Fréttablaðið - 31.05.2006, Page 24

Fréttablaðið - 31.05.2006, Page 24
[ ] VR og fleiri stéttarfélög styrkja þátttöku félagsmanna sinna á námskeiðinu. Þau hafa lengt sinn sólarhring! “Ekki eingöngu les ég hraðar. Ég les með ...margfalt meiri skilning.” Inger, 24 ára Sjúkraliði og nemi. “...held ég sé á góðri leið með að ná inntökuprófinu í læknadeild í vor.” Bergþóra Þorgeirsdóttir, 18 ára næstum því stúdent. “...hvergi áður náð jafn hárri ávöxtun á tímasparnað ...” Fylkir Sævarsson, 39 ára Iðnfræðingur. Hvað segja nemendur okkar um námskeiðið: Frábært, markvisst, hnitmiðað, æviábyrgð, nytsamlegt, krefjandi, skemmtilegt, mjög gott, skipulagning, einbeiting, jákvæðni, mikil aðstoð, góður kennari, spennandi, árangursríkt, hvetjandi, góð þjónusta. Nýtt námskeið - 6 vikna námskei hefst 7. júní ... næsta 3. vikna hraðnámskeið 13. júní ... Akureyri 3. vikna hraðnámskeið 26. júní Skráning á sumarnámskeið er hafin á www.h.is og í síma 586-9400 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Menntamálaráðuneytið úthlut- aði rúmum 17 milljónum til 42 þróunarverkefna í framhalds- skólum og til fullorðinsfræðslu. Menntamálaráðuneytið hefur úthlutað styrkjum til þróunar- verkefna í framhaldsskólum og til fullorðinsfræðslu á árinu 2006. Alls var sótt um styrki til 57 verk- efna. Að fengnum tillögum nefndar sem metur umsóknir og gerir tillögur um úthlutun hefur menntamálaráðherra ákveðið að veita 17,1 milljón króna til 42 verk- efna. Hæstu styrkirnir fóru til Íslenskubrautar Alþjóðahússins sem fékk 900 þúsund krónur og Fjölbrautaskóla Suðurlands sem fékk 800 þúsund krónur fyrir verkefnið Hestamennska í almennum framhaldsskóla. Styrkir veittir til þróunarverkefna Alþjóðahúsið fékk hæsta styrkinn fyrir verkefnið Íslenskubraut. Hildur Mist Friðjónsdóttir var að ljúka öðru ári á hagfræði- sviði viðskiptabrautar í Versl- unarskóla Íslands. Hún segir að nám og félagslíf í Verslunar- skólanum sé frábært og mælir hiklaust með skólanum. Hildur er mjög ánægð með við- skiptabrautina og segir að hún sé að læra margt mjög skemmtilegt á henni. „Ég valdi þessa braut af því að á henni er kennt mikið af bókfærslu, hagfræði og stærð- fræði sem mér finnst allt mjög skemmtilegt.“ Á brautinni eru auk sérgreina kenndar allar hefðbundnar greinar til stúdentsprófs. „Við erum í íslensku og ensku öll árin, tökum einn áfanga í náttúrufræði á fyrsta ári og einn áfanga í sögu næsta vetur og erum þrjú ár í þýsku eða frönsku og tvö ár í dönsku. Grunn- urinn er svipaður og hjá öðrum en það sem er sérstakt við brautina er bókfærsla og hagfræði. Við vorum til dæmis í bókfærslu fyrir áramót og tölvubókhaldi eftir ára- mót, tökum rekstrarhagfræði og þjóðhagfræði og svo held ég að við tökum einn áfanga í lögfræði á síðasta árinu,“ segir Hildur. Hagfræðin er í mestu uppá- haldi hjá Hildi af því sem hún lærir á viðskiptabrautinni. „Það kom mér eiginlega á óvart hversu skemmtileg mér finnst hagfræð- in. Ég væri alveg til í að fara í hag- fræðinám í háskólanum eftir að ég útskrifast þó að ég búist við því að ég taki mér eitthvað frí fyrst. Mig myndi langa til þess að fara í háskóla úti en það getur vel verið að ég byrji hérna heima og fari síðan út.“ Hildur segir að á viðskipta- brautinni sé hægt að taka ýmsa valáfanga. „Við getum til dæmis valið um áfanga í dönskum kvik- myndum, heimspeki og Njálu. Mér finnst mest spennandi áfangi sem fjallar um gyðinga og nasista og allar útrýmingarbúðirnar en í þeim áfanga er farið til Póllands í lok annarinnar þar sem útrýmingar- búðir eru skoðaðar. Svo er hægt að taka áfanga sem heitir Frakkland - listir, menning og saga, og í honum er farið til Parísar í skoð- unarferð.“ Hildur telur að viðskiptabrautin sé mjög góður grunnur fyrir háskólanám í viðskiptafræði og hagfræði. „Námið er alveg til fyrir- myndar í Versló og ég mæli hik- laust með þessari braut fyrir þá sem hafa áhuga á viðskiptafræði og hagfræði. Svo er búið að breyta kerfinu í skólanum þannig að námið er hætt að vera bara við- skiptatengt og í honum er mjög góð náttúrufræðibraut og alþjóða- braut. Ég mæli með Versló fyrir alla sem vilja komast í góðan skóla.“ Félagslífið í Verslunarskólan- um er líka mjög gott að sögn Hild- ar. „Ég hef reyndar ekki tekið mik- inn þátt í því þar sem ég hef haft nóg annað að gera en flestir taka mjög virkan þátt í félagslífinu og það er mjög öflugt og gott starf sem er unnið í því.“ Hildur er komin í sumarfrí og ætlar að nota það vel en hún hlakk- ar samt til þess að byrja aftur í skólanum í haust. „Ég hlakka sér- staklega til þess að fara í sögu því ég hef ekki lært sögu síðan ég var í tíunda bekk og svo finnst mér alltaf mjög gaman að læra þýsku og hagfræði.“ emilia@frettabladid.is Viðskiptabrautin góður grunnur fyrir háskólann Hildi finnst hagfræði mjög skemmtileg og er ánægð með brautina sem hún valdi. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Allir geta gert eitthvað betur en aðrir. Það þarf ekki að vera mikið eða merkilegt til að koma sér áfram í lífinu. Sjáðu bara Arnold Schwarzenegger.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.