Fréttablaðið - 31.05.2006, Side 14

Fréttablaðið - 31.05.2006, Side 14
14 31. maí 2006 MIÐVIKUDAGUR KOSNINGAR „Ein tilgátan er sú að keimlík stefnumál flokkanna sem buðu sig fram nú hafi valdið því að fólk hafi talið það litlu skipta hvort kosið var eða ekki,“ segir Ólafur Þ. Harð- arsson, stjórn- málafræðingur við Háskóla Íslands. Kjörsókn í sveitarstjórnar- kosningunum í Reykjavík var sú dræmasta um langa hríð en aðeins 77 prósent kosningabærra manna í höfuðborginni greiddu atkvæði um helgina samanborið við 82 prósent fyrir fjórum árum. Er þetta í fyrsta sinn sem dregur verulega úr þáttöku í en Ólafur segir þó að 77 prósent sé engu að síður hátt hlutfall í alþjóðlegum samanburði. „Erlendis hefur kjör- sókn minnkað verulega bæði í þing- og sveitarstjórnarkosning- um og við gætum verið að taka fyrstu skrefin til sams konar þró- unar.“ Ólafur segist fullviss að almennur áhugi á stjórnmálum hafi ekki minnkað hérlendis held- ur sé ástæða dræmari kjörsókn núna séu minni hugmyndafræði- leg átök milli flokka. „Þau eru lík- leg til að skila sér í minni kjör- sókn.“ - aöe KJÖRDAGUR Dræm kjörsókn er ekki ávísun á minni almennan áhuga á stjórnmálum að mati Ólafs. Kjörsókn í sveitarstjórnarkosningum í Reykjavík ekki verið minni um langa hríð: Stefnumál flokka keimlík DÓMSMÁL Hjálparsveit skáta í Kópavogi og Slysavarnarfélagið Landsbjörg voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmd til að greiða manni sameiginlega 3,1 milljón króna auk 300 þúsunda króna í málskostnað. Að kvöldi gamlársdags 2001 var maðurinn að fást við skottertu, sem sprakk skyndilega með þeim afleiðingum að hann hlaut meðal annars áverka á vinstri hendi. Maðurinn var gestkomandi á heim- ili tengdasonar síns umrætt kvöld. Þeir voru að skjóta upp þriggja tommu skottertu sem tengdason- urinn hafði fengið hjá Hjálpar- sveit skáta í Kópavogi. Maðurinn var að skera pappalok af henni þegar hún sprakk, en tengdasonur hans stóð skammt frá með stjörnu- blys í hendi. Maðurinn hlaut 12 prósenta varanlegan miska og 12 prósenta varanlega læknisfræði- lega örorku. Hann stefndi Hjálpar- sveit skáta á þeirri forsendu að starfsmaður hennar hefði afhent tengdasyninum skottertu, sem ekki hefði verið ætluð til almennr- ar sölu, heldur til flugeldasýninga. Þá stefndi maðurinn tengdasyn- inum fyrir að hafa undir höndum ólöglegu vöru og að sprengingin kynni að hafa orðið vegna elds frá stjörnuljósinu sem tengdasonur- inn hélt á. Dómurinn sýknaði tengdason- inn en rétturinn komst að þeirri niðurstöðu að skottertan hefði verið gölluð. - jss Hjálparsveit skáta í Kópavogi og Landsbjörg dæmd til að greiða skaðabætur vegna slyss: Milljónir vegna galla í skottertu ÍTALÍA, AP Lögreglumenn víða um Evrópu handtóku á sunnudag 41 mann, eftir að ítalska lögreglan kom upp um glæpahring þar sem börn níu ára og eldri voru keypt eða leigð af fátækum fjölskyldum í Búlgaríu. Lögregla telur að vel yfir 100 börnum hafi verið smyglað til ýmissa Evrópulanda. Að sögn lögreglu var flestum börn- unum kenndur vasaþjófnaður, þó eitthvað hafi verið um kynlífsþrælk- un á þeim líka. Mennirnir, sem allir eru Búlgarar, voru handteknir á Ítalíu, í Búlgar- íu, Þýskalandi og Austurríki. Jafn- framt er verið að rannsaka aðild 75 manns til viðbótar að málinu. - smk Börn seld mansali: 41 maður handtekinn MENNTAMÁL Samtök iðnaðarins munu styrkja tvær stofnanir Háskóla Íslands um 2,5 milljónir króna á ári sam- kvæmt samningi sem undirritaður verður á mánudag- inn. Um er að ræða Aþjóðamálastofn- un og Rannsóknar- setur um smáríki