Fréttablaðið - 31.05.2006, Page 20

Fréttablaðið - 31.05.2006, Page 20
 31. maí 2006 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Pétur Gunnarsson og Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Mest lesna viðskiptablaðið AUGLÝSINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA Sa m kv æ m t fj ö lm ið la kö n n u n G al lu p o kt ó b er 2 00 5. Nú er liðinn sá dagur þegar kjós- endur landsins höfðu völdin í sveitarstjórnum landsins í hendi sér. Völdin eru nú komin í hendur fulltrúa þeirra, sem nú geta huns- að vilja kjósendanna að eigin vild næstu fjögur árin. Spaklegustu ummælin í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna féllu án efa af vörum Vilhjálms Þ. Vil- hjálmssonar í Morgunblaðinu á mánudag. Þau voru á þessa leið: „Þetta er ákveðinn sigur fyrir Sjálfstæðisflokkinn og hefði orðið frábær sigur hefðum við náð meirihluta“ (!) En svo kom í ljós að hann þurfti ekki að ná meiri- hluta. Framsókn hafði í kosninga- baráttunni brýnt sína kjósendur á því að slagurinn stæði á milli efsta manns Bé-listans og áttunda manns Sjálfstæðisflokksins. Nú er ljóst orðið að þar var einungis um skuggabox að ræða. Björn Ingi var áttundi maður Sjálfstæðis- flokksins og breytti „ákveðnum sigri“ hans í öruggan sigur og meirihluta. Þar með lauk langri tilvi- starkreppu, sem hófst fyrir tæpu hálfu ári við prófkjör framsóknar- manna í Reykjavík. Ákveðið var að binda prófkjörið ekki við flokksmenn eina heldur hafa það opið prófkjör. Aðstoðarmaður for- sætisráðherra atti þar kappi við fráfarandi borgarfulltrúa Önnu Kristinsdóttur og Óskar Bergs- son, sem löngum hefur verið virk- ur í flokksstarfi Framsóknar- flokksins í Reykjavík. Almennt hefur ekki tíðkast utankjörfund- aratkvæðagreiðsla í prófkjörum flokka, þótt hins vegar hafi þótt brenna við á stundum að kapps- fullir stuðningsmenn einstakra frambjóðenda hafi farið með kjör- kassa út um borg og bý og veitt mönnum inngöngu í flokk sinn og búið til kjörskrána jafnóðum. Fáar reglur gilda um prófkjör og þess- ar fáu iðulega býsna sveigjanleg- ar í hita bardagans. En nú brá svo við að við talningu atkvæða kom- ust þau Anna og Óskar lengi vel ekki á blað því að utankjörfundar- atkvæði voru talin fyrst og féllu að langmestu leyti á Björn Inga. Fjölmargir framsóknarmenn töldu maðka í mysunni og að smalað hefði verið utanflokksmönnum, einkum til utankjörfundarat- kvæðagreiðslunnar, og það ráðið úrslitum um kjör Björns Inga. Alls tóku 3.908 þátt í prófkjörinu en í kosningunum á laugardaginn kusu 4.056 Framsókn eða einungis 148 kjósendum fleira. Til að halda inn- anflokksfriðinn létu hinir óánægðu kyrrt liggja nema hvað Anna Kristinsdóttir hafnaði sæti á list- anum. Fullyrt hefur verið í mín eyru að svipuðum aðferðum hafi verið beitt við sjálfar kosningarnar á laugardaginn. Framsókn hlaut 3.184 atkvæði á kjörfundi en 872 atkvæði utan kjörfundar eða 28 prósent af kjörfundaratkvæðun- um, sem er allmiklu hærra hlut- fall en hjá hinum flokkunum, m.a.s. Sjálfstæðisflokknum, sem þó hefur verið talinn flokka ötul- astur við öflun utankjörstaðarat- kvæða. Það vakti athygli starfs- manna sýslumannsins í Reykjavík við utankjörfundaratkvæða- greiðsluna, að þangað komu heilu rútufarmarnir af útlendingum til að kjósa undir leiðsögn manns af erlendu bergi brotnum, sem vildi fylgja þeim eins langt og lög leyfðu – og helst lengra – inn á kjörstaðinn og aðstoða þá við að setja kross á kjörseðilinn, enda margir þeirra ókunnugir okkar stafrófi. Heimildarmenn mínir fullyrða að í einhverjum tilvikum hafi þessum útlendingum verið umbunað með greiðslu frá 2000- 8000 