Fréttablaðið - 31.05.2006, Side 62

Fréttablaðið - 31.05.2006, Side 62
 31. maí 2006 MIÐVIKUDAGUR30 Friðrika Hjördís Geirsdóttir mun senn birtast landsmönnum í sjón- varpsþættinum Íslandi í dag en hún hóf störf við þáttinn í síðustu viku. Friðrika kemur úr herbúðum tímaritsins Gestgjafans þar sem hún var blaðamaður. „Ég var ofsa- lega mikið í eftirréttum, það getur vel verið að matarumfjöll- un aukist eitthvað í þættinum,“ segir Friðrika en hún hefur ekki komið við sögu í íslensku sjón- varpi áður. „Ég byrjaði aðeins í síðustu viku, er að koma mér fyrir. Annars líst mér virkilega vel á starfið,“ segir Friðrika, en hún verður í settinu út sumarið ásamt stöllum sínum í Íslandi í dag. Gestgjafi í sjónvarpi FRIÐRIKA GEIRSDÓTTIR Ekki er komin dag- setning á fyrstu útsendingu Íslands í dag með Friðriku en blaðamaðurinn fyrrverandi hlakkar til að spreyta sig í sjónvarpinu. Safnplatan 100 íslenskir sum- arsmellir kemur út þriðjudaginn 6. júní. Plöturn- ar eru fimm saman í einum pakka og er þar að finna sam- tals eitt hundr- að lög með íslenskum flytjendum. Eiga lögin það sameiginlegt að hafa verið vinsæl yfir sumarið á Íslandi síðustu áratugina. Á meðal laga eru Ég er á leið- inni með Brunaliðinu, Toppurinn með SSSól, Útihátíð með Greifun- um, Farin með Skítamóral, Sódóma með Sálinni, Nos- tradamus með Nýdönsk og Út á stoppistöð með Stuðmönn- um. Pakkinn er númer tvö í 100-seríunni en áður hefur komið út platan 100 vinsæl lög um ástina sem fékk góðar við- tökur. Eitt hundrað sumarlög 100 SUMARSMELLIR Fjölmarga smelli er að finna á plötunni 100 íslenskir sumarsmellir. LOKAUPPGJÖRIÐ V IN N IN G A R V E R Ð A A FH E N D IR H JÁ B T S M Á R A LI N D . K Ó P A V O G I. M E Ð Þ V Í A Ð T A K A Þ Á TT E R TU K O M IN N Í S M S K LÚ B B . 9 9 K R /S K E Y TI Ð . HEIMSFRUMSÝND 26×05×06 SMS LEIKU R SENDU SM S SKEYTIÐ JA XMF Á N ÚMERIÐ 1900 OG Þ Ú GÆTIR U NNIÐ MIÐA FYRI R TVO! 9. HVER VI NNUR! VINNINGAR ERU: BÍÓMIÐAR FYRIR TVO DVD MYND IR TÖLVULEIK IR X_MEN VA RNINGUR OG MARGT FLEIRA! SJÁÐU MYNDINA! SPILAÐU LEIKINN! Þátturinn 442 hefur göngu sína á ný á sjónvarpsstöðinni Sýn þann 9. júní, eða sama dag og heimsmeist- arakeppnin í fótbolta hefst í Þýska- landi. Umsjónarmenn verða sem fyrr þeir Heimir Karlsson og Þorsteinn J. Vilhjálmsson. Munu þeir gera upp HM-leiki dagsins, sýna mörk- in, vafaatriðin, vítaspyrnurnar og allt sem fólk er að velta vöngum yfir. Margir góðir gestir koma við sögu í þættinum. Fastagestir verða meðal annars milliríkja- dómararnir Gylfi Orrason og Kristinn Jakobsson. „Þetta verður eins og þegar ég fór einu sinni í mjög vel heppnað sex ára afmæli þegar ég var lítill; fullt af blöðrum, kökur og kók,“ segir Þorsteinn J. um komandi fót- boltaveislu. „Þetta er rosalega mikill viðburður og allt í kringum þetta, þessi upplifun sem fótbolta- mótið er,“ segir hann. 442 leit fyrst dagsins ljós þegar Sýn sýndi beint frá HM 2002 í Suður-Kóreu og Japan. Vakti þátt- urinn þá óskipta athygli. Þótti hann ferskt og nýstárlegt innlegg í íslenska íþróttaumfjöllun, enda voru efnistökin og nálgunin við boltann önnur en íslenskir bolta- unnendur höfðu átt að venjast. Fólust vinsældirnar ekki síst í því að þátturinn var fyrir alla, for- fallna fótboltaáhugamenn jafnt sem þá sem fylgjast aðeins með á fjögurra