Fréttablaðið - 31.05.2006, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 31.05.2006, Blaðsíða 58
 31. maí 2006 MIÐVIKUDAGUR26 menning@frettabladid.is ! Kl. 21.00Sokkabandið frumsýnir leikritið Ritskoðarinn eftir Anthony Neil- son í sal Sjóminjasafns Íslands við Grandagarð í Reykjavík. Leik- stjóri er Jón Páll Eyjólfsson. Önnur sinfónía Atla Heim- is Sveinssonar verður frumflutt á morgun. Hún einkennist af ættjarðar- rómantík en tónskáldið vísar í henni til fimm af höfuðskáldum íslenskra bókmennta. Atli Heimir útskýrir að sinfónían sé um landið okkar og umhverfi en verkið samdi hann að mestu þegar hann dvaldi sem gestapróf- essor í Bandaríkjunum árið 2002. „Ég held nú ekki að ég hafi verið með heimþrá en okkur verður nú landið oft hugstætt þegar við erum á erlendri grund.“ Sinfón- ían er í fimm þáttum og vísa heiti þeirra til ljóðlína Stephans G. Stephanssonar, Hannesar Haf- stein, Kristjáns Jónssonar fjalla- skálds, Einars Benediktssonar og Jóhannesar úr Kötlum. Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur verkið en stjórnandi verð- ur Bernharður Wilkinson. „Þetta er stór sinfónía og alveg óskap- lega erfið fyrir hljómsveit, en ég held að þau klári þetta alveg − sinfóníuhljómsveitin okkar er mikil gersemi. Verkið reynir bæði á heildina og einstaklinga innan hennar með nokkuð mörg- um einleiksstrófum,“ útskýrir Atli Heimir. Verkið er einnig skrifað fyrir kór sem oft syngur án orða en sinfónían endar síðan á tilvitnun í leikskáldið William Shakespeare. „Ég held að sinfóníur eigi að hafa einhvern boðskap og ætli við getum ekki sagt að þetta minni mig á svona stóran skáldsögu- doðrant frá 19. öld. Það voru oft ansi þykkar bækur og þá töluðu menn um að skáldsagan ætti að vera heimur út af fyrir sig. Eitt- hvað slíkt hef ég reynt að gera í báðum þessum sinfóníum sem ég hef samið,“ segir Atli Heimir. Hann kveðst vera að semja sína fimmtu sinfóníu og verður hún væntanlega tilbúin í sumar. „Ég veit ekki af hverju ég er að þessu,“ segir hann sposkur, „maður hlýðir bara einhverri rödd innra með sér.“ Varðandi tengslin við bók- menntirnar og brunninn sem Atli Heimir sækir í þar segist tón- skáldið vera „dálítill bókmennta- karl“. „Ég les mikið af bókum og auðvitað eru allar listirnar svolít- ið skyldar. Ég veit nú ekki hvort það er eitthvað beint samband milli bókmennta og tónlistar en þegar ég les eitthvað eða fæst við bókmenntirnar þá kemur það hugmyndafluginu af stað, það eru einhverjar hugmyndir og reynsla sem ég reyni að yfirfæra á tónlistarsviðið. Ég hef reynt að forðast að verða fagidjót í músík og þess vegna fylgist ég vel með öðrum listgreinum og meðan ég kenndi hvatti ég mína nemendur til þess sama. Svo sagði einhver, ég held að það hafi verið gamall og góður heimspekingur, líklega Schopenhauer, að tónlistin byrjar þar sem orðin þrýtur.“ Sinfónía Atla Heimis verður ekki eini frumflutningur fimmtu- dagstónleikanna því einleikarinn Stefán Ragnar Höskuldsson, sem undanfarið hefur getið sér gott orð vestanhafs og leikið með Metropolitan-óperunni í New York, mun frumflytja flautu- konsert eftir Lowell Lieberman. Stefán Ragnar leikur nú í fyrsta sinn með Sinfóníuhljómsveit Íslands frá því hann lauk námi og vel er við hæfi að fyrrum kennari hans Bernharður Wilkinson, haldi á tónsprotanum. Tónleikarnir fara að venju fram í Háskólabíói og hefjast þeir kl. 19.30. kristrun@frettabladid.is Tónlist þegar orðin þrýtur ATLI HEIMIR SVEINSSON TÓNSKÁLD Kveðst vera bókakarl og forðast að verða fagidjót í músík. