Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.03.2006, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 03.03.2006, Qupperneq 64
 3. mars 2006 FÖSTUDAGUR48 Það var furðulegt að heyra við- brögð frá leikmönnum og þjálfara íslenska landsliðsins í fótbolta eftir tapið í vináttuleiknum gegn Trínidad og Tóbagó á þriðjudag. Allir voru þeir sammála um að það væri hægt að taka marga jákvæða punkta úr leiknum, það hefði náðst upp gott spil á köflum og að slæm mistök hefðu verið meginástæða tapsins. Ekki bætti úr skák að und- irbúningurinn var lítill og lykil- menn liðsins voru ekki við hesta- heilsu. Sama gamla tuggan. Stöðnun og stirðleiki Það er engu líkara en að leikmenn og þjálfarar landsliðsins séu í afneitun. Á síðasta ári hefur lands- liðið náð að kyrrsetja sig í kring- um 95. sæti á heimslistanum og er allt eins líklegt að þetta tap gegn Trínidad og Tóbagó verði til þess að Ísland detti niður af topp 100. Og þrátt fyrir síendurteknar og margheyrðar afsakanir leik- manna og þjálfara, nú eins og áður, er sannleikurinn sá að íslenska liðið var mjög lélegt í þessum leik og í ofanálag mjög leiðinlegt á að horfa. Í reynd saúst afar fáir jákvæðir punktar; sem fyrr var varnarleikurinn afleitur og í þetta sinn var miðjuspilið og sóknar- leikurinn einnig í molum. Það alversta var þó að þrátt fyrir að nýr maður væri í brúnni var sama áhugaleysið og í síðustu leikjum allsráðandi. Algjör ládeyða yfir öllum mannskapnum og enginn leikmaður íslenska liðsins virtist vera að reyna að sanna sig fyrir nýjum þjálfara. Það ríkir stöðnun í íslenska lið- inu – stöðnun sem erfitt er að finna skýringar á. Þekkt lausn á slíkri stöðnun liða er að skipta út mönn- um í stjórnunarstöðum, sem var og gert, með litlum árangri þó ef horft er til þessa fyrsta leiks Eyjólfs. Góðir leikmenn – lélegt lið Hermann Hreiðarsson sagði við Fréttablaðið á þriðjudaginn að landsliðshópurinn í dag væri sterkari en nokkru sinni fyrr. Það er líklega rétt hjá Her- manni. Póst- arnir í íslenska liðinu eru allir að spila reglulega með sínum liðum, sem mörg hver eru í topp- barátt- unni í sinni deild. Á miðju vallarins, frá vörn til sókn- ar, eru nokkrir af bestu leikmönn- um ensku 1. deildarinnar og nokkr- ir af heitustu mönnum ensku úrvalsdeildarinnar. Á þriðjudag voru andstæðing- arnir að mestu leyti leikmenn úr skosku úrvalsdeildinni, neðri deildunum í Englandi og frá liðum í heimalandinu Trínidad. Og ekki má gleyma sjálfum Dwight Yorke, „gömlu kempunni“ sem virðist ekki aðeins vera í guðatölu á meðal stuðningsmanna landsliðsins held- ur einnig leikmanna þess. Trínidad og Tóbagó er kannski tæpum 50 sætum ofar en Ísland á heimslist- anum og á leið á HM í sumar en á pappírunum er íslenska liðið tals- vert sterkara. Samt sem áður var það aldrei líklegt til afreka í leiknum á þriðjudag. Annað afhroð framundan? Viðvörunarbjöllurnar voru fyrir löngu byrjaðar að hringja hjá landsliðinu en eftir þennan leik gegn Trínidad og Tóbagó óma þær enn hærra. Undankeppni EM er handan við hornið og með sömu spilamennsku mun liðið bera afhroð í sínum firnasterka undan- riðli og mjög líklega ná enn verri úrslitum en í undankeppni HM í Þýskalandi. Getan hjá mannskap- anum er sannarlega til staðar en það sem bíður Eyjólfs er ekki lítið verkefni – að endurvekja neist- ann, áhugann og viljann hjá þess- um sama mannskap og búa aftur til liðsheild úr klárlega beygðum, en vonandi ekki buguðum leik- mönnum. Hvar er neistinn? ÍÞRÓTTALJÓS VIGNIR GUÐJÓNSSON vignir@frettabladid.is EYJÓLFUR SVERRISSON Hans bíður gríðarlega erfitt verkefni með landsliðið. Það kemur í hans hlut að berja sjálfstraust í leikmenn liðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Keflvíkingar munu lík- lega fá til sín tvo erlenda leik- menn á næstu dögum en liðið hefur boðið Bandaríkjamanninum Geoff Miles samning auk þess sem Daninn Peter Matzen á von á samningstilboði frá félaginu. Matzen er 29 ára gamall varnar- jaxl sem hefur spilað með Vejle í heimalandi sínu. „Við höfum mikinn hug á að semja við Matzen. Við erum að skoða málin með hann og við bjóð- um honum líklega samning,“ sagði Rúnar Arnarson, formaður knatt- spyrnudeildar Keflavíkur, við Fréttablaðið í gær. Rúnar sagði jafnframt að Keflavík hefði boðið Geoff Miles samning en allar líkur eru á því að hann skrifi undir hann fyrr en síðar. „Við vonumst til að ganga frá þessu fljótlega og það stefnir allt í að hann komi,“ sagði Rúnar um Miles en gangi Keflvíkingar frá samningum við þessa tvo leikmenn verður félagið með leikmenn frá átta þjóðernum hjá félaginu. Fyrir hjá Keflavík eru útlend- ingarnir Branislav Milicevic sem er frá Serbíu og Svartfjallalandi, Buddy Farah frá Líberíu, Issa Abdulkadir frá Sómalíu, Svíinn Kenneth Gustafsson og Símun Samuelsen sem er færeyskur auk Íslendinganna. „Mönnum kemur sér bara vel saman hjá okkur þrátt fyrir fjöl- þjóðleikann. Ég tala stundum þrjú tungumál á æfingum, ensku, íslensku og sænsku en það þarf oft að koma miklum upplýsingum til skila á stuttum tíma og þetta er því mikið flæði á mér,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur. „Við erum með lítinn hóp eins og stendur en það eru gerðar kröf- ur um góðan árangur og því verða þeir ungu leikmenn sem eru hjá liðinu að fá hjálp. Við erum með marga unga leikmenn en reynsl- una skortir. Það eru margir leik- menn farnir frá því í fyrra, meðal annars Hólmar Örn Rúnarsson og Hörður Sveinsson sem var okkar markahæsti maður enda er erfitt að fá leikmenn. Þeir leikmenn sem eru á höfuðborgarsvæðinu nenna ekki að keyra Reykjanes- brautina en allir mínir leikmenn búa hér í Keflavík. Við lentum í fjórða sæti á síðasta tímabili og þrátt fyrir miklar blóðtökur þá er krafan sú að lenda ekki neðar,“ sagði Kristján að lokum. - hþh Keflavík styrkir sig enn með erlendum leikmönnum: Útlendingahersveit fæðist í Keflavík ISSA ABDULKADIR Er hér í leik gegn Val í fyrra í baráttu við Atla Svein Þórarinsson. Sómal- inn er einn af erlendu leikmönnunum hjá Keflavík. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÍVAR INGIMARSSON Náði sér ekki á strik í leiknum á þriðjudaginn, frekar en aðrir leikmenn liðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.