Fréttablaðið - 31.05.2006, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 31.05.2006, Qupperneq 4
4 31. maí 2006 MIÐVIKUDAGUR Þú kaupir eitt glas af Vega Champignon og færð eitt glas af Vega Slimaide í kaupauka. Champignon +FOS og Spirulina inniheldur mikið af æskilegum vítamínum og næringarefnum, léttir undir með hreinsunar- ferli líkamans, hefur jákvæð áhrif á þarmaflóruna og dregur úr líkamslykt. Slimade Formula með krómi og HCA - góð hjálp í aðhaldinu. Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni - Egilsstöðum - Höfn - Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupsstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd - Selfossi - Laugarási ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L YF 3 20 29 05 /2 00 6 SLIMAIDE OG DETOX TVENNUTILBOÐ GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 30.05 2006 Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur 71,82 72,16 Sterlingspund 134,91 135,57 Evra 92,42 92,94 Dönsk króna 12,394 12,466 Norsk króna 11,807 11,877 Sænsk króna 9,968 10,026 Japanskt jen 0,6413 0,6451 SDR 107.23 107,87 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 127,7045 AUSTUR-TÍMOR, AP Xanana Gusmao, forseti Austur-Tímors, sagðist í gær hafa tekið sjálfur að sér yfir- stjórn hersins til þess að koma hömlum á óöldina í höfuðborginni Dili, þar sem hópar manna vopnuð- um sveðjum hafa farið um ræn- andi og ruplandi og lagt eld að húsum. Þúsundir íbúa hafa yfirgefið borgina, en þeir sem eftir eru hafa margir lent í átökum hver við annan til þess að verða sér úti um mat, sem þar er af skornum skammti. Tilkynningin frá Gusmao barst skömmu eftir að bæði varnarmála- ráðherra og innanríkisráðherra ríkistjórnar landsins voru reknir frá störfum. Jose Ramos Horta, friðarverð- launahafi Nóbels sem gegnir emb- ætti utanríkisráðherra í stjórninni, viðurkenndi í gær að stjórninni hefði gersamlega mistekist að hafa stjórn á ástandinu. Hann vildi kenna Mari Alkatiri forsætisráð- herra um. Gusmao sagðist í yfirlýsingu sinni taka alla ábyrgð á öryggis- málum í landinu í þrjátíu daga. Hann hefur jafnan gætt sín á að blanda sér ekki með neinum hætti í stjórnmálin heldur látið sér nægja að gegna táknrænu embætti for- setans. - gb Í FYLGD FRIÐARGÆSLULIÐA Alkatiri forsæt- isráðherra gengur á fund Gusmao forseta í fylgd ástralskra friðargæsluliða, sem hafa verið á Austur-Tímor frá því í síðustu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Ekkert lát á átökum á Austur-Tímor: Gusmao forseti grípur inn í BORGARSTJÓRN Oddvitar Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks í borgarstjórn Reykjavík- ur tóku það rólega í gær. Engir formlegir fundir voru milli borg- arfulltrúa flokkanna um fyrir- hugað meirihlutasamstarf, sem var handsalað í fyrradag. Björn Ingi Hrafnsson sagði allt í góðum gír og sömu sögu var að segja af Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni. Við- ræður muni halda áfram fram að helgi. Ekki er búið að ganga endan- lega frá því hverjir munu stjórna einstökum nefndum og ráðum í stjórnkerfi borgarinnar, sem tryggir forræðið yfir ákveðnum málaflokkum. Þó er búið að teikna upp ákveðna skiptingu, sem sögð er geta breyst í áframhaldandi viðræðum. Björn Ingi valdi frekar að vera formaður borgarráðs en forseti borgarstjórnar. Líklegt er að annar maður á lista Sjálfstæð- isflokksins, Hanna Birna Kristj- ánsdóttir, setjist í stól forseta. Auk borgarráðs eru sjö megin- stoðir í stjórnkerfi Reykjavíkur- borgar. Mikilvægustu nefndirnar stjórna skipulagsmálum, mennta- málum, velferðarmálum og íþrótta- og tómstundamálum. Síðan er menningar- og ferða- málaráð, framkvæmdaráð og umhverfisráð. Líklegt þykir að framsóknarmenn stjórni tveimur til þremur þessara nefnda. Einnig er ekki útilokað að þessari skipt- ingu málaflokka verði eitthvað breytt. Borgarfulltrúarnir hafa tekið saman áherslumál flokkanna fyrir kosningarnar til að byggja