Fréttablaðið - 27.03.2006, Page 8
27. mars 2006 MÁNUDAGUR
Framtíðarsjóður
Ber hæstu vexti almennra innlánsreikninga
Engin lágmarksinnborgun
Verðtryggður
Bundinn til 18 ára aldurs
Kjör haldast óbreytt þótt innstæða sé ekki
tekin út við 18 ára aldur
Vildarviðskiptavinur Sparisjóðsins sem gefur
fermingarbarni 5.000 króna gjafabréf í Framtíðar-
sjóð Sparisjóðsins eða meira fær 2.000 króna
viðbót við gjöfina frá Sparisjóðnum. Gefðu
gjöf sem stækkar í pakkanum!
Gjöfin vex í
pakkanum
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
1
6
7
1
3
5.000 kr. verða 7.000 kr.
Kíktu á spar.is og reiknaðu út ávöxtun á
sparnaði í Framtíðarsjóði Sparisjóðsins.
SAMGÖNGUMÁL Í samgönguráðu-
neytinu er verið að leggja loka-
hönd á reglugerð um ökugerði,
eða sérstakar brautir til æfinga og
þjálfunar þeirra sem eru að fá
ökuskírteini í fyrsta sinn.
Að sögn Sturlu Böðvarssonar
samgönguráðherra er gert ráð
fyrir að próf fari fram á slíkum
æfingasvæðum í framtíðinni áður
en ungir ökumenn fá fullnaðar-
ökuskírteini og þannig er vonast
til að þeir verði betur færir um að
takast á við misjafnar aðstæður á
vegum úti. Líklega verður eitt
ökugerði byggt til að byrja með en
þar verður að finna allar helstu
aðstæður sem ökumenn geta lent í
allan ársins hring. Hafa slík öku-
gerði bætt mjög kennslu og þjálf-
un erlendis. Hérlendis verður öku-
gerðið ennfremur notað til að
endurmennta eldri bílstjóra og þá
sér í lagi bílstjóra stærri öku-
tækja. Vonir standa til að ökugerð-
ið verði orðið að veruleika á næstu
árum en óvíst er hvar á landinu
slíkt svæði yrði staðsett. - aöe
SNJÓR OG HÁLKA Í framtíðinni munu allir sem fá ökuskírteini þurfa að sanna sig við alls
kyns aðstæður í svokölluðu ökugerði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Reglugerð um ökugerði langt komin í samgönguráðuneytinu:
Gerir unga ökumenn færari
BAUGSMÁL Einungis um fjórtán
prósent landsmanna telja að upp-
haf Baugsmálsins megi rekja til
gruns um lögbrot og tæp 80 pró-
sent vilja að málarekstri verði
hætt. Þetta er meðal þess sem fram
kemur í könnun sem IMG Gallup
vann fyrir Fjölmiðlavaktina á dög-
unum 20. til 22. mars. Könnunin
var gerð til notkunar í skýrslu sem
Fjölmiðlavaktin vinnur nú að fyrir
Baug Group.
Spurt var hvort halda ætti mála-
rekstrinum áfram eða hætta
honum og sögðust 78,6 prósent
þeirra sem tóku afstöðu vilja að
honum yrði hætt. Þrátt fyrir það
taldi einungis þriðjungur að mála-
rekstrinum væri lokið. Meirihlut-
inn reyndist hafa rétt fyrir sér en
könnunin var stöðvuð síðastliðinn
þriðjudag þegar í ljós kom að
ákæruvaldið hugðist áfrýja dómi
héraðsdóms.
Einnig var spurt hvort menn
teldu einhverja hafa komið sér-
staklega vel eða illa út úr málinu.
Tveir þriðju hlutar svarenda
sögðu engan hafa komið vel út en
af þeim sem voru á öndverðum
meiði nefndu nánast allir sakborn-
ingana.
