Fréttablaðið - 31.05.2006, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 31.05.2006, Qupperneq 62
 31. maí 2006 MIÐVIKUDAGUR30 Friðrika Hjördís Geirsdóttir mun senn birtast landsmönnum í sjón- varpsþættinum Íslandi í dag en hún hóf störf við þáttinn í síðustu viku. Friðrika kemur úr herbúðum tímaritsins Gestgjafans þar sem hún var blaðamaður. „Ég var ofsa- lega mikið í eftirréttum, það getur vel verið að matarumfjöll- un aukist eitthvað í þættinum,“ segir Friðrika en hún hefur ekki komið við sögu í íslensku sjón- varpi áður. „Ég byrjaði aðeins í síðustu viku, er að koma mér fyrir. Annars líst mér virkilega vel á starfið,“ segir Friðrika, en hún verður í settinu út sumarið ásamt stöllum sínum í Íslandi í dag. Gestgjafi í sjónvarpi FRIÐRIKA GEIRSDÓTTIR Ekki er komin dag- setning á fyrstu útsendingu Íslands í dag með Friðriku en blaðamaðurinn fyrrverandi hlakkar til að spreyta sig í sjónvarpinu. Safnplatan 100 íslenskir sum- arsmellir kemur út þriðjudaginn 6. júní. Plöturn- ar eru fimm saman í einum pakka og er þar að finna sam- tals eitt hundr- að lög með íslenskum flytjendum. Eiga lögin það sameiginlegt að hafa verið vinsæl yfir sumarið á Íslandi síðustu áratugina. Á meðal laga eru Ég er á leið- inni með Brunaliðinu, Toppurinn með SSSól, Útihátíð með Greifun- um, Farin með Skítamóral, Sódóma með Sálinni, Nos- tradamus með Nýdönsk og Út á stoppistöð með Stuðmönn- um. Pakkinn er númer tvö í 100-seríunni en áður hefur komið út platan 100 vinsæl lög um ástina sem fékk góðar við- tökur. Eitt hundrað sumarlög 100 SUMARSMELLIR Fjölmarga smelli er að finna á plötunni 100 íslenskir sumarsmellir. LOKAUPPGJÖRIÐ V IN N IN G A R V E R Ð A A FH E N D IR H JÁ B T S M Á R A LI N D . K Ó P A V O G I. M E Ð Þ V Í A Ð T A K A Þ Á TT E R TU K O M IN N Í S M S K LÚ B B . 9 9 K R /S K E Y TI Ð . HEIMSFRUMSÝND 26×05×06 SMS LEIKU R SENDU SM S SKEYTIÐ JA XMF Á N ÚMERIÐ 1900 OG Þ Ú GÆTIR U NNIÐ MIÐA FYRI R TVO! 9. HVER VI NNUR! VINNINGAR ERU: BÍÓMIÐAR FYRIR TVO DVD MYND IR TÖLVULEIK IR X_MEN VA RNINGUR OG MARGT FLEIRA! SJÁÐU MYNDINA! SPILAÐU LEIKINN! Þátturinn 442 hefur göngu sína á ný á sjónvarpsstöðinni Sýn þann 9. júní, eða sama dag og heimsmeist- arakeppnin í fótbolta hefst í Þýska- landi. Umsjónarmenn verða sem fyrr þeir Heimir Karlsson og Þorsteinn J. Vilhjálmsson. Munu þeir gera upp HM-leiki dagsins, sýna mörk- in, vafaatriðin, vítaspyrnurnar og allt sem fólk er að velta vöngum yfir. Margir góðir gestir koma við sögu í þættinum. Fastagestir verða meðal annars milliríkja- dómararnir Gylfi Orrason og Kristinn Jakobsson. „Þetta verður eins og þegar ég fór einu sinni í mjög vel heppnað sex ára afmæli þegar ég var lítill; fullt af blöðrum, kökur og kók,“ segir Þorsteinn J. um komandi fót- boltaveislu. „Þetta er rosalega mikill viðburður og allt í kringum þetta, þessi upplifun sem fótbolta- mótið er,“ segir hann. 442 leit fyrst dagsins ljós þegar Sýn sýndi beint frá HM 2002 í Suður-Kóreu og Japan. Vakti þátt- urinn þá óskipta athygli. Þótti hann ferskt og nýstárlegt innlegg í íslenska íþróttaumfjöllun, enda voru efnistökin og nálgunin við boltann önnur en íslenskir bolta- unnendur höfðu átt að venjast. Fólust vinsældirnar ekki síst í því að þátturinn var fyrir alla, for- fallna fótboltaáhugamenn jafnt sem þá sem fylgjast