krónur á mann. Verður ekki öðru trúað en að þeir sem telja sig búa yfir vitneskju um þetta meinta misferli í kosningunum fylgi því eftir með kæru. „Það fannst einfaldlega ekki nægilega mikill samhljómur með frjálslyndum“, sagði Villi borgar- stjóri eftir að hann sleit viðræðum við Ólaf F. og hespaði af samning- um um stjórnarsamstarf við Björn Inga á innanvið tveimur klukku- stundum. Það var mikið í húfi, því að, eins og segir í leiðara Moggans í gær „þá má gera ráð fyrir að framtíð Landsvirkjunar verði á dagskrá borgarstjórnar á nýju kjörtímabili og augljóslega auð- veldari úrlausnar en ef meirihlut- inn hafði verið skipaður með öðrum hætti.“ Alkunnugt er að það er þegar á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins að einkavæða Landsvirkjun á næsta kjörtímabili. Til þess að svo megi verða þarf Orkuveita Reykja- víkur að selja sinn 45 prósenta hlut í fyrirtækinu á hagstæðu verði fyrir Landsvirkjun. Með nýfundnum samhljómi er svo opin og greið leið fyrir alþjóðleg risa- fyrirtæki eins og álfyrirtækin að kaupa hið einkavædda fyrirtæki með öllum vatnsréttindum og gögnum og gæðum. Margur finn- urinn mun geta makað krókinn á þeirri vegferð. Hafi einhver haldið að afhroð Framsóknarflokksins í þessum kosningum yrði til þess að hann hyrfi frá stóriðjustefnunni og greindi sig frá samstarfsflokkn- um er ljóst að svo er ekki. Þvert á móti borar hann sig enn frekar inn í hálsakot íhaldsins og verður ekki héðanaf frá þessum hýsli sínum skilinn, nema með meiriháttar skurðaðgerðum, á borð við þær, sem beitt er við aðskilnað samvax- inna tvíbura. Er Framsókn til? Samningaviðræður um meirihluta í sveitarstjórnum fylgja kosningum eins og dagur fylgir nótt. Þar gerast kaupin eins og á eyrinni. Það er óumflýjanlegt lögmál. Á því geta engir hneykslast. Þannig eru leikreglurnar. Hitt er annað að gild rök standa til þess að kjósendur hafi með beinum hætti möguleika á að kjósa tiltekna aðila til valda og kalla aðra frá ábyrgðinni. Þeir sem ekki eygja möguleika á meiri- hluta telja það á hinn bóginn ólýðræðislegt. Í þessu tilliti er afstaða flokka gjarnan breytileg eftir aðstæðum frá einum stað til annars. Kjarni málsins snýst á hinn bóginn um það hvort kjósendur taka í kosningum ákvörðun um völd og ábyrgð eða hvort for- ystumenn flokka véla þar einir um eftir kosningar. Það eru lýð- ræðisleg rök fyrir því að þetta vald sé hjá kjósendum fremur en forystumönnunum þó að þeir hafi vitaskuld lýðræðislegt umboð. Athyglivert er að svo háttar til að hreinn meirihluti er nú í 37 sveitarfélögum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur meirihluta í 13 og Samfylkingin í 3. Í Reykjavík mörkuðu nýafstaðnar kosningar þau þáttaskil að í fyrsta sinn í þrjá aldarfjórðunga voru kjósendur í óvissu að þessu leyti. Niðurstaðan var sú að í fyrsta sinn kom til þess að mynda þurfti meirihluta eftir kosningar, sem kjósendur höfðu ekki tekið ákvörðun um með skýrum hætti. Eðlilega taka menn nýjum meirihluta með ólíkum hætti. Það er eðli stjórnmálaátaka. En einhvern veginn er það svo að meiri- hlutaflokkarnir tveir falla inn í mismunandi umræðuandrúm. Aðspurður sagði væntanlegur borgarstjóri að hann yrði á þeim stóli bara áfram sami hæverski góði karlinn. Margt bendir til þess að þessi ummæli lýsi ágætlega upplifun margra af end- urkomu Sjálfstæðisflokksins undir forystu Vilhjálms Þ. Vil- hjálmssonar að meirihlutastjórn í Reykjavík. Að sumu leyti eru þessar aðstæður með öðrum pólitískum formerkjum líkar því sem gerðist í Kaupmannahöfn á síðasta ári þegar Ritt Bierregaard, langreynd í danskri pólitík, myndaði þar meirihluta