stefnu sína á. Fjölskyldumál voru þar áberandi. Stefnumál Fram- sóknarflokksins voru mun ítar- legri og líklegt að framsóknar- menn þurfi að gefa eitthvað eftir til að miðla málum milli flokk- anna. bjorgvin@frettabladid.is Tóku sér frí frá við- ræðum um borgina Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Björn Ingi Hrafnsson gerðu hlé á viðræðum sín í milli í gær. Tekist er á um forræðið yfir ákveðnum málaflokkum í Reykjavík. SAMSTARFIÐ INNSIGLAÐ Björn Ingi Hrafnsson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson innsigluðu samstarfið með handabandi í fyrradag en tóku það rólega í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SÓMALÍA, AP Komið hefur til ítrek- aðra bardaga í Austur-Afríkuríkinu Sómalíu og létu 17 manns lífið í höf- uðborginni Mógadisjú á laugardag. Íslamskir uppreisnarmenn og fylk- ingar sem hliðhollar eru herstjórn berjast um völdin í landinu, en engin ríkisstjórn hefur starfað í Sómalíu síðan 1991. Leiðtogar íslömsku upp- reisnarmannanna viðurkenna ekki stjórnvöld landsins þar sem þau eru ekki grundvölluð á íslam. Hundruð manna hafa flúið höf- uðborgina seinustu daga og óttast menn að sjúkrahús í borginni muni brátt ekki getað annað öllum fórnar- lömbum átakanna. Hátt í 200 manns hafa látið lífið í átökunum síðustu daga, sem blossuðu upp í landinu um miðja síðustu viku eftir skamm- vinnt vopnahlé. - khh Barist í Mógadisjú: Öll sjúkrahús að fyllast LANDBÚNAÐUR Slæmt veðurfar í maí hefur valdið bændum nokkrum erf- iðleikum en snjór þekur enn land á mörgum býlum Norðanlands. Guðmundur Gunnarsson, starfs- maður hjá Búgarði á Akureyri, segir að veðurfarið muni seinka heyskap um tvær til þrjár vikur og sumstað- ar er hætta á að einungis verði hægt að heyja einu sinni yfir sumarið. Bændur hafa þurft að halda búfénaði lengur inni og þar sem ennþá er snjór er ekki hægt að hleypa því út. Guðmundur telur að gróðurinn muni ekki skemmast en að það verði augljóslega seinkun á honum og að uppskeru seinka. -gþg Kuldakastið í maí: Kuldi tefur heyskapinn HEYSKAPUR Í REYÐARFIRÐI. Slæmt veður- far mun seinka heyskap. FRÉTTABLAÐIÐ/GUNNAR LÖGREGLUMÁL Nokkrir menn brut- ust inn í sumarbústað í Grímsnesi um helgina og slógu upp góðri veislu og er þeirra nú leitað af lög- reglu á Selfossi. Varð mönnunum að falli að mynda veisluhöldin til minningar en gleymdu svo mynda- vélinni á staðnum eftir að þeir fóru. Framkallaði lögregla þær og telur sig vita hverja um sé að ræða og er þeirra nú leitað. - aöe Brutust inn í bústað: Héldu veislu STJÓRNSÝSLA Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur lagt fram þingsályktunartillögu um aðgang að opinberum gögnum um örygg- ismál. Samkvæmt tillögunni verð- ur skipuð nefnd undir formennsku stjórnarformanns persónuvernd- ar til að skoða gögn í opinberri vörslu sem snerta öryggismál Íslands, ytra og innra öryggi, á árunum 1945 til 1991. Nefndin skal móta hugmyndir um hvernig frjálsum aðgangi fræðimanna að gögnunum verður háttað og ljúka störfum með skýrslu til Alþingis eigi síðar en í árslok 2006. - shá Símhleranir stjórnvalda: Rannsóknar- nefnd skipuð GASASTRÖND, AP Hamas-leidd heimastjórn Palestínu mun greiða hluta þriggja mánaða launa sem hún skuldar 165.000 starfsmönn- um sínum, að sögn Ismail Haniyeh forsætisráðherra í gær, eftir að þúsundir Palestínumanna mót- mæltu stjórninni. Haniyeh sagði að fólkið fengi sendar launaávísanir „á næstu dögum“. Um fjórðungur starfs- mannanna fær full mánaðarlaun, 24.000 íslenskar krónur, en aðrir fá hluta af upphæðinni sem þeir eiga inni. Stjórnin hefur ekki getað greitt launin síðan Vesturlönd stöðvuðu fjárframlög sín til Palestínu vegna þess að Hamas hreyfingin neitar að viðurkenna tilverurétt Ísraels. - smk Palestínustjórn: Opinberir starfs- menn fá laun LAUNA KRAFIST Palestínumenn börðu utan tóma potta í mótmælum gegn stjórnvöld- um í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.