Öllu fleiri töldu einhverja hafa
komið sérstaklega illa út úr málinu
en áttatíu prósent svöruðu þeirri
spurningu játandi. Nefna mátti
fleiri en einn aðila sem menn töldu
hafa komið illa út og voru þar sak-
sóknari og lögregluembættið efst á
blaði og voru nefnd af um fjórð-
ungi svarenda hvort. Ríkislög-
reglustjóri, Jón Gerald Sullen-
berger, ákæruvaldið, íslenska
ríkið, Davíð Oddsson, Jónína Bene-
diktsdóttir og dómsmálaráðherra
komu næst og voru nefnd af átta til
fimmtán prósentum svarenda.
Þegar spurt var um upphaf
Baugsmálsins mátti einnig nefna
fleiri en eitt atriði og nefndu 14,3
prósent grun um lögbrot. Fleiri
töldu þó öfund liggja að baki, eða
fimmtungur, og fimmtán prósent
nefndu pólitík. Davíð Oddsson
nefndu 13,6 prósent, níu prósent
nefndu illgirni og 7,4 prósent
hefnd.
Spurningalistar voru sendir
með tölvupósti til 1.200 einstakl-
inga á aldrinum 16 til 75 ára og
svarhlutfall var 57,5 prósent.
stigur@frettabladid.is
Fæstir fylgjandi
frekari málarekstri
Mikill meirhluti landsmanna er fylgjandi því að málarekstri í Baugsmálinu
verði hætt og fáir telja grun um lögbrot hafa búið að baki málinu. Þetta kemur
fram í könnun sem Gallup gerði fyrir skýrslu sem Baugur vinnur að.
SKATTAMÁL Jóhanna Sigurðardóttir
alþingismaður segir að fjármála-
ráðherra hafi staðfest í svari við
fyrirspurn sinni um skattbyrði
ákveðinna tekjuhópa á tímabilinu
1995-2007 að skattbyrði hafi auk-
ist hjá öllum nema hátekjufólk-
inu.
Jóhanna spurði um skattbyrði
hjóna með tvö börn undir sjö ára
aldri frá 1995 til 2006, þar sem
bæði voru útivinnandi og með jöfn
laun. Hún miðaði við 100 þúsund
króna mánaðarlaun, 150 þúsund,
175 þúsund, 208 þúsund, 290 þús-
und og eina milljón á
mánuði.
Jóhanna
segir að svar
fjármálaráð-
herra sýni að
allir tekjuhóp-
arnir hafi fengið aukna skattbyrði
upp á þrjú til fjögur prósent nema
þeir sem eru með milljón eða
meira á mánuði. Skattbyrði þeirra
hafi verið 40 prósent en lækkað
niður í 32 prósent. Hún hafi því
minnkað.
Í svarinu kemur einnig fram að
fólk sem var með 100 þúsund krón-
ur á mánuði fékk minna til baka úr
skattkerfinu sem þýðir að barna-
bæturnar hafa lækkað.
„Þetta er bara staðfesting á því
að skattar hafa hækkað hjá öllum
nema hátekjuhópunum,“ segir
Jóhanna. - ghs
JÓHANNA SIGURÐAR-
DÓTTIR ALÞINGIS-
MAÐUR
Jóhanna Sigurðardóttir um svar fjármálaráðherra við fyrirspurn um skattbyrði:
Staðfestir skattahækkun
HÉRAÐSDÓMUR Aðeins 14 prósent aðspurðra í könnun Gallup telja að upphaf Baugsmáls-
ins megi rekja til gruns um lögbrot. Fleiri telja öfund eða pólitík búa að baki.
SKATTBYRÐI 1995-2006
Skattbyrði
1996 miðað
við jöfn laun
beggja
Skattbyrði
1996/annað
hjóna á vinnu-
markaði
Skattbyrði
2007, mánað-
arlaun hækkuð
með vísitölu
-1
5,
1%
9,
3%
22
,2
%
-1
5,
1%
12
,1
%
24
,9
%
-
8,
2%
13
,3
%
24
,1
%
Mánaðarlaun
100.000
175.000
290.000
1.000.000
40
,5
%
32
,0
%
40
,2
%*Súluritið sýnir hvern-
ig skattbyrði hjóna
með tvö börn undir
sjö ára aldri hefur
þróast 1995-2006 að
teknu tilliti til þróunar
launavísitölu miðað
við ákveðin mánað-
arlaun árið 1995.