Tíminn - 23.10.1977, Side 3
Sunnudagur 23. október 1977
3
Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra flutti ávarp viö setningu ráðstefnunnar um framhalds-
menntun i ráðstefnusal Loftleiða f g®r.
BHM þingar um
Göngudeild
stofnuð
í Hengli i dag
— Kynningarfundur göngu-
deildar Víkings gaf góð fyrir
heit um framtíð deildarinnar
Kynningarfundur göngudeildar
Vfkings var haldinn s.l. fimmtu-
dag og mættu á honum 106
manns, sem gefur góð fyrirheit
um framtíð deildarinnar. Eins og
skýrt var frá í Timanum fyrr I
vikunni, er markmiö deildarinnar
að efna til gönguferða og útiveru,
aðallega á Hengilssvæðinu, en
þar á Vikingur skála, en starf-
semin verður alls ekki einskorðuð
við það landssvæði, heldur gengið
vfðar eftir áhuga og aöstæðum
hverju sinni.
Stofnfundur verður siöan I
skíðaskálanum f Sleggjubeinsdal
kl. 12 á sunnudag, og klukkustund
siðar verður gengið á tindinn
Skeggja, sem verður fyrsta afrek
hinna nýbökuðu félagsmanna.
Rétt mun aö taka fram, að þaö er
alls ekkert skilyrði fyrir að gerast
félagar á stofnfundinum, að
ganga á tindinn, nema fyrir þá
sem vilja og treysta sér.
Af þeim, sem mættu á kynn-
ingarfundinn, voru ekki nema ör-
fáir félagar i Iþróttafélaginu Vik-
ingi, og er ekkert skilyrði fyrir
þátttöku I göngudeildinni að hafa
verið félagi I Vikingi, þótt göngu-
deildin sé við það kennd og skáli
félagsins við Hengil verði aðal-
bækistöð göngudeildarinnar.
Vonast er til, að sem flestir mæti I
Sleggjubeinsskarði á sunnudags-
morgun og gerist félagar, en
deildin erætluðjafnt ungum sem
gömlum og verður starfsemin við
það miöuö.
Leiðin að Vlkingsskálanum á
Hengilssvæöinu liggur skammt
neðan við Kolviðarhól og er ekið I
norðurátt frá hólnum og verða
áreiðanlega margir á ferð og auö-
veltaö finna Vikingsskálann laust
fyrirhádegi á morgun, sunnudag.
framhaldsmenntun
1 gær hófst tveggja daga ráð-
stefna á vegum Bandalags há-
skólamenntaðra manna um
menntun á framhaldsskólastigi. 1
setningarræöu sagði Jónas
Bjarnason formaður BHM, aö
mikil umræða hefði farið I gang
um þessi málefni, vegna frum-
varps tillaga um framhaldsskóla
sem lagt var fyrir Alþingi á
slðasta starfsári og yrði það
mikið til umræðu á ráðstefnunni.
Breytingar á framhaldsskólastigi
veröa til þess, að nemendur öðl-
ast annanundirbúning og mun sii
þróun hafa áhrif á háskólanám.
— Menn geta spurt að þvl,
hvers vegna BHM hefur ráðist I
að halda þessa ráðstefnu — sagöi
Jónas — og að það séu margir aö-
ilar fleiri, sem ættu að gera það.
Þaö er engin röksemd, bezt væri
að sem flestir Héldu ráðstefnu um
þessi mikilvægu málefni.
Þá flutti næstur ávarp Vil-
hjálmur Hjálmarsson, mennta-
málaráðherra, og lýsti hann yfir
ánægju sinni með þann mikla
áhuga er' þessu máli væri sýndur.
Umræða um menntunar- og
fræðslumál þola verr stöðnun en
annað I þjóðfélaginu — sagöi Vil-
hjálmur. Hann sagðist vona, að
hægt yröi aö kynna endurskoð-
unarfrumvarpið á þessu þingi, en
jafnframtsagðist hann ekki vera
bjartsýnn um að svo yröi, þetta
eru mál, sem verður aö vanda til.
