Fréttablaðið - 31.05.2006, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 31.05.2006, Blaðsíða 40
MARKAÐURINN hagsmálum og taldi hana vinna gegn árangri sem Seðlabankinn hefði náð með vaxtahækk- unum sínum. Reyndar er það svo að þegar Íbúðalánasjóður og skömmu síðar bankarnir hækkuðu láns- hlutföll og lækkuðu vexti íbúðalána fyrir um tveimur árum síðan var Seðlabankinn meðal þeirra sem vöruðu við aukinni þenslu í kjölfar- ið. Markmið Seðlabankans er að stuðla að því að verðbólga hér verði sem næst 2,5 prósent- um á einu ári en það hefur reynst bankanum torsótt að undanförnu. „Þar skipta sennilega mestu breytingarnar sem urðu á fasteignaveð- lánamarkaði á árinu 2004 með rýmkun reglna Íbúðalánasjóðs og innkomu banka og spari- sjóða í kjölfarið. Þessar breytingar leiddu til mikillar hækkunar á fasteignaverði og mik- illar einkaneyslu. Undanfarin misseri hefur fasteignaverð skýrt stærstan hluta hækkunar vísitölu neysluverðs,“ sagði Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans, nýlega á ársfundi Landssambands lífeyris- sjóða. Þá segir í skýrslu Seðlabankans um Fjármálastöðugleika 2006 að bankinn hafi ein- dregið mælt með því að skipulagi íbúðalána yrði breytt og að ríkið drægi úr beinni þátttöku sinni, enda væri núverandi staða óviðunandi og brýnt að hrinda breytingum í framkvæmd sem fyrst. „Samkeppni á þessum markaði er eftirsóknarverð og bankar og sparisjóðir geta styrkt stöðu sína til langs tíma litið með því að veita íbúðalán. Seðlabankinn mælti gegn rýmkun útlánareglna Íbúðalánasjóðs árið 2004 ekki síst vegna tímasetningar henn- ar. Bankar og sparisjóðir töldu að sér þrengt og brugðust við með stórhækkuðum útlán- um og lengingu lána. Afleiðingin varð mikil skuldaaukning heimila, hækkun fasteigna- verðs, aukin neysla, mikill innflutningur og tilheyrandi viðskiptahalli. Vaxtamyndun á íbúðalánamarkaði hefur verið óeðlileg og fjármögnun banka og sparisjóða ekki í nægi- legu samræmi við skilmála veittra lána,” segir í skýrslunni. ÍBÚÐABANKAHUGMYND HAFNAÐ Um miðjan maí bættist svo við þungt lóð á vogarskál gagnrýnisradda Íbúðalánasjóðs þegar birt var álit sendinefndar Alþjóðagja ldeyrissjóðsins eftir fundi með stjórnvöld- um og samtökum hér á landi. Nefndin fjall- aði almennt um horfur í efnahagsmálum og taldi þær ágætar en tók djúpt í árinni þegar kom að Íbúðalánasjóði. Benjamin Hunt, sem fór fyrir sendinefndinni, lagði ríka áherslu á nauðsyn þess að koma á breytingum á sjóðnum sem allra fyrst til þess að aðgerðir Seðlabankans í peningamálum skiluðu sér eðlilega. „Óheilbrigð samkeppni á milli bank- anna og hins ríkisstyrkta Íbúðalánasjóðs hefur grafið undan áhrifamætti peningastefnunnar, aukið ójafnvægið í hagkerfinu að nauðsynja- lausu og ógnað fjármálastöðugleika,“ segir í álitinu. Ummæli sendinefndarinnar þykja mjög beinskeytt og gætir nokkurra vonbrigða í bankakerfinu með að gagnrýni sem þessi virðist ekki skila sér til löggjafans með nægi- lega afgerandi hætti. Ef farin yrði heildsölubankaleiðin myndi slík stofnun ekki lána beint til almennings heldur fjármagna lán banka og sparisjóða. Þannig myndi sjóðurinn hverfa af sam- keppnismarkaði íbúðalána, en þeirri kröfu hafa Samtök banka og verðbréfafyrirtækja haldið mjög á lofti síðustu ár. Fyrstu til- lögur stýrihópsins sem skipaður var um breytingar á sjóðnum gerðu hins vegar ráð fyrir því að búinn yrði til „íbúðabanki“ og heyrast þær raddir í bankakerfinu að þar sé mjög lítil breyting frá núverandi stöðu, ríkisábyrgð lána verði enn við lýði og lítið breytist annað en búin verði til deild innan Íbúðalánasjóðs sem miðlaði lánum til almennings gegnum bankakerfið. Þá yrði með þessari leið í raun aflögð samkeppni þar sem bankarnir miðluðu lánum þessum á sömu kjörum. Í bankakerfinu segja menn þetta upplegg hafa „siglt í strand“ og áfram verði rætt um markmið og leiðir í mál- inu. Tillögurnar um íbúðabankann mættu þannig mikilli andstöðu í bankakerfinu, en þar segja sumir hverjir að þær endurspegli þá stöðu að starfsmenn Íbúðalánasjóðs komi að því að hluta að semja þær og því ekki von á að tillögurnar hafi í för með sér gagn- gerar breytingar. Fyrirhugaður íbúðabanki var þannig nefndur „samkeppnislaus ríkis- banki sem kassi innan Íbúðalánasjóðs“ af einum viðmælenda Markaðarins. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans og varaformaður Samtaka banka og verðbréfa- fyrirtækja, staðfesti enda í nýlegu viðtali við Markaðinn að mikið bæri í milli hjá bönkunum og stýrihópnum. Hann segir sam- tökin lengi hafa haft ákveðnar hugmyndir um þær breytingar sem verða myndu til þess að ríkið hyrfi af íbúðalána- markaði. „Grunnpunkt- arnir af okkar hálfu hafa verið að umfang ríkis- ins væri hér eftir líka grundvallað af markaðslög- málum og ekki yrði ríkisstyrkt sam- keppni á þessum markaði,“ segir hann og telur að endurmeta þurfi stöðu sjóðsins í ljósi þeirr- ar umræðu sem átt hafi sér stað um bankana og efnahagslíf hér á alþjóðavettvangi. „Íbúðalán eru í hverju landi einn stærsti þátturinn í fjármálamark- aðnum, hafa áhrif á þróun skulda- bréfamarkaðar og almennt á þró- unina með mjög víðtækum hætti. Því er mjög mik- ilvægt að vel tak- ist til með slíkar breytingar og að alþjóðafjármála- markaðurinn sjái þær sem jákvæð- ar breytingar. Því kann að vera að menn þurfi að horfa á þetta upp á nýtt og stíga skref sem eru stærri í átt að því að markaðsvæða þetta kerfi en þeir höfðu áður hugs- að sér.“ Halldór áréttar að allra hagur sé að vinna að breytingum á Íbúðalánasjóði með opnum huga „í stað þess að festast í umræðum fortíðar“. 13MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2006 Ú T T E K T ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR ER Í HÖFÐABORG Stjórnmálamenn eru ekki á einu máli um hversu brýnt sé að koma að breytingum á skipu- lagi og starfsemi Íbúðalánasjóðs. Seðlabankinn segir stöðuna á íbúðalánamarkaði óviðunandi og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gagnrýnir seinagang stjórnvalda í að koma á umbótum. MARKAÐURINN/GVA Pólitískt bitbein í hálsi hagkerfisins Ú R R A M M A G R E I N 6 Í S K Ý R S L U S E Ð L A B A N K A Í S L A N D S , F J Á R M Á L A S T Ö Ð U G L E I K I 2 0 0 6 : „Seðlabanki Íslands hefur nokkrum sinnum tjáð sig um útlán og út lánareglur Íbúða- lánasjóðs á undanförnum árum. Haustið 2003 veitti bankinn umsögn til verkefnis- stjóra og ráðgjafarnefndar félagsmálaráð- herra í tengslum við áform um aukin umsvif Íbúðalánasjóðs á húsnæðislánamarkaði. Í umsögninni var m.a. vakin athygli á að hlut deild ríkisins á húsnæðislánamarkaði væri með því mesta sem þekktist og að með frek- ari aukningu hennar væri hætt við að dregið yrði úr samkeppnishæfni fjármálafyrirtækja á lánamarkaði. Í viðamikilli skýrslu sem Seðlabankinn tók saman að beiðni félags- málaráðherra og birt var síðla árs 2004 var ítarleg grein gerð fyrir mati bankans á marg- víslegum óæskilegum afleiðingum breyttra útlánareglna. [...] Óvæntar breytingar á fast- eignaveðlánamarkaði þegar bankar hófu að veita fasteignaveðlán, ekki síst vegna áforma Íbúðalánasjóðs um að auka mark- aðshlutdeild sína, leiddu til þess að lánsfjár- framboð jókst til mikilla muna. Sú breyting var skyndileg. Hörð samkeppni Íbúða lána- sjóðs og banka og sparisjóða knúði upp fasteignaverð og þar með einkaneyslu og verðbólgu fyrr og hraðar en hægt var að bregðast við í tæka tíð með aðgerðum í pen- ingamálum. Dregist hefur úr hömlu að gera nauðsynlegar breytingar á hinu opinbera íbúðalánakerfi. Af því leiðir m.a. að hugsan- legt er að langtímamarkaður fyrir innlend skuldabréf verði ekki eins virkur og hann hefði ella orðið þar eð horfur virðast nú á að ekki fari nema hluti íbúðalánafjármögnunar um innlendan skuldabréfamarkað. Miklu skiptir fyrir virkni innlends skuldabréfamark- aðar, hagfellda fjármögnun íbúðalána, stöð- ugleika fjármálakerfisins og alþjóðlegt láns- hæfismat ríkissjóðs að sem fyrst verði gerð- ar breytingar á hinu opinbera íbúðalánakerfi. Eins og málum er nú komið hljóta þær að taka mið af því að innlendar lánastofnanir aðrar en Íbúðalánasjóður gegni mikilvægu hlutverki í lánsfjármögnun íbúðarhúsnæðis.“ SEÐLABANKINN KYNNIR VAXTAHÆKKUN „Dregist hefur úr hömlu að gera nauðsynlegar breytingar á hinu opinbera íbúðalána- kerfi,“ segir í skýrslu Seðlabanka Íslands, Fjármálastöðugleiki 2006. MARKAÐURINN/STEFÁN Á KYNNINGU ALÞJÓÐAGJALDEYRISSJÓÐSINS Benjamin Hunt kynnti nýverið álit sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á efna- hagsmálum hér. Hann er í miðið en fjær Srobona Mitra og næst Keiko Honjo. MARKAÐURINN/PJETUR Um miðjan maí bættist svo við þungt lóð á vogarskál gagn- rýnisradda Íbúðalánasjóðs þegar birt var álit sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins ... „Óheilbrigð samkeppni á milli bankanna og hins ríkisstyrkta Íbúðalánasjóðs hefur grafið undan áhrifamætti peningastef- unnar, aukið ójafnvægið í hag- kerfinu að nauðsynjalausu og ógnað fjármálastöðugleika.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.