Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.02.2006, Qupperneq 60

Fréttablaðið - 16.02.2006, Qupperneq 60
 16. febrúar 2006 FIMMTUDAGUR40 bio@frettabladid.is „Everybody be cool. You be cool.“ -George Clooney er svalur og hefur aldrei verið svalari en í From Dusk till Dawn þar sem hann krafðist þess að allir færu að dæmi sínu. ÞAR SEM ÍSLENDINGUM FINNST SKEMMTILEGAST AÐ DJAMMA NÁNARI UPPLÝSINGAR LAUGARD. 18. FEB. 2006 PA PA R LAUGAR- HÚSIÐ OPNAR KL. 23.00 MIÐAVERÐ 1000 KR. ALDURS- TAKMARK 20 ÁRA DAGS KVÖLD Kvikmyndahúsin í Reykja- vík frumsýna fjórar ólíkar myndir um helg- ina. Tvær þeirra, Good Night, and Good Luck og Transamerica, blanda sér í kapphlaupið um óskars- verðlaunin. Það er leikarinn George Clooney sem er allt í öllu í Good Night, and Good Luck sem hefur vakið mikla athygli og fengið mikið lof gagn- rýnenda. Hér segir frá baráttu sjón- varpsfréttamannsins Edwards R. Murrow og kommúnistaveiðarans Josephs McCarthy, en sá fyrrnefndi reyndi að fletta ofan af annarlegum tilgangi McCarthys í kommúnista- ofsóknum sínum og var fyrir vikið stimplaður kommi. Clooney leikstýrir myndinni, er einn handritshöfunda og fer með veigamikið hlutverk en David Strathairn leikur Murrow og hefur uppskorið óskarsverðlaunatilnefn- ingu fyrir vikið. Myndin er alls tilnefnd til sex óskarsverðlauna en auk Strathairns á hún meðal annars möguleika á verðlaunum sem besta myndin, fyrir bestu leikstjórn og besta handrit. Felicity Huffman, sem leik- ur Lynette Scavo í Desperate Housewives, er tilnefnd til ósk- arsverðlauna sem besta leikkonan fyrir frammistöðu sína í Transam- erica. Hún leikur kynskipting sem er einni aðgerð frá því að breytast endanlega úr karli í konu. Hún vinnur baki brotnu til þess að nurla saman fyrir lokaaðgerðinni þegar ungur maður hefur samband við hana og er í leit að föður sínum. Það kemur á daginn að hún hafði getið drenginn þegar hún var enn karl- maður án þess að hafa hugmynd um það og ákveður því að losa dreng- inn úr varðhaldi. Hún vill þó ekki viðurkenna að hún sé faðir drengs- ins og við það flækjast samskipti þeirra umtalsvert. Kyntröllið Casanova þarf vart að kynna en í nýrri mynd Lasse Halls- tröm um kappann lendir hann í kreppu þegar hann verður fyrir því að ung kona hafnar honum. Þessu á okkar maður ekki að venjast og leggur því allt í sölurnar til þess að ná ástum stúlkunnar sem dirfð- ist að fúlsa við sjálfum Casanova. Heath Ledger leikur Casanova en fyrrum kærasta helsta Casanova samtímans, sjálfs Jude Law, leikur stelpuna sem bítur ekki á ryðgaðan öngul. Það gustaði af Kate Beckinsale í svartleðruðu vampírunni Selenu í Underworld en þar barðist hún við harðsnúið varúlfakyn. Hún er mætt aftur til leiks í Underworld Evolution en þarf nú að takast á við blóðsugubræður sína sem vilja koma henni fyrir kattarnef. Hún reynir því að ná eyrum blóðsugu- konungsins Marcusar til að biðjast griða um leið og hún glímir við for- boðna ást sína á Michael en í æðum hans rennur varúlfablóð. ■ Kommúnistaveiðar og blóðsugudráp GEORGE CLOONEY Kemur víða við sögu í Good Night and Good Luck sem er líkleg til afreka á óskarsverðlaunahátíðinni í mars. KATE BECKINSALE Snýr aftur sem vampíran Selena í Underworld Evolution og þarf nú bæði að berjast við blóðsugur og varúlfa auk þess sem hún glímir við forboðna ást. �������������� ������� ���������� ���� ������������������������������ ������������������������������ ������������ ���������� ��� �
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.