en með þessum stuðningi verður hægt að efla til muna rannsóknir allar og verkefni innan stofnananna tveggja. Eru þær vettvangur fyrir þverfaglegt sam- starf á sviði alþjóðamála og smá- ríkjarannsókna innan skólans. - aöe KRISTÍN INGÓLFSDÓTTIR Samtök iðnaðarins: Styrkja tvær stofnanir HÍ Frestur til að afhenda ofangreinda seðla til innlausnar er fram að 1. júní 2007. Allir bankar og sparisjóðir eru skyldugir að taka við seðlunum til þess tíma og láta í staðinn peninga, sem ekki á að innkalla. Seðlarnir, sem innkalla á, eru lögmætur gjaldmiðill í lögskiptum manna til loka innköllunarfrestsins. Seðlabanki Íslands mun þó innleysa ofangreinda seðla í ekki skemmri tíma en 12 mánuði þar á eftir. Efni er varðar innköllunina má finna á vef Seðlabanka Íslands (www.sedlabanki.is). Reykjavík, 31. maí 2006 SEÐALBANKI ÍSLANDS Auglýsing um innköllun þriggja seðlastærða Samkvæmt reglugerð nr. 1125 frá 25. nóvember 2005, sem sett er með heimild í lögum um gjaldmiðil Íslands, nr. 22/1968, hefur forsætisráðherra, að tillögu Seðlabanka Íslands, ákveðið innköllun neðangreindra þriggja seðlastærða. Þessir seðlar voru fyrst útgefnir árið 1981. FLUGELDAR Skottertan var ekki ætluð í almenna sölu. DAUÐIR FISKAR Þúsundir fiska hafa drepist undanfarna daga á fiskeldisstöð í Suður-Kína af ókunnum ástæðum. Þó að Kínverjar verði ríkari með hverju árinu sem líður er lítið um náttúruvernd þar í landi og hefur mengun eyðilagt stóran hluta vatnsforða landsmanna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP AFGANISTAN, AP Banvænt umferð- arslys í Kabúl, sem bandarískir herbílar áttu hlut að, varð á mánu- dag kveikjan að verstu óeirðunum sem upp hafa komið í afgönsku höfuðborginni frá því innrásarlið undir forystu Bandaríkjamanna steypti talibanastjórninni þar í lok árs 2001. Talsmenn Bandaríkjahers í Afganistan greindu í gær frá því að bremsurnar hefðu bilað í her- trukki sem var á leið niður brekku í norðurhluta Kabúl á mánudags- morgun. Hann hefði því rekist á nokkra bíla heimamanna með þeim afleiðingum að allt að fimm manns létu lífið og aðrir slösuð- ust. Í framhaldi af slysinu óð æstur múgur um götur borgarinnar, fór ránshendi um verslanir og starfs- stöðvar erlendra hjálparsamtaka, kveikti í lögreglubílum og hrópaði „niður með Bandaríkin“. Allt að 11 manns létu lífið í þessum átök- um og 107 særðust, að sögn tals- mann afganskra yfirvalda. Hamid Karzai, forseti Afgan- istans, gaf út yfirlýsingu þar sem hann hvatti til stillingar. Útgöngu- bann var sett á borgina aðfarar- nótt þriðjudags og hermenn hafa staðið vörð víða um borgina til þess að koma í veg fyrir frekari átök. Að minnsta kosti tíu Íslend- ingar dvelja nú í borginni. Byssumaður á mótorhjóli skaut til bana þrjá afganska starfsmenn alþjóðlegra hjálparsamtaka og bílstjóra þeirra þar sem þeir voru á ferð í norðurhluta Afganistans í gær. Atvikið var ekki talið tengj- ast uppþotunum í Kabúl. - aa REIÐI Í GARÐ SETULIÐS Afganskir piltar henda grjóti að bandarískum herbíl í uppþotunum í Kabúl á mánudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Óeirðir eftir banaslys sem herbíll olli í Kabúl: Verstu uppþot frá falli talibana ÓLAFUR Þ. HARÐARSON Fundust hauslausir Lík þriggja lögreglumanna fundust í suðurhluta Afganistans á sunnudag og vantaði höfuðin á þau öll. Leitað hafði verið að mönnunum síðan á föstudag en yfirvöld komust á sporið eftir ábendingu frá þorpsbúum á svæðinu. Fullyrða stjórnvöld að talibanar hafi drepið lögreglumennina. AFGANISTAN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.