Margir málaflokkar
1 gær tóku einnig til máls Jón
Böðvarsson og Olafur H. Óskars-
son og fjölluðu um skipulag fram-
haldsskólastigsins, Kristján J.
Gunnarsson ræddi um yfirstjórn
skóla, vald og ákvarðanatöku og
örn Helgason talaði um samband
háskóla og framhaldsskóla.
Aframhald ráðstefnunnar er I
dag, og hefst á þvi aö flutt veröur
erindi Páls Skúlasonar og Svein-
björnsBjömssonar um, hvaðráði
skiptingu námsefnis milli fram-
haldsskóla og háskóla. Halldór
Guðjónsson mun þá á eftir flytja
ræðu um undirbúning háskóla-
náms hér og erlendis.
Vinnuhópar
Kl. 11 I dag er svo ráögert að
vinnuhópar taki til starfa og mun
öll umræöa fara fram I sllkum
hópum, sem munu skila áliti I lok
ráöstefnunnar I kvöld. Starfshóp-
amir sjö taka eftirfarandi til um-
fjöllunar.
1. hópur: Æðrimenntun og mark-
mið kennslu.
Stjómandi: Sigurjón Bjiýns-
son.
2. hópur: Skólar á haskólastigi.
Hvaða nám verður talið háskóla-
nám?
Stjórnandi: Olafur Jens
Pétursson.
3. hópur: Kröfur háskóla um
þekkingu og þroska nemenda við
upphaf háskólanáms.
Stjórnandi: Guðrún Friðgeirs-
dóttir.
4. hópur: Menntun kennara fyrir
grunnskóla og framhaldsskóla.
Stjórnandi: Þórir Ólafsson.
5. hópur: Yfirstjórn, vald og
ákvarðanataka i skólamálum.
Stjórnandi: Þórir Einarsson.
6. hópur: Fullorðinsfræðsla —
námsflokkar, öldungadeildir,
bréfaskólar, framtlðarskipulag
og tengsl þeirra við framhalds-
skólann.
Stjórnandi: Guðrún Halldórs-
dóttir.
7. hópur: Áfangakerfi —kostir og
annmarkar, mismunandi teg-
undir áfangakerfa, hvernig skal
koma á áfangakerfi I skólum þar
sem bekkjakerfi er fyrir.
Þátttakendur I ráðstefnunni eru
hátt á annaö hundraö, en fundar-
stjórar em Andri Isaksson, Ing-
ólfur Þorkelsson og Sigrlður Val-
geirsdóttir. Fundarritarar eru
Kristján Thorlacius, Sigriöur As-
grimsdóttir og Ottar Eggertsson.
I undirbúningsnefnd ráöstefn-
unnar eru Jónas Bjamason, Skúli
Halldórsson, Ölafur Jens Péturs-
son, Asmundur Eggertsson, Ottar
Eggertsson, Halldór Guðjónsson,
Þórir Ólafsson og Kristján Bersi
Ólafsson.
Höfum á söluskrá mikið úrval
notaðra vörubifreiða,
Búkka, 2ja og 3ja öxla:
Scania, Benz, M.A.N., Volvo af ýmsum tegundum
og árgerðum.
Einnig mikið úrvai af alskonar vinnuvélum.
Aiiar frekari upplýsingar hjá
<VM>
Vagnhöfða 3
k Reykjavik
Simi 8-52-65
Vörubila- &
vinnuvélasala
V erkfallsvísur
Hér er ýmist of eða van,
öfga skammt á milli,
mér finnst þetta feigðarflan
og fjarri góðri snilli.
Útvarpsþular árdagsmas
oft vill litið gleðja.
Nú verkfall er og vinnuþras,
þeir varla mega kveðja.
Meðalhófið margur hér
mætti betur finna.
Unun mesta er það mér,
ef ég fæ að vinna. Torfi Skorrdal.
I hádeginu alla daga
Shawarma
Israelskur grillréttur
Borinn fram í brauóhleif,
meó sinnepssósu
og salati
VerÓ kr 500/-
VeriÓ velkomin
HOTEL
LOFTLEIÐIR
Veitingabúó