Fréttablaðið - 31.05.2006, Síða 64

Fréttablaðið - 31.05.2006, Síða 64
Við erum flutt – en bara stutt Við opnum 2. júní Nýjasti tölvuleikurinn í Hitman- seríunni, Blood Money, er komnin út á vegum Eidos Interactive. Í leiknum fara leikmenn í hlut- verk leigumorðingja og í þessum leik er verknaðurinn tekinn á annað stig. Leikurinn fjallar um það þegar starfsfélagar Agent 47 fara að týna tölunni einn af öðrum og ljóst verður að ný umboðs- skrifsstofa leigumorðingja hefur tekið til starfa. Ætlar hún að eyða allri samkeppni. Þegar Agent 47 kemst að því að hann er næsta skotmark, ferðast hann til Banda- ríkjanna þar sem næstu verk verða framin. Agent 47 í ævintýrum HITMAN Agent 47 ferðast til Bandaríkjanna og lendir þar í hinum ýmsu hremmingum. Tónleikar verða haldnir á Gauki á Stöng á fimmtudag í tilefni þess að á laugardag verða þrettán ár liðin frá því þrír bandarískir pilt- ar, Damien, Jason og Jessie, voru dæmdir fyrir að hafa myrt þrjá átta ára drengi í Memphis. Samkvæmt tónleikahöldurum hefur sekt þeirra pilta aldrei sann- ast og hafa þeir allir lýst yfir sak- leysi sínu. Tveir piltanna voru dæmdir í lífstíðarfangelsi og sá þriðji situr á dauðadeild. Þetta er í fyrsta sinn sem vakin er athygli á málinu hér á landi á sérstökum degi en þetta var gert víða um heim í fyrra og þá í fyrsta sinn. Fjallað verður um málið í Bandaríkjunum, á Bretlandi, Írlandi, í Ástralíu og á Nýja-Sjá- landi og hér á Íslandi. „Ég horfði á myndina Paradise Lost og svo seinni myndina sem heitir Paradise Lost Revelations. Þær fjalla um þrjá menn sem sitja saklausir í fangelsi og engar sann- anir hafa fundist fyrir sekt þeirra,“ segir Kitta McQueen, sem skipuleggur tónleikanna. „Mér fannst ég verða að gera eitthvað og sá að þeir voru að auglýsa á heimasíðunni sinni þennan alþjóð- lega dag. Ég sendi þeim tölvupóst út og bauðst til að sjá um þetta fyrir Ísland og þeir tóku rosalega vel í það,“ segir hún. Klukkan 20.00 í kvöld verður byrjað að sýna heimildarmyndina Paradise Lost. Eftir það hefjast styrktartónleikarnir þar sem fram koma Shadow Parade, Benny Crespos Gang, Bob Just- man, Kofoed, Ég og Red Cup. Allur ágóði af tónleikunum renn- ur í til samtakanna West Memphis Tree sem sjá um að greiða máls- kostnað. Einnig verður á staðnum söfnunarbaukur fyrir þá sem vilja leggja meira fram en upp- hæð miðaverðs. Þeim sem vilja kynna sér málið nánar er bent á heimasíðuna www.wm3.org. - fb Saklausir í fangelsi? Í FANGELSI Bandaríkjamennirnir Damien, Jason og Jessie sitja í fangelsi fyrir morð á þrem- ur átta ára drengjum. [UMFJÖLLUN] TÓNLIST Þessi plata kom víst út í fyrra en náði einhvern veginn að fara fram- hjá mér. Núna er þessi sveit orðin ágætlega þekkt í Bretlandi og gengur það vel að það er orðið erf- itt að horfa framhjá henni mikið lengur. Þetta er indí-keyrslurokk, ekki ósvipað Editors, Bloc Party eða Hot Hot Heat. Þetta er ekkert endi- lega plata sem heillar mann upp úr skónum við fyrstu hlustun en við ítrekað rennsli fer maður jafnvel að greina stíl sem hægt er að kalla þeirra eigin. Platan byrjar á sér- staklega fjörugu lagi, Nobody Move, Nobody Get Hurt, og þannig heldur platan áfram þar til henni lýkur skyndilega á laginu What‘s a Word. Þá áttar maður sig á því hversu stutt platan er, tólf lög á rétt rúmlega 36 mínútum. Finnst