Fréttablaðið - 31.05.2006, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 31.05.2006, Blaðsíða 70
 31. maí 2006 MIÐVIKUDAGUR38 „Það er algjör himnasending að fá að skrifa um mitt áhugasvið, mér líður eins og Lottó-Lýð nema ég borða ekki humar í morgunmat,“ segir Marta María Jónasdóttir sem nýverið tók við ritstjórn tímaritsins Veggfóðurs en í dag kemur út hennar fyrsta blað. Marta hefur alltaf haft mikinn áhuga á hönnun og heimilum og að eigin sögn er þetta eitthvað sem hefur blundað í henni síðan í barn- æsku. „Þegar ég flutti að heiman fékk sköpunargleð- in byr undir báða vængi og ég get ekki talið skiptin sem veggurinn í stof- unni var málað- ur. Með aldrin- um hef ég þó lært að hugsa hlutina til enda í stað þess að æða af stað með hálfkláraðar hugmyndir.“ Marta María segir að blaðið verði lit- ríkara en það hefur verið en auðvitað stjórnist það líka af árstíðinni. Marta nefnir sem dæmi að á sumr- in er fólk líklegra til að koma með liti inn á heimili sín. „Heimilishönn- un er svipuð og fatatískan. Þetta sumarið verða rauðir og bleikir litir áberandi í skrautmunum.“ segir ritstjórinn. Marta hefur ansi fríðan flokk með sér. Kristín Agnarsdóttir er grafískur hönnuður sem sér um allt útlit á blaðinu og Árni Grétar Jóhannsson er blaðamaður í fullu starfi. Einnig eru nokkrir lausa- pennar sem koma til með að ausa úr brunni visku sinnar og má þar nefna Helgu Ólafs- dóttur fata- hönnuð, Svövu Jóns- dóttur og Þóru Sigurð- ardóttur sem flestir ættu að kannast við úr Stundinni okkar. Fólk og heimili eru aðaláhersl- ur blaðsins og segir Marta María að henni finnist skipta miklu máli að það komi fram hverjir búi á heimilunum sem fjallað er um. Í júníhefti Veggfóðurs er meðal annars litið inn hjá Birtu Björns- dóttur, fatahönnuði í Júniform, og manni hennar Jóni Páli Halldórs- syni en þau gerðu upp 100 ára gamalt hús við Miðstræti í Reykja- vík og létu hjartað ráða för við breytingarnar. Í Veggfóðri er líka litið inn í listrænt fúnkíshús í nýja hverfinu við Vatnsenda en eig- endur hússins hönnuðu og byggðu það sjálfir og húsið því sérsniðið utan um fjölskylduna. Í blaðinu er einnig fjallað um mat og í þessu nýjasta hefti galdr- ar Margrét Rósa Einarsdóttir, staðarhaldari í Iðnó, fram dádýra- lundir, grillaða sjávarrétti og girnilegt súkkulaðimús. „Það ættu allir að geta fundið eitthvað fyrir sig í Veggfóðri. Við gætum þess vel að sýna ólíka stíla og ólík heimili,“ segir Marta María sem að vonum hlakkaði til útgáfudags síns fyrsta blaðs. alfrun@frettabladid.is 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT: 2 fuglsnef 6 kusk 8 snúningshraði 9 angan 11 kyrrð 12 lúkar 14 kvíga 16 hvað 17 upphrópun 18 kærleikur 20 gangþófi 21 viðlag. LÓÐRÉTT: 1 ljómi 3 einnig 4 dýr 5 kvenmanns- nafn 7 vera með fyrirgang 10 stúlka 13 traust 15 veiði 16 rámur 19 drykk- ur. LAUSN: FRÉTTIR AF FÓLKI Barinn, sem opnaður var í gömlu húsakynnum hins goðsagnakennda bars 22, hefur nú verið opinn tvær helg- ar og sitt sýnist fólki um staðinn. Sumir sakna gömlu 22 stemningarinnar en flestir eru þó sammála um að breyting- arnar sem gerðar hafa verið innandyra séu skemmtilegar. Einkennisbúningur dyravarða staðarins þykir hressilegur en dyraverðir staðarins skarta íslenskum lopapeysum í dyrunum. Eitt er víst að Barinn er engin ógnun við Café Oliver eins og margir höfðu spáð. Á laugardagskvöldið var röðin jafn löng og venjulega á Oliver á meðan fólk þurfti varla að standa í röð til að komast á Barinn. Með öðrum orðum þá heldur Arnar Þór veitingastjóri á Oliver enn í sinn kúnnahóp á meðan hvítar stúdentshúf- ur fylla Barinn. LÁRÉTT: 2 Gogg, 6 Ló, 8 Gír, 9 Ilm, 11 Ró, 12 Káeta, 14 Tyrfa, 16 Ha, 17 Úff, 18 Ást, 20 Il, 21 Stef. LÓÐRÉTT: 1 Blik, 3 Og, 4 Gíraffi, 5 Gró, 7 Ólátast, 10 Mey, 13 Trú, 15 Afli, 16 Hás, 19 Te. Egill Gilzenegger Mér líst ekkert alltof vel á þennan meirihluta, mér finnst þessir gæjar ekkert sérstaklega aðlaðandi. Það er eitthvað við Björn Inga sem ég er ekkert að fíla og Vilhjálmur borgarstjóri, hann gæti þess vegna bara verið einhver gaur út í bæ, safnvörður á bókasafni eða eitthvað. Það er ekki einn svartur maður í stjórninni, ég skil það ekki alveg. Ég hefði viljað fá svartan mann sem borgarstjóra. Maður á erfitt með að skilja þetta. Lovísa Ósk Gunnarsdóttir Ekki