Fréttablaðið - 03.03.2006, Page 72

Fréttablaðið - 03.03.2006, Page 72
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Tyrkland Marmaris og Içmeler sumarið 2006 Nánari uppl‡singar um fer›ir ásamt l‡singum á hótelum er a› finna á www.urvalutsyn.is Úrval-Útsýn, Lágmúla 4: 585 4000 – Akureyri: 460 0600 – Vestmannaeyjum: 481 1450 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 3 16 10 03 /2 00 6 Vinsælir gististaðirað seljast upp.Bókaðu strax! Stórar, glæsilegar íbúðir með 2 svefnherb. 39.800* á mann m.v. 3 fullorðna og 2 börn, 2ja-11 ára, í íbúð m/2 svefnherbergjum í 7 nætur, 27. júní. Faber Nýtt og notalegt íbúðahótel 42.600* á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2ja-11 ára, í íbúð m/1 svefnherbergi í 7 nætur, 18. júlí. Forum *Flug, flugvallarskattar, gisting og íslensk fararstjórn. Upplifðu hið fullkomna sumarfrí fjölskyldunnar: • Glæsilegir gististaðir • Vikulegt leiguflug frá 23. maí • Ótrúlegt verðlag • Iðandi mannlíf • Einstök gestrisni • Stórkostleg náttúrufegurð • Óteljandi menningarperlur • Spennandi skoðunarferðir Ferðanýjung ársins! Fagurt og framandi - fyrir þig! ���������� ��������������������� Þ ar á andinn óðul sín/öll sem verða á jörðu fundin, sungu Þingeyingar um sitt hérað hér forðum daga. Í dag mætti ætla að þeir hefðu verið beittir vúdú göldrum. Þeir hafa sannað þá stað- reynd að búi menn við of mikla fegurð of lengi, hætti þeir að sjá hana. HAMINGJAN sem yfirvofandi álversframkvæmdir boða er sögð mikil. Birtar myndir af henni í sjónvarpsfréttum. Er það líklega í fyrsta sinn sem landslýður fær að sjá fögnuð að hætti Þingeyinga og tímabært að við hin fáum að berja þvílíka stuðbolta augum. Hvergi annars staðar á byggðu bóli finnst flokkur sem situr eins þykkju- þungur, þögull og úlpuklæddur, mænandi ofan í kollurnar sínar á bæjarbarnum af einskærri ham- ingju. Fagnaðarlæti af slíku tagi sjást helst í jarðarförum sunnan heiða. Hefði verið forvitnilegt að sjá hinn þingeyska óðalsanda í herbúðum hinna, sem ekki vilja álver í sína sveit. En það er nú eins og það er. Nú skal troða rökum álvers oní þjóðina og hverjum er þá ekki sama um hina hlið máls- ins? SVO kemur málsvari ál-myrkra- höfðingjanna á Íslandi, ráðherra orkumála, og boðar lýðnum mik- inn fögnuð. Veifar gulrótum á við göng undir Vaðlaheiði sem hún segir hafa verið alllengi í umræð- unni, jafnvel veg og brú yfir Skjálfandafljót þar sem fram- kvæmdir yrðu að hluta í höndum einkaaðila, væntanlega þing- eyskra... VÆRI ég Þingeyingar myndi ég spyrna við fótum á þann einstaka þvergirðingshátt sem þeirri sýslu er tamur og selja mína jarðarmóð- ur dýrt. Láta lofa meiru. Fyrst byrjað er á því að lofa göngum og brúm og vegum er aldrei að vita hvað fæst þegar frammí sækir. Kannski væri hægt að fá fullkom- ið bókasafn í hverja sveit með bókum á velflestum tungumálum heims eins og tíðkaðist þar á önd- verðri tuttugustu öldinni, láta byggja upp atvinnuleikhús og reisa tónlistarhús utan um þá stór- merkilegu tónlistariðkun sem þrífst í héraði þar sem menn fæð- ast svona almennt með músík í blóðinu. Væri ég Þingeyingur myndi ég krefjast þess að fá mörg óðul til að rækta þann anda sem skáldin hafa bent á að hafi heimil- isfesti í héraðinu. Í ÁLSAMHENGINU segir téður ráðherra stjórnvöld „náttúrulega“ fara með efnahagsmál í landinu, þótt sú lítilsiglda kvenpersóna sem þetta ritar sjái ekkert nátt- úrulegt við það lögmál, heldur staðfestingu á því að stjórnvöld séu algerlega orðin ringluð þegar muninn á náttúru og peningum ber á góma. Það sem er náttúru- legt í Þingeyjarsýslu er fegurðin og mannauðurinn og hefði verið þúsund vega, brúa og gangna virði. Hvers konar stjórnvöld eru það sem sjá það ekki? Blessuð sértu sveitin mín

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.