ára fresti. Þátturinn var enda tilnefndur til Eddu-verð- launa sem besti sjónvarpsþáttur- inn, fyrstur allra íþróttaþátta. Þorsteinn stefnir að því að fara á þrjá HM-leiki og flytja Íslend- ingum stemninguna úti í Þýska- landi beint í æð. Hann mun horfa á opnunarleik Þýskalands og Kostaríka í München, leik Eng- lands og Svíþjóðar í Köln og úrslitaleikinn sem verður háður í Berlín þann 9. júlí. „Ég hef séð Barcelona spila og Arsenal og Fram auðvitað en aldrei farið á völlinn á HM. Ég komst næst því þegar ég horfði á úrslitaleikinn ´98 á marokkóskum kaffibar í Barcelona. Þar var dauf stemning en leikurinn var fjörugur,“ segir hann. 442 verður á dagskrá á hverju kvöldi klukkan 21.00 á meðan á HM stendur. freyr@frettabladid.is Knattspyrnuveisla fyrir alla Í FRANKFURT Þorsteinn J. og Heimir Karlsson á heimavelli Frankfurt þar sem spilað verður á HM. MYND/KARL R. LILLIENDAHL Hljómsveitin fornfræga Langi Seli og Skuggarnir heldur sína stærstu tónleika í langan tíma á Sirkus í kvöld. Hljómsveitin er um þessar mundir að vinna að annarri breið- skífu sinni og mun taka lög af henni á tónleikunum ásamt eldri rokkabillíslögurum á borð við Breiðholtsbúgí. Alls verða um það bil fimmtán lög á efnisskránni. „Við erum búnir að taka upp flesta grunnana en vinnan hefur legið niðri undanfarið,“ segir Kor- mákur Geirharðsson, trommuleik- ari, um nýju plötuna. „Það hefur gengið erfiðlega að finna tíma til að hittast. Við höfum ekkert unnið í henni í tvo mánuði en við ætlum að sjá hvernig gengur og taka ákvörðun í framhaldi af því,“ segir hann. „Við höfum verið að taka um það bil fimm laga tónleika í tæki- færisveislum en þetta eru fyrstu tónleikarnir þar sem við spilum nýtt og gamalt í bland.“ Auk Kormáks skipa sveitina Axel Hallkell Jóhannesson, Stein- grímur Guðmundsson og Jón Skuggi. - fb Langi Seli með stóra tónleika LANGI SELI OG SKUGGARNIR Langi Seli og Skuggarnir ætla að spila á skemmtistaðnum Sirkus í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KARLSSON Velgengni Íslendinga í gamla herraveldinu Dan- mörku er ekki eingöngu bundin við kaup á þekkt- um stórmörkuðum því að undanförnu hafa íslenskir tónlistarmenn verið að gera góða hluti þar í landi. Það styttist í Hróarskelduhátíðina en þar mun Sigur Rós spila ásamt Bob Dylan og Franz Ferdinand og þá mun Mugison spila á fljótandi sviði í höfuðborginni á næstunni. Stokkseyrarpiltarnir í hljómsveit- inni Nilfisk fóru mikinn á tónleikum í Kaupmannahöfn fyrir stuttu en strákarnir eru hvað þekktastir fyrir að hafa heillað Dave Grohl og félaga í Foo Fighters upp úr skónum. Spil- aði hljómsveitin fyrir fullu húsi á færeyska staðnum Skarf í Kaup- mannahöfn aðfaranótt laugardags. Byrjað var um miðnætti og spilað- næstum stanslaust til fjögur. - ks Nilfisk í Kaupmannahöfn BÍTLA-YFIRBRAGÐ Ekki er hægt að segja annað en að smá Bítla-andi svífi yfir vötn- um á þessari mynd. RÍFANDI STEMNING Áhorfendur voru mjög ánægðir með það sem Nilfisk hafði fram að færa á Skarf. TÓK LAGIÐ Einn aðdáandi hljómsveitarinn- ar réði sér vart fyrir kæti og stökk upp á sviðið til að taka lagið með strákunum. Í GÓÐU STUÐI Strákarnir í Nilfisk héldu góðum dampi á tónleikum sínum á færeyska staðn- um Skarf. FRÉTTABLAÐIÐ / PHOTOMAR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.