nógu vel, ég verð að segja það. Ég hefði viljað sjá sjálfstæðismenn og vinstri græna saman í meirihluta. Það hefði verið flott. Védís Hervör Árnadóttir Þetta kom mér á óvart. Ég held að kjósendur hafi gefið þessum flokkum umboð með því að kjósa eins og þeir gerðu og maður verður bara að treysta þessu fólki til að gera þetta vel. Það er það besta sem maður getur gert, það þýðir ekkert að naga sig í handarbökin en ég hefði viljað sjá Svandísi í stærra hlutverki. ÞRÍR SPURÐIR FRAMSÓKNARFLOKKURINN OG SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN STJÓRNA BORGINNI Hvernig líst þér á meirihlutann í Reykjavík? Tómas Ingi Olrich sendiherra Íslands sló heldur betur í gegn hjá íslenskum þingmönnum sem staddir eru á vor- fundi Atlantshafsbandalagsins í Frakka- landi. Sendiherrann stóð sína plikt og bauð þingmönnum til sín og hafa vafa- lítið orðið miklir fagnaðarfundir. Össur Skarphéðinsson heldur vart vatni yfir þessum fyrrverandi andstæðingi sínum úr Sjálfstæðisflokknum og segir hann vera einn af „örfáum intellektúölum Sjálfstæðisflokksins. Hann er greindur og lesinn og gaman að sitja og spjalla við hann,” skrifar Össur á heimasíðu sinni og bætir við að Halldór Blöndal haldi því fram að Tómas eigi norskan skógarvarðarbúning sem hann fari í á tyllidögum. „Kannski kann hann líka að jóðla. Það er hálfgerður týrólablær yfir þessum góða sendiherra,” skrifar Össur. Hápunktur kvöldsins var síðan þegar Tómas settist við flygilinn og lék angur- væra tónlist í listilegum leik sem að sögn Össurar minnti á Rubinstein. Samkvæmt heimasíðu þingmanns- ins voru þessir tónar sem sendiherrann töfraði fram þetta kvöld svo hrífandi að jafnvel „harðnaðir þingmenn af Snæfellsnesi urðu votir um augun”. - fgg / Snæ „Við erum komnir með eitthvað um 80-90 manns sem ég held að sé bara ágætt,“ segir Bárður Örn Bárðar- son, einn þeirra sem unnið hafa að stofnun aðdáendaklúbbs Bubba Morthens. Bubbi verður fimmtugur á þriðjudaginn í næstu viku og fagn- ar því með stórtónleikum í Laugar- dals- höll. Stofnfundur aðdá- endaklúbbsins verður haldinn fyrir tón- leikana. Skamm- stöfun klúbbs- ins er BMK, sem stendur fyrir Bubba Morthens klúbburinn. „Stefnan er bara að koma á fót vettvangi fyrir aðdáendur Bubba, bjóða upp á meira af tónlist og meira af tónleikum með Bubba fyrir klúbbmeðlimina,“ segir Bárð- ur sem starfar sem leigubílstjóri en hefur í hjáverkum unnið að endur- útgáfu á plötum Bubba hjá Senu. Stofnfundur BMK verður á Classic Rock fyrir stórtónleika Bubba á þriðjudagskvöld. Bárður segir að allir áhugasamir séu vel- komnir og fái stofnmeðlimir boli sem þeir geti klæðst á tónleikunum. „Þetta verður mjög grand og svo veltur það bara á meðlimunum hvert þessi klúbbur vill fara.“ Aðdáendur Bubba spenntir HRÓSIÐ ...fær hljómsveitin Baggalútur fyrir að fá til liðs við sig erlenda tónlistarsnillinga við upptökur á annarri breiðskífu sinni. BUBBI MORTHENS Fimmtugur á þriðjudag- inn. FRÉTTABLAÐIÐ/PÁLL ������ ����� �������� �� ������������ ������� ���������� ������������ ������������ �� ������ ��� ������� �� ���������� ��� ���������� �������������� ����������� ������� ��������� ����������� ���������� �� ��������� ����������� ������������ ������������ ������������� ����������� ������������ ����������� � ��������� �� ������������ ������������ �������������� ���������� ���������� ��������� ��������� ����������� ������������ �������� �� ���������� ����������� ����������� ������������ �������� �������� ��� ����� ������������ ������ ������������� ���� ����������� ������������ ������ ������������ �� �������� ������������ ����������� � ����������� � ���������� � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � VEGGFÓÐUR: MARTA MARÍA JÓNASDÓTTIR ER NÝR RITSTJÓRI Líður eins og Lottó Lýð NÝJA VEGGFÓÐURS TEYMIÐ Marta María Jónasdóttir ritstjóri blaðsins, Árni Grétar Jóhannson blaðamaður og Kristín Agnarsdóttir grafískur hönnuður eru ánægð með tímaritið í nýrri mynd og er það stútfullt af spennandi efni. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR Nýr humar, grillpinnar sólþurrkaður saltfiskur opið alla laugardaga 11-14 Nýtt upphaf – ný ævintýri Við opnum 2. júní BÁRÐUR BÁRÐARSON Hefur unnið að stofnun aðdáendaklúbbs Bubba Morthens. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.