Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.03.2006, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 03.03.2006, Qupperneq 72
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Tyrkland Marmaris og Içmeler sumarið 2006 Nánari uppl‡singar um fer›ir ásamt l‡singum á hótelum er a› finna á www.urvalutsyn.is Úrval-Útsýn, Lágmúla 4: 585 4000 – Akureyri: 460 0600 – Vestmannaeyjum: 481 1450 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 3 16 10 03 /2 00 6 Vinsælir gististaðirað seljast upp.Bókaðu strax! Stórar, glæsilegar íbúðir með 2 svefnherb. 39.800* á mann m.v. 3 fullorðna og 2 börn, 2ja-11 ára, í íbúð m/2 svefnherbergjum í 7 nætur, 27. júní. Faber Nýtt og notalegt íbúðahótel 42.600* á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2ja-11 ára, í íbúð m/1 svefnherbergi í 7 nætur, 18. júlí. Forum *Flug, flugvallarskattar, gisting og íslensk fararstjórn. Upplifðu hið fullkomna sumarfrí fjölskyldunnar: • Glæsilegir gististaðir • Vikulegt leiguflug frá 23. maí • Ótrúlegt verðlag • Iðandi mannlíf • Einstök gestrisni • Stórkostleg náttúrufegurð • Óteljandi menningarperlur • Spennandi skoðunarferðir Ferðanýjung ársins! Fagurt og framandi - fyrir þig! ���������� ��������������������� Þ ar á andinn óðul sín/öll sem verða á jörðu fundin, sungu Þingeyingar um sitt hérað hér forðum daga. Í dag mætti ætla að þeir hefðu verið beittir vúdú göldrum. Þeir hafa sannað þá stað- reynd að búi menn við of mikla fegurð of lengi, hætti þeir að sjá hana. HAMINGJAN sem yfirvofandi álversframkvæmdir boða er sögð mikil. Birtar myndir af henni í sjónvarpsfréttum. Er það líklega í fyrsta sinn sem landslýður fær að sjá fögnuð að hætti Þingeyinga og tímabært að við hin fáum að berja þvílíka stuðbolta augum. Hvergi annars staðar á byggðu bóli finnst flokkur sem situr eins þykkju- þungur, þögull og úlpuklæddur, mænandi ofan í kollurnar sínar á bæjarbarnum af einskærri ham- ingju. Fagnaðarlæti af slíku tagi sjást helst í jarðarförum sunnan heiða. Hefði verið forvitnilegt að sjá hinn þingeyska óðalsanda í herbúðum hinna, sem ekki vilja álver í sína sveit. En það er nú eins og það er. Nú skal troða rökum álvers oní þjóðina og hverjum er þá ekki sama um hina hlið máls- ins? SVO kemur málsvari ál-myrkra- höfðingjanna á Íslandi, ráðherra orkumála, og boðar lýðnum mik- inn fögnuð. Veifar gulrótum á við göng undir Vaðlaheiði sem hún segir hafa verið alllengi í umræð- unni, jafnvel veg og brú yfir Skjálfandafljót þar sem fram- kvæmdir yrðu að hluta í höndum einkaaðila, væntanlega þing- eyskra... VÆRI ég Þingeyingar myndi ég spyrna við fótum á þann einstaka þvergirðingshátt sem þeirri sýslu er tamur og selja mína jarðarmóð- ur dýrt. Láta lofa meiru. Fyrst byrjað er á því að lofa göngum og brúm og vegum er aldrei að vita hvað fæst þegar frammí sækir. Kannski væri hægt að fá fullkom- ið bókasafn í hverja sveit með bókum á velflestum tungumálum heims eins og tíðkaðist þar á önd- verðri tuttugustu öldinni, láta byggja upp atvinnuleikhús og reisa tónlistarhús utan um þá stór- merkilegu tónlistariðkun sem þrífst í héraði þar sem menn fæð- ast svona almennt með músík í blóðinu. Væri ég Þingeyingur myndi ég krefjast þess að fá mörg óðul til að rækta þann anda sem skáldin hafa bent á að hafi heimil- isfesti í héraðinu. Í ÁLSAMHENGINU segir téður ráðherra stjórnvöld „náttúrulega“ fara með efnahagsmál í landinu, þótt sú lítilsiglda kvenpersóna sem þetta ritar sjái ekkert nátt- úrulegt við það lögmál, heldur staðfestingu á því að stjórnvöld séu algerlega orðin ringluð þegar muninn á náttúru og peningum ber á góma. Það sem er náttúru- legt í Þingeyjarsýslu er fegurðin og mannauðurinn og hefði verið þúsund vega, brúa og gangna virði. Hvers konar stjórnvöld eru það sem sjá það ekki? Blessuð sértu sveitin mín
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.