrew hækk- aði um sjö prósent í Kauphöllinni í Kaup- mannahöfn í gær. 16. febrúar 2006 FIMMTUDAGUR24 Ný greining KB banka á verðmæti Landsbankans, sem sent var við- skiptavinum KB banka, olli mikilli hækkun á gengi Landsbankans í gær. Þar er mælt með kaupum á bréfum bankans og miðast verð- mæti hans við gengið 35 krónur á hlut. Í skýrslunni kemur fram að vöxtur Landsbankans sé sterkur um þessar mundir og hagnaður bankans á þessu ári verði tæpir 36 milljarðar samanborið við 25 millj- arða á síðasta ári. Bréf Landsbankans hækkuðu um 6,4 prósent og stóðu í 31,5 krónum á hlut sem er um tíu prósent undir verðmatsgengi KB banka. - eþa KB banki mælir með LÍ FAXE-BJÓR FL GROUP HEFUR KEYPT TÍU PRÓSENTA HLUT Í ROYAL UNIBREW, NÆSTSTÆRSTA DRYKKJARFRAMLEIÐENDA SKANDINAVÍU. FL Group er komið í bjórinn Sparisjóður Hafnarfjarðar hefur fest kaup á 80 prósent hlutafjár í eignarhaldsfélaginu Hring sem á allt hlutafé í Allianz Ísland hf. Alli- anz Ísland verður áfram rekið sem sjálfstætt félag sem lýtur sjálf- stæðri stjórn. Meðeigandi SPH að félaginu er Sparisjóður Kópavogs (SPK) sem átt hefur 20 prósent hlutafjár í Hring í nokkur ár. Magnús Ægir Magnússon spari- sjóðsstjóri Sparisjóðs Hafnarfjarð- ar segir kaupin veita tækifæri á að auka vöruúrval til viðskiptavina sparisjóðsins auk annarrar sam- þættingar í rekstri. Einnig skjóti kaupin styrkari stoðum undir tekj- umyndum SPH þar sem rekstur Allianz hefur gengið vel undanfar- in ár. Allianz Ísland hf. hefur vaxið jafnt og þétt frá stofnun félagsins árið 1994. Þar starfa í dag 17 manns auk 11 söluráðgjafa. Til viðbótar er félagið í samstarfi við fjórar trygg- ingamiðlanir. - hhs SPH kaupir 80% í Allianz MARKAÐSPUNKTAR... Guðmundur Ólason, Hannes Smárason, Jón Snorrason og Skarphéðinn Berg Steinarsson koma nýir inn í stjórn Íslandsbanka. Einar Sveinsson, Karl Wernersson og Úlfar Steindórsson sitja áfram í stjórn. Markaðsvirði þeirra 14 félaga sem mynda Úrvalsvísitöluna hefur aukist um tæplega 407 milljarða króna frá áramótum eða um 23,6 prósent ef miðað er við lokun markaða í gær. Olíuverð hefur lækkað stöðugt í febrúar eða um 8,2 prósent í krónum talið. Frá áramótum hefur olíuverð lækkað um 4,8 prósent í krónum þrátt fyrir 1,5 prósent gengislækkun á tímabilinu. FAXE-BJÓR FL Group hefur keypt tíu prósenta hlut í Royal Unibrew, næststærsta drykkjarfram- leiðanda Skandinavíu.550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Bankarígur Íslandsbanki hefur hækkað mikið það sem af er ári, einkum á síðustu dögum. Um hádegisbil í gær bar svo við að markaðsverðmæti bankans fór upp fyrir verðmæti keppinautanna í Landsbankanum en báðir voru metnir á yfir 326 milljarða. Það var orðið langt síðan Íslandsbanki var stærri. Þá fóru einhverjar viðvörunarbjöllur af stað og gengi LÍ snarhækkaði, eða um sex prósent, og komst þar með aftur í sitt sæti. „Ef Íslandsbanki fer af stað af hverju ætti Lansinn að sitja eftir?“ spurðu margir. Skaust þá Landsbankinn upp um fimmtán milljarða á einu augabragði. Danir liggja íðí FL Group hefur verið á fleygiferð á markaðnum, enda mikið verið að gerast á þeim bænum. Í gær keypti FL 10,7 prósent í Royal Brew sem framleiðir meðal annars Faxe bjórinn. Menn hafa væntanlega verið orðnir þyrstir eftir öll hlaupin. FL menn gefa ekkert upp um fyrirtætlanir sínar, en eins og margir þekkja þá er erfitt að hætta í bjórnum þegar maður er á annað borð byrjaður í honum. Frá viðskiptalegu sjónarmiði gæti verið sniðugt að eiga bjórframleiðanda. Þannig eru Danir sennilega hræddir við að ferðast eftir lætin vegna myndanna í Jyllandsposten. Og hvað gera Danir þá. Jú, þá liggja Danir íðí heima hjá sér og drekka bjór. Bankarígur Íslandsbanki hefur hækkað mikið það sem af er ári, einkum á síðustu dögum. Um hádegisbil í gær bar svo við að markaðsverðmæti bankans fór upp fyrir verðmæti keppinautanna í Landsbank- anum en báðir voru metnir á yfir 326 milljarða. Það var orðið langt síðan Íslandsbanki var stærri. Þá fóru einhverjar viðvörunarbjöllur af stað og gengi LÍ snarhækkaði, eða um sex prósent, og komst þar með aftur í sitt sæti. „Ef Íslandsbanki fer af stað af hverju ætti Lansinn að sitja eftir?“ spurðu margir. Skaust þá Landsbankinn upp um fimmtán milljarða á einu augabragði. Danir liggja íðí FL Group hefur verið á fleygiferð á mark- aðnum, enda mikið verið að gerast á þeim bænum. Í gær keypti FL 10,7 prósent í Royal Brew sem framleiðir meðal annars Faxe bjórinn. Menn hafa væntanlega verið orðnir þyrstir eftir öll hlaupin. FL menn gefa ekkert upp um fyrirætlanir sínar, en eins og margir þekkja þá er erfitt að hætta í bjórn- um þegar maður er á annað borð byrjaður í honum. Frá viðskiptalegu sjónarmiði gæti verið sniðugt að eiga bjór- framleiðanda. Þannig eru Danir sennilega hræddir við að ferðast eftir lætin vegna myndanna í Jyll- andsposten. Og hvað gera Danir þá. Jú, þá liggja Danir íðí heima hjá sér og drekka bjór. Peningaskápurinn Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 6.925 +1,27% Fjöldi viðskipta: 1.298 Velta: 12.070 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 56,70 +4,00% ... Alfesca 4,26 +5,19% ... Atorka 6,20 +0,80% ... Bakkavör 52,70 +0,60% ... Dagsbrún 6,00 +0,30% ... FL Group 27,50 -0,70% ... Flaga 3,87 +1,30% ... Íslandsbanki 22,60 +0,00% ... KB banki 999,00 +0,30% ... Kögun 65,10 +0,50% ... Landsbankinn 31,10 +5,10% ... Marel 69,50 -0,60% ... Mosaic Fashions 18,00 +0,00% ... Straum- ur-Burðarás 21,30 +1,00% ... Össur 105,50 +0,00% MESTA HÆKKUN Alfesca +5,19% Landsbankinn +5,07% Actavis +4,04% MESTA LÆKKUN Icelandic Group -1,16% Avion -0,94% Atl. Petroleum -0,83%

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.