það vera frábær lengd. Því þannig er hlustandinn skilinn eftir með þá tilfinningu í maganum að það ætti að koma eitthvað meira. Get ekki ímyndað mér betri vísbendingu um góða plötu, að mann langi til að heyra meira þegar henni lýkur. Þetta er mjög einsleit sveit. Það gæti hugsanlega farið í taugarnar á einhverjum, en hún bjargar sér fyrir horn með kappaksturs trommuleik, góðum söng og nokk- uð innihaldsríkum og einlægum textum. Holl og heiðarleg sjálfs- skoðun þar sem Keith Murray textahöfundur segir hlutina umbúðalaust. Can‘t Lose og Cash Cow eru góð dæmi. Í fyrra laginu lýsir hann sjálfum sér sem manni sem vantar hjálp til að koma reglu á líf sitt. Viðlagið er: „I‘m break- ing my own rules/ becoming someone else and everybody say‘s I should get over myself.“ Í seinna laginu viðurkennir hann fúslega að hann sé bara bíða eftir því að peningarnir fari að renna inn á bankabókina hans. Lagasmíðarnar náðu svo að laumast aftan að mér. Fannst þær lítið merkilegar í fyrstu, en var svo farinn að raula með og slá taktinn með fætinum. Það eru svona hljómsveitir sem halda lífi í gítarrokkinu, hvort sem mér líkar það betur eða verr. Mig er meira að segja farið að langa að sjá þá spila á tónleikum. Birgir Örn Steinarsson Vel heppnaður dagur á rannsóknastofunni WE ARE SCIENTISTS: WITH LOVE AND SQUALOR Niðurstaða: We are Scientists heldur uppi fána gítarrokksins með plötu sem límist ekkert endilega við mann í fyrstu, en kemst merkilega langt inn að kjarnanum við ítrekaða hlustun. Ármúla 11 - sími 568-1500 Lónsbakka - sími 461-1070 Rafm.sláttuvélar Vandaðar vélar og öflugir mótorar Ármúla 11 - sími 568-1500 Lónsbakka - sími 461-1070 Garðsláttuvélar 3,5 hö - 6 hö Verð frá 19.900,- Ármúla 11 - sími 568-1500 Lónsbakka - sími 461-1070 Garðsláttuvélar Fyrir þá sem gera kröfur um gæði Þýskar gæðasláttuvélar Ármúla 11 - sími 568-1500 Lónsbakka - sími 461-1070 Vélorf Alvöru orf á góðu verði Ármúla 11 - sími 568-1500 Lónsbakka - sími 461-1070 Væntanlegir Sláttutraktorar 12,5 - 18 hö ���� ��� �������� ������ �������� NÚ ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ! LOKAUPPGJÖRIÐ Í HINUM STÓRKOSTLEGA X-MEN SAGNABÁLKI. NÚNA MUNU HINIR STÖKKBREYTTU BERJAST INNBYRÐIS. SIGURVEGARINN RÆÐUR ÖRLÖGUM MANNKYNS. MAGNAÐUR SUMARSMELLUR SEM ENGINN MÁ MISSA AF! HEIMSFRUMSÝNING SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 400 kr. í bíó! Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu X-MEN 3 kl. 6, 8 og 10 B.I. 12 ÁRA DA VINCI CODE kl. 6 og 9 B.I. 14 ÁRA X-MEN 3 kl. 6, 8.30 og 10.50 B.I. 12 ÁRA DA VINCI CODE kl. 6 og 9 B.I. 14 ÁRA RAUÐHETTA M/ENSKU TALI kl. 6 og 10 RAUÐHETTA M/ÍSLENSKU TALI kl. 6 PRIME kl. 8 og 10.15 CRY WOLF kl. 8 B.I. 16 ÁRA X-MEN 3 kl. 5.40, 8 og 10.20 B.I. 12 ÁRA DA VINCI CODE kl. 4, 5, 7, 8, 10 og 11 B.I. 14 ÁRA SÝND Í LÚXUS kl. 5, 8 og 11 B.I. 14 ÁRA CRY WOLF kl. 10 B.I. 16 ÁRA RAUÐHETTA M/ENSKU TALI kl. 6 og 8 RAUÐHETTA M/ÍSL. TALI kl. 3.50 ÍSÖLD 2 M/ÍSLENSKU TALI kl. 4 SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI STÆRSTA MYND ÁRSINS UPPLIFÐU VINSÆLUSTU BÓK Í HEIMI! MAGNAÐUR SPENNUTYLLIR SEM FÆR HÁRIN TIL AÐ RÍSA! - SV MBL - VVV TOPP5.IS 50.000 MANNS LEITIÐ SANNLEIKANS  HVERJU TRÚIR ÞÚ? - VJV, Topp5.is - DÖJ kvikmyndir.com

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.