aðeins með á fjögurra ára fresti. Þátturinn var enda tilnefndur til Eddu-verð- launa sem besti sjónvarpsþáttur- inn, fyrstur allra íþróttaþátta. Þorsteinn stefnir að því að fara á þrjá HM-leiki og flytja Íslend- ingum stemninguna úti í Þýska- landi beint í æð. Hann mun horfa á opnunarleik Þýskalands og Kostaríka í München, leik Eng- lands og Svíþjóðar í Köln og úrslitaleikinn sem verður háður í Berlín þann 9. júlí. „Ég hef séð Barcelona spila og Arsenal og Fram auðvitað en aldrei farið á völlinn á HM. Ég komst næst því þegar ég horfði á úrslitaleikinn ´98 á marokkóskum kaffibar í Barcelona. Þar var dauf stemning en leikurinn var fjörugur,“ segir hann. 442 verður á dagskrá á hverju kvöldi klukkan 21.00 á meðan á HM stendur. freyr@frettabladid.is Knattspyrnuveisla fyrir alla Í FRANKFURT Þorsteinn J. og Heimir Karlsson á heimavelli Frankfurt þar sem spilað verður á HM. MYND/KARL R. LILLIENDAHL Hljómsveitin fornfræga Langi Seli og Skuggarnir heldur sína stærstu tónleika í langan tíma á Sirkus í kvöld. Hljómsveitin er um þessar mundir að vinna að annarri breið- skífu sinni og mun taka lög af henni á tónleikunum ásamt eldri rokkabillíslögurum á borð við Breiðholtsbúgí. Alls verða um það bil fimmtán lög á efnisskránni. „Við erum búnir að taka upp flesta grunnana en vinnan hefur legið niðri undanfarið,“ segir Kor- mákur Geirharðsson, trommuleik- ari, um nýju plötuna. „Það hefur gengið erfiðlega að finna tíma til að hittast. Við höfum ekkert unnið í henni í tvo mánuði en við ætlum að sjá hvernig gengur og taka ákvörðun í framhaldi af því,“ segir hann. „Við höfum verið að taka um það bil fimm laga tónleika í tæki- færisveislum en þetta eru fyrstu tónleikarnir þar sem við spilum nýtt og gamalt í bland.“ Auk Kormáks skipa sveitina Axel Hallkell Jóhannesson, Stein- grímur Guðmundsson og Jón Skuggi. - fb Langi Seli með stóra tónleika LANGI SELI OG SKUGGARNIR Langi Seli og Skuggarnir ætla að spila á skemmtistaðnum Sirkus í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KARLSSON Velgengni Íslendinga í gamla herraveldinu Dan- mörku er ekki eingöngu bundin við kaup á þekkt- um stórmörkuðum því að undanförnu hafa íslenskir tónlistarmenn verið að gera góða hluti þar í landi. Það styttist í Hróarskelduhátíðina en þar mun Sigur Rós spila ásamt Bob Dylan og Franz Ferdinand og þá mun Mugison spila á fljótandi sviði í höfuðborginni á næstunni. Stokkseyrarpiltarnir í hljómsveit- inni Nilfisk fóru mikinn á tónleikum í Kaupmannahöfn fyrir stuttu en strákarnir eru hvað þekktastir fyrir að hafa heillað Dave Grohl og félaga í Foo Fighters upp úr skónum. Spil- aði hljómsveitin fyrir fullu húsi á færeyska staðnum Skarf í Kaup- mannahöfn aðfaranótt laugardags. Byrjað var um miðnætti og spilað- næstum stanslaust til fjögur. - ks Nilfisk í Kaupmannahöfn BÍTLA-YFIRBRAGÐ Ekki er hægt að segja annað en að smá Bítla-andi svífi yfir vötn- um á þessari mynd. RÍFANDI STEMNING Áhorfendur voru mjög ánægðir með það sem Nilfisk hafði fram að færa á Skarf. TÓK LAGIÐ Einn aðdáandi hljómsveitarinn- ar réði sér vart fyrir kæti og stökk upp á sviðið til að taka lagið með strákunum. Í GÓÐU STUÐI Strákarnir í Nilfisk héldu góðum dampi á tónleikum sínum á færeyska staðn- um Skarf. FRÉTTABLAÐIÐ / PHOTOMAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.