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STEFÁN RAGNAR HÖSKULDSSON Leikur í fyrsta sinn með sinfóníunni eftir námsdvöl erlendis. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA > Ekki missa af... tónleikum tríós Anders Widmark sem leikur á Nasa á fimmtu- dags- og föstudagskvöld á vegum Listahátíðar í Reykjavík. Músíkalskur bræðingur í heims- klassa. Björtum dögum í Hafnarfirði sem hefjast á morgun. Fjölbreytt dagskrá fyrir alla listunnendur. sýningum á Alveg brilljant skilnaði þar sem Edda Björgvins- dóttir fer á kostum í harmlegum skopleik. Sýningarferðalag stendur yfir. Vorhefti menningartímaritsins Skírnis geymir margvíslegan fróðleik sem í þetta sinn snýr að eins ólíkum viðfangsefnum og orrustuþotum Banda- ríkjamanna og gotneskri heimssýn dagblaðsins DV á árunum 2003-2005. Rithöfundurinn Gunnar Gunnarsson hefur verið töluvert í umræðunni und- anfarið og birtir Skírnir nú bréf sem Halldór Laxness skrifaði Gunnari um það leyti sem hann þýddi verk hans á íslensku og vitna bréfin til dæmis um gagnkvæma virðingu þessara tveggja af mestu rithöfundum síðustu aldar. Halldór Laxness þýddi meðal annars Fjallkirkjuna, höfuðverk Gunnars Gunnarssonar, en Gunnar þýddi á sínum tíma skáldsöguna Sölku Völku yfir á dönsku. Sagnfræðingurinn Einar Már Jónsson ritar enn fremur grein um sögu- legar skáldsögur Gunnars í Skírni. Tvær greinar eru birtar í ritinu sem á einn eða annan hátt fjalla um fjölmiðlun og ástand þeirra. Ármann Jakobsson skrifar um veruleikasjónvarp og Guðni Elísson skrifar grein um hryllings- væðingu íslensks veruleika í DV út frá hugmyndum um frásagnarhátt og áherslur í gotneskum skáldsögum. Nýr ritstjóri Skírnis, Halldór Guðmundsson, heldur í hefðir og úr hugskotum heimspekinnar birtist grein eftir Atla Harðarson um auð- mýktina og myndlistin fær einnig sitt rými. Listamaður Skírnis að þessu sinni er Hildur Bjarnadóttir og skrifar Auður Ólafsdóttir listfræðingur upplýsandi og aðgengilega grein um verk hennar. Ritið er einnig smekkfullt af rýni og umfjöllun um nýlegar bókmenntir, þar á meðal um bækurnar sem hlutu Íslensku bók- menntaverðlaunin í vetur. Menningarleg vorlesning Á aðalfundi Félags íslenskra tón- listarmanna sem haldinn var síð- astliðinn mánudag var úthlutað fimm styrkjum til félagsmanna sem nýtast munu þeim til útgáfu hljómdiska. Um er að ræða árlega styrkút- hlutun félagsins. Styrkina hlutu að þessu sinni þau Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari og Steef van Oosterhaut slagverksleikari, Hallveig Rúnarsdóttir sópran- söngkona og Árni Heimir Ing- ólfsson píanóleikari, Rut Ingólfs- dóttir fiðluleikari og Richard Simm píanóleikari, Einar Jóhann- esson klarinettuleikari og Douglas Brotchie orgelleikari og Berglind María Tómasdóttir flautuleikari. - khh FÍT styrkir útgáfu HLUTU STYRKI TIL HLJÓMDISKAÚTGÁFU Steef van Oosterhaut, Herdís Anna Jónsdóttir, Árni Heimir Ingólfsson, Rut Ingólfsdóttir, Berglind María Tómasdóttir, Einar Jóhannesson og Margrét Bóasdóttir, formaður FÍT. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.