Fréttablaðið - 03.03.2006, Side 61

Fréttablaðið - 03.03.2006, Side 61
Söngfuglar kvöldsins í Idol - stjörnu- leit ætla reyna fyrir sér í breskri tónlist frá árunum 1960 til 1970, tímabilinu þar sem æskan glataði sakleysi sínu, strákar söfnuðu hári og stúlkurnar ögruðu gömlum gild- um með stuttum pilsum. Í poppsögunni er talað um þrjár innrásir frá Bretlandi. Ungir sjón- varpsáhorfendur þekkja síðari inn- rásir mun betur; pönktímabilið í upphafi níunda áratugarins og Brit- poppið með Oasis-bræðurna og Blur fremsta í flokki um miðjan tíunda áratuginn. Sú fyrsta hefst hins vegar þegar ungmennin í ensku verka- mannahverfunum heyrðu blúsinn og rokkið frá Ameríku og tileinkuðu sér þann „djöfullega“ takt sem Elvis Presley, Little Richard og Jerry Lee Lewis slógu af öllum mætti. Fyrstu hljómsveitirnar sem spruttu upp úr þessum áhrifum voru svokallaðar „skiffle“-sveitir en þær sóttu hljóm sinn frá Buddy Holly og Everly- bræðrum. Það verður ekki á neinn hallað þegar Bítlarnir eru krýndir konung- ar þessa tímabils. Vinsældir þeirra voru með ólíkindum og drengirnir ferðuðust borga á milli í Evrópu til að trylla lýðinn. Það leið enda ekki á löngu þar til Bandaríkjamarkaður vaknaði af værum blundi og bauð fjórmenningunum frá Liverpool til sín. Í kjölfar þeirra fylgdu hljóm- sveitir á borð við Gerry and the Pac- emakers, The Animals, The Kinks og Manfred Mann auk The Rolling Stones en hún var sú eina sem komst í hálfkvisti við Bítlana. Þessi fyrsta breska innrás náði hámarki sínu á árunum 1966 til 1967 en þá varð hún að víkja fyrir friði og frjálsum ástum hippanna. Að venju er það þjóðin sem kýs en henni til aðstoðar verða Einar Bárðarson, Páll Óskar Hjálmtýs- son, Sigríður Beinteinsdóttir og Bubbi Morthens. Kynnar eru að sjálfsögðu Jói og Simmi. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI Leikarinn Michael Douglas hefur höfðað skaðabótamál gegn tveim- ur bandarískum fjölmiðlafyrirtækjum fyrir að reyna að hagnast á nafni hans og ímynd. Douglas var fenginn til að vera kynnir í sjón- varpsþáttaröð sem átti að gera í menntunarskyni en var aldrei sýnd í sjónvarpi. Douglas telur að nafn hans hafi aðeins verið notað til að fyrirtækin gætu grætt á honum. Vinir popparans George Michael hafa hvatt hann til að hætta að nota kannabisefni. George er um þessar mundir að taka upp dúett- plötu, m.a. með Paul McCartney. Hann er einnig að íhuga að fara í sitt fyrsta tónleika- ferðalag síðan 1991. „George þarf að hætta að nota þessi efni ef hann ætlar að einbeita sér að tónlistinni. Hann þarf líka að vera í góðu líkamlegu standi til að geta farið í stóra tónleikaferð. Fyrir utan það er kannabis slæmt fyrir hálsinn og hjálpar ekki rödd hans,“ sagði kunningi söngvarans. ALEXANDER 900 9004 SMS IDOL 4 Í 1918 Lag: She’s Not There, Flytjandi: The Zombies Bresk innrás í Idol SNORRI 900 9007 SMS IDOL 7 Í 1918 Lag: Sunny Afternoon. Flytjandi: The Kinks RAGNHEIÐUR SARA 900 9006 SMS IDOL 6 Í 1918 Lag: Silence Is Golden. Flytjandi: The Tremeloes INGÓ 900 9005 SMS IDOL 5 Í 1918 Lag: You Really Got Me. Flytjandi: The Kinks NANA 900 9003 SMS IDOL 3 Í 1918 Lag: Downtown. Flytjandi: Petula Clark BRÍET SUNNA 900 9002 SMS IDOL 2 Í 1918 Lag: You‘re My World. Flytjandi: Cilla Black ÍNA 900 9001 SMS IDOL 1 Í 1918 Lag: You Don‘t Have to... Flytjandi: Dusty Springfield

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.