Fréttablaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 03.03.2006, Blaðsíða 46
 3. mars 2006 FÖSTUDAGUR30 Kona ein íslensk sem er búsett erlendis kom hér í stutta heim- sókn á dögunum og sagðist skynja mikla breytingu frá því er hún kom hér fyrir nokkrum árum síðan. Það sem hefur breyst sagði hún, er hvernig allt er núna farið að snúast miklu meira um pen- inga. Á sama tíma eykst misrétt- ið, hinir fátæku verða fátækari og hinir ríku ríkari. Fjárfestar og athafnaskáld eru hetjur okkar tíma, gróðinn er þeirra leiðarljós og oft helgar tilgangurinn meðal- ið og tillitssemi við fólk víkur fyrir sókninni í gróða. Jafnvel í röðum fjármálamanna heyrast varnaðarorð. George Soros, einn öflugasti fjárfestir heims, hefur varað við óheftum kapítalisma, sem hann segir siðblindan (amor- al) og hefur hann sjálfur sett á fót stofnun sem hefur mannréttindi á sinni dagskrá. Spyrja má hversu metnaðar- fullt það sé og merkilegt að vinna mikla sigra ef ekki er þörf á að fara eftir neinum leikreglum, ef hægt er að græða á því að setja fólk út á gaddinn og þurfa ekki að taka tillit til neins. Já og hvað er svo metnaðarfullt og merkilegt við það þegar stærsti og frekasti krakkinn í leikskólanum tekur öll leikföngin af hinum krökkunum bara af því hann er sterkastur og langar svona mikið til þess? Auð- vitað er ekkert merkilegt eða metnaðarfullt við það, þvert á móti kennum við börnunum okkar að taka tillit til hvers annars og skilja engan útundan. Frekjudall- inum líður líka betur ef hann lærir að koma vel fram við aðra. Það er líka miklu skemmtilegra fyrir hann að deila leikföngunum með hinum krökkunum því þá þarf hann ekki að vera svona einn á báti og þá vilja krakkarnir alveg leika við hann. Til er hugmyndafræði sem byggir á þeirri trú að markaður- inn sé „birtingarmynd vilja og þarfa alls mannkyns“, eins og lesa mátti í grein eftir mætan frjálshyggjumann á dögunum. Greinarhöfundur bar sig hins vegar upp undan því að sumir menn ota fram hvers kyns rétt- indum, orðrétt: „...rétt eins og almættið hafi skenkt mönnum þau [réttindin] í vöggugjöf“. Hann gaf lítið fyrir þýðingu þess sem hann kallaði jákvæð réttindi, en taldi hins vegar að neikvæð réttindi væru bráðnauðsynleg, orðrétt: „Að mönnum sé tryggður réttur til þess að þurfa ekki að sæta hinu og þessu óréttlætinu“ (væntanlega frá sjónarmiði frjálshyggjumannsins). Til allrar hamingju fyrir alla jarðarbúa er ástandið ekki orðið svo slæmt að fólk hafi ekki leng- ur nein réttindi, þótt hart sé að þeim sótt. Og það þarf ekki einu sinni að sækja þessi réttindi til almættisins því fyrir rúmum 50 árum slógu hjörtu þjóðanna í takt á sögulegu augnabliki og Mann- réttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna leit dagsins ljós. Alþjóðasáttmálinn um jafnan rétt allra manna var samþykktur af samfélagi þjóðanna þann 10. desember 1948 og er hann enn í fullu gildi. Íslenska ríkisstjórnin hefur staðfest þennan sáttmála sem er eitt helsta haldreipi mannkyns ásamt öðrum hliðstæðum sátt- málum sem eiga sér stoð í honum. Í mannréttindayfirlýsingunni eru skilgreindar þarfir fólks, meðal annars til menntunar heilbrigðis og lífsframfæris auk frjálsræðis í orðum og athöfnum. Þar er jafnframt skilgreindur fæðingarréttur hverrar einustu mannveru, hvar sem hún býr og hvaðan sem hún kemur, til allra þeirra réttinda sem sáttmálinn kveður á um. ■ Um metnað og mannréttindi UMRÆÐAN MANNRÉTTINDI JÚLÍUS VALDIMARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.