Fréttablaðið - 31.05.2006, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 31.05.2006, Blaðsíða 22
[ ] Full búð af aukahlutum á bílinn þinn lexusljós, angeleyes, neonljós, græjur, spoilerar, lækkunargormar, kraftsíur, racekútar, o.fl. AG Mótorsport - Klettháls 9 110 Reykjavík - s. 587 5547 Verslun á netinu : www.agmotorsport.is �������������������������������� ���������������������������������� ������������������ � ������������� ���������������������� ��������������������������� Jeppadekk Vagnhöfða 6 • 110 Reykjavík • Sími 577 3080 Vortilboð! 31" heilsársdekk kr. 11.900 (31x10.50R15) Aðrar stærðir: 27" 215/75R15, kr. 7.900 28" 235/75R15, kr. 8.900 30" 245/75R16, kr. 10.900 32" 265/75R16, kr. 12.900 Sendum frítt um allt land! 23 29 / T ak tik n r.1 3 Akureyri • Egilsstöðum • Hafnarfirði • Höfn • Keflavík • Kópavogi •Reykjavík •Selfossi KÚLULEGUR Ein mesta ferðahelgi ársins er framundan. Áður en lagt er af stað er ráðlegt að yfirfara bílinn, athuga ljós, skoða varadekkið og fullvissa sig um að tjakkurinn sé á sínum stað, endurskipuleggja sjúkratöskuna og mæla olíuna. Á undanförnum árum hefur færst í vöxt að bílaframleið- endur komi hingað til lands að taka upp auglýsingar og annað kynningarefni. Ekkert lát virð- ist vera á þessari þróun. Ísland hefur reglulega skotið upp kollinum erlendis í auglýsingum fyrir ýmsar vörur. Árið 2001 varð sprenging í komu bílaframleið- enda til landsins en þá var eins og þeir hefðu allir uppgötvað fegurð landsins á sama tíma. Mest bar á framleiðendum Mercedes-Benz, en þeir mættu til landsins til að taka upp auglýsingu fyrir nýja ofursportbílinn SLR McLaren. Mikil leynd hvíldi yfir verkefninu en bíllinn var nær allan tímann undir laki inni í tjaldi sem sérstaklega var gætt af öryggisvörðum. Minni spámenn fylgdu í kjölfarið, nýr Volkswagen Golf og Opel Safir komu til lands- ins. Þetta sama ár brunaði einnig sjálfur James Bond á Suðurlands- veginum í sérsmíðuðum Aston Martin Vanquish, eltur af vonda kallinum á Jagúar XKR. Þetta sama sumar átti Ísland gólfið á bílasýningunni í Frank- furt. „Það voru risaskjáir úti um allt, meðal annars hjá Mercedes Benz sem og öðrum sem tóku upp kynningarefni hér, og Ísland var uppi um alla veggi,“ segir Stefán Ásgrímsson, ritstjóri bílablaðs FÍB. Áhugi bílaframleiðenda kuln- aði örlítið eftir sumarið en eftir komu hins ofurvinsæla bílaþáttar Top Gear flykktust þeir sem aldrei fyrr upp á íslenska jökla. Jafnvel Top Gear-menn stóðust ekki mátið og komu aftur fyrir nokkrum vikum og tóku upp atriði þar sem vélknúinn kajak keppti við bíl í kappakstri. Það er fyrst og fremst einstök náttúra sem dregur bílaframleið- endur hingað. Hún er samt ekki eina aðdráttaraflið. Hér fá töku- menn að vera í friði og það þarf ekki að fara nema 100 kílómetra út fyrir borgarmörkin og þá er komið út í fáfarna sveit. Hérna „eiga þeir vegina“, eins og Stefán orðar það og ljósmyndarar sem leggja stund á paparazzi-ljós- myndun eru sárafáir. Árið í ár hefur verið einkar við- burðaríkt á þessum vettvangi. Volkswagen myndaði nýjan hug- myndabíl við Jökulsárlón í árs- byrjun og BMW hélt á dögunum heimsfrumsýningu á nýjum Z4 Coupé í húsakynnum B&L, ásamt því að kynna svokallað X-drif fyrir umboðsaðilum BMW í Evrópu. Land Rover hefur nýlokið við tökur á auglýsingum á nýjum bíl sem ber vinnuheitið L359. Sá bíll er byggður á grunnplötu Volvo xc50 þannig að hann verður stærri en Freelander en minni en Defender. Bíllinn verður frum- sýndur á Bretlandi mánaðamótin júní/júlí og verða staðir eins og Jökulsárlón, Skógafoss, Reynis- fjara, Hekla, Geysir og Bláa lónið í aðalhlutverki þá. tryggvi@frettabladid.is Auglýsingalandið Ísland Bílunumr í James Bond myndinni Die Another Day var breytt algjörlega svo akstureyg- inleikarnir nýttust á ís. Báðir bílarnir fengu nýja vél og nýtt fjórhjóladrif. Vanquish bíllinn var reyndar orðinn svo góður að hann lá allt of vel í begjum og náði því ekki að renna til hliðanna. Þess vegna var hann tekinn af nagladekkjum fyrir tökur í myndinni. Mercedes-Benz SLR McLaren. Bíllinn er tæpar 4 sekúndur upp í 100 km hraða en hámarkshraðinn er 334 km/klst. FRÉTTABLAÐIÐ/EGGERT Volkswagen kom hingað til lands í febrúar með hugmyndabíl í farteskinu. Hann var myndaður við Jökulsárlón. Bílaframleiðsla í Japan jókst um 3,9 prósent í aprílmánuði miðað við sama mánuð í fyrra. Þetta er því sjötti mán- uðurinn í röð sem bílafram- leiðslan eykst þar í landi. Útflutningur á bílum, vörubílum og rútum jókst um 10,6 prósent á einu ári og hefur aukist stöðugt síðustu níu mánuði. Framleiðsla eykst BÍLAFRAMLEIÐSLA Í JAPAN ER Í STÖÐUGUM VEXTI Japan }
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.