Fréttablaðið - 31.05.2006, Page 23
MIÐVIKUDAGUR 31. maí 2006
Bílslysum fjölgar eftir því sem
líður á heimsmeistaramótið í
knattspyrnu.
Heimsmeistaraæðið rennur brátt
á knattspyrnuáhugamenn. Aðrir
sem vart hafa sýnt knetti áhuga í
gegnum tíðina smitast af brjálæð-
inu og fara að fylgjast með fóta-
taki fótboltamanna í Þýskalandi
þar sem heimsmeistarakeppnin í
knattspyrnu fer fram á næstunni.
Á heimasíðu Top Gear birtist
nýlega frétt þar sem greint er frá
því að bílslysum fjölgi töluvert í
Bretlandi meðan fótboltavertíðin
stendur yfir. Ástæðan sé sú að
menn flýti sér um of heim að fylgj-
ast með Beckham og félögum í
sjónvarpinu.
Þá er talið að komist England í
úrslit muni slysum fjölga um
helming en þetta er stutt af nýlegri
rannsókn Churchill-tryggingafé-
lagsins. Meðan á Evrópukeppn-
inni 2004 stóð hafi slysatíðnin auk-
ist um 50 prósent. - sgi
HM æði renn-
ur á bílstjóra
Bílslysum mun fjölga meðan á HM stendur.
Forstjóri Michelin, stærsta
hjólbarðaframleiðslufyrirtækis
í heiminum, drukknaði síðast-
liðinn föstudag.
Edouard Michelin, forstjóri
Michelin, drukknaði þegar fiski-
bátur sem hann var á sökk. For-
stjórinn var að sjóstangaveiðum
utan við eyna Sein.
Hinn 42 ára Michelin fannst lát-
inn skammt vestan Bretagne-skaga
en hvorki tangur né tetur hefur
fundist af félaga hans Guillaume
Normant. Kafað var niður að flaki
bátsins sem fannst á 70 metra dýpi
um 15 kílómetrum frá eynni Sein.
Rannsókn stendur yfir á slysinu en
engin skýring hefur verið gefin á
því hvers vegna báturinn sökk.
Lát Michelin er mikið áfall
fyrir þetta fjölskyldufyrirtæki
sem var stofnað fyrir yfir 100
árum af langafa Edouard og bróð-
ur hans. Edouard hefur rekið fyrir-
tækið frá árinu 1999. Hann þótti
hafa mun léttari stjórnunarstíl en
faðir hans sem aldrei veitti fjöl-
miðlum viðtöl né leyfði nokkrum
manni sem ekki var starfsmaður
fyrirtækisins að stíga fæti inn í
verksmiðjur Michelin.
Hjá fyrirtækinu starfa um 130
þúsund manns um allan heim, þar
af þrjátíu þúsund í Frakklandi. Við
starfi Michelin tekur Michel Rolli-
er, einn meðeigenda fyrirtækis-
ins.
Michelin verður jarðsunginn í
dag í dómkirkjunni í Clermont-
Ferrand. - sgi
Forstjóri Michelin
lætur lífið
Tvær ungar stúlkur leggja blóm við mynd Edouard Michelin. Á spjaldinu stendur „Takk
fyrir, Edouard Michelin“ en það stendur fyrir framan höfuðstöðvar Michelin-fyrirtækisins í
Clermond-Ferrand.
DANIR HEFJA Í DAG SÖLU Á SVO-
KÖLLUÐU BÍÓBENSÍNI.
Danska olíufélagið Statoil hefur í dag
sölu á bensíni sem framleitt er að
hluta úr sykurreyr, korni eða maís.
Bensínið verður fáanlegt á um 170
Statoil og 1-2-3 bensínstöðvum í Dan-
mörku og kallast Bio95. Nýja bensínið
mun að minnsta kosti sums staðar
koma alveg í stað blýlauss 95 oktana
bensíns. Samsetning nýja bensínsins
er 95 prósent venjulegt bensín en
5 prósent er svokallað bíóetanól en
gufur þess innihalda ekki lofttegundir
sem valda gróðurhúsaáhrifum. Verðið
á nýja bensíninu er hið sama og á
venjulegu 95 oktana bensíni.
Umhverfisvænna bensín
Nýtt og umhverfisvænna bensín verður fáanlegt í Danmörku frá deginum í dag.