í borgarstjórn. Þar virtist eftirspurn eftir reynslu vera ráðandi. Framsóknarflokkurinn fellur ekki inn í sama umræðuand- rúm. Er það sanngjarnt eða málefnalegt? Flokkurinn á vissulega við vanda að etja, sem hann verður að leysa og getur ekki kennt öðrum um. En sumt í viðbrögðunum varpar ljósi á ómálefnalegt umræðueinelti. Dæmi um þetta eru uppblásnar fullyrðingar um að Framsókn- arflokkurinn hafi gert hrossakaup um framgang tiltekins laga- frumvarps á Alþingi að skilyrði fyrir meirihlutamyndun í Reykjavík. Þetta eru dylgjur sem hvorki verða sannaðar né afsannaðar. En meðan þær eru ekki studdar rökum eru þær marklausar. Framsóknarflokkurinn rauf ekki Reykjavíkurlistasamstarfið. Það var annarra verk. En hinn ungi forystumaður í Reykjavík gæti með kosningaárangri sínum og samningum um meirihluta hafa tryggt flokknum nýja pólitíska viðspyrnu. Á því geta menn vitaskuld haft skiptar skoðanir. En það er hvað sem öðru líður gilt umræðuefni. Ekki er ólíklegt að ný kyn- slóð í Framsóknarflokknum sé fremur að horfa til framtíðar en að bindast á klafa fortíðar með þessu nýja samstarfi. Það gætu verið raunveruleg pólitísk tíðindi þess. SJÓNARMIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON Kaupin á eyrinni: Hæverskur góður karl og ný viðspyrna Í DAG FRAMTÍÐ LANDS- VIRKJUNAR ÓLAFUR HANNI- BALSSON Framsóknarflokkurinn verð- ur ekki héðanaf frá þessum hýsli sínum skilinn nema með meiriháttar skurðaðgerð... Versnandi sambúð? Það var víst mat ráðherra Sjálfstæðis- flokksins á þingflokksfundi í fyrradag að afgreiða yrði frumvarp Valgerðar Sverris- dóttur iðnaðarráðherra um byggðaþróun, nýsköpun og tæknirannsóknir úr iðnað- arnefnd og lögfesta það á sumarþingi. Annars væru öll mál í uppnámi. Víst er að Valgerður er þegar búin að breyta frum- varpinu til að milda samstarfsflokkinn. Svo vill til að í gær hófst sumarþing á umræðum um RÚV-frumvarpið, sem er jafn mikið metnaðarmál menntamála- ráðherra og nýsköpunarmálið er Valgerði. Fróðlegt verður að fylgjast með því hve kappsamir Sjálfstæðismenn verða um afgreiðslu Valgerð- arfrumvarpsins þegar búið verður að afgreiða Þorgerðarfrumvarpið sem lög. ...sem vel er grænt. Jónas Kristjánsson fyrrverandi ritstjóri skrifar eftirfarandi á vefsíðuna „jonas.is“: „Afhroð Framsóknar í byggðakosning- unum stafar ekki af ríkisstjórninni. Hún nýtur stuðnings í könnunum og íhaldið vann á í kosningunum. Hrunið stafar af, að Framsókn hefur glatað rómantíkinni, sem einkenndi flokkinn áður fyrr, þegar Eysteinn Jónsson var grænasti stjórn- málamaður landsins. Fyrir hálfri öld var Framsókn flokkur grænna sveita og menntamanna, en nú er hann svartur og menntasnauður flokkur landskemmda og markaðsgrimmdar. Vinstri grænir hafa tekið upp merki gömlu Framsóknar og munu ekki gefa það eftir. Framsókn flúði á mölina, féll milli pólit- ískra stóla og er mörk- uð dauðanum.“ Laus staða Mikið hefur víst gengið á innan Framsókn- arflokksins í Kópavogi síðan ljóst var að meirihluti hans og Sjálfstæðisflokksins hafði haldið velli. Framsóknarflokkurinn er í þægilegri oddastöðu þrátt fyrir að hafa tapað tveimur af þremur fulltrúum sínum og gæti selt sig dýrt. Til eru þeir sem vilja meirihlutasamstarf við Samfylkinguna og VG. Málefnasamningur við Sjálfstæð- isflokkinn verður borinn undir atkvæði á fulltrúaráððsfundi Framsóknarflokksins í kvöld og gæti stefnt í átakafund. Svo er staða bæjarritara víst laus í Kópavogi. Framsóknarmenn gera tilkall til hennar og hefur Páll Magnússon, aðstoðarmaður iðnaðarráðherra, þegar verið orðaður við hana. johannh@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.