Fréttablaðið - 16.02.2006, Page 60

Fréttablaðið - 16.02.2006, Page 60
 16. febrúar 2006 FIMMTUDAGUR40 bio@frettabladid.is „Everybody be cool. You be cool.“ -George Clooney er svalur og hefur aldrei verið svalari en í From Dusk till Dawn þar sem hann krafðist þess að allir færu að dæmi sínu. ÞAR SEM ÍSLENDINGUM FINNST SKEMMTILEGAST AÐ DJAMMA NÁNARI UPPLÝSINGAR LAUGARD. 18. FEB. 2006 PA PA R LAUGAR- HÚSIÐ OPNAR KL. 23.00 MIÐAVERÐ 1000 KR. ALDURS- TAKMARK 20 ÁRA DAGS KVÖLD Kvikmyndahúsin í Reykja- vík frumsýna fjórar ólíkar myndir um helg- ina. Tvær þeirra, Good Night, and Good Luck og Transamerica, blanda sér í kapphlaupið um óskars- verðlaunin. Það er leikarinn George Clooney sem er allt í öllu í Good Night, and Good Luck sem hefur vakið mikla athygli og fengið mikið lof gagn- rýnenda. Hér segir frá baráttu sjón- varpsfréttamannsins Edwards R. Murrow og kommúnistaveiðarans Josephs McCarthy, en sá fyrrnefndi reyndi að fletta ofan af annarlegum tilgangi McCarthys í kommúnista- ofsóknum sínum og var fyrir vikið stimplaður kommi. Clooney leikstýrir myndinni, er einn handritshöfunda og fer með veigamikið hlutverk en David Strathairn leikur Murrow og hefur uppskorið óskarsverðlaunatilnefn- ingu fyrir vikið. Myndin er alls tilnefnd til sex óskarsverðlauna en auk Strathairns á hún meðal annars möguleika á verðlaunum sem besta myndin, fyrir bestu leikstjórn og besta handrit. Felicity Huffman, sem leik- ur Lynette Scavo í Desperate Housewives, er tilnefnd til ósk- arsverðlauna sem besta leikkonan fyrir frammistöðu sína í Transam- erica. Hún leikur kynskipting sem er einni aðgerð frá því að breytast endanlega úr karli í konu. Hún vinnur baki brotnu til þess að nurla saman fyrir lokaaðgerðinni þegar ungur maður hefur samband við hana og er í leit að föður sínum. Það kemur á daginn að hún hafði getið drenginn þegar hún var enn karl- maður án þess að hafa hugmynd um það og ákveður því að losa dreng- inn úr varðhaldi. Hún vill þó ekki viðurkenna að hún sé faðir drengs- ins og við það flækjast samskipti þeirra umtalsvert. Kyntröllið Casanova þarf vart að kynna en í nýrri mynd Lasse Halls- tröm um kappann lendir hann í kreppu þegar hann verður fyrir því að ung kona hafnar honum. Þessu á okkar maður ekki að venjast og leggur því allt í sölurnar til þess að ná ástum stúlkunnar sem dirfð- ist að fúlsa við sjálfum Casanova. Heath Ledger leikur Casanova en fyrrum kærasta helsta Casanova samtímans, sjálfs Jude Law, leikur stelpuna sem bítur ekki á ryðgaðan öngul. Það gustaði af Kate Beckinsale í svartleðruðu vampírunni Selenu í Underworld en þar barðist hún við harðsnúið varúlfakyn. Hún er mætt aftur til leiks í Underworld Evolution en þarf nú að takast á við blóðsugubræður sína sem vilja koma henni fyrir kattarnef. Hún reynir því að ná eyrum blóðsugu- konungsins Marcusar til að biðjast griða um leið og hún glímir við for- boðna ást sína á Michael en í æðum hans rennur varúlfablóð. ■ Kommúnistaveiðar og blóðsugudráp GEORGE CLOONEY Kemur víða við sögu í Good Night and Good Luck sem er líkleg til afreka á óskarsverðlaunahátíðinni í mars. KATE BECKINSALE Snýr aftur sem vampíran Selena í Underworld Evolution og þarf nú bæði að berjast við blóðsugur og varúlfa auk þess sem hún glímir við forboðna ást. �������������� ������� ���������� ���� ������������������������������ ������������������������������ ������������ ���������� ��� �

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.