Fréttablaðið - 31.05.2006, Page 19

Fréttablaðið - 31.05.2006, Page 19
MIÐVIKUDAGUR 31. maí 2006 19 Stjórnendur BAA, sem á stærstu flug- velli Bretlands og alþjóðaflugvöllinn í Búdapest, hafa hafnað öðru yfir- tökutilboði spænsku verktakasam- steypunnar Ferrovial sem hljóðar upp á 9,37 milljarða punda, um 1.270 millj- arða íslenskra króna, eða 900 pens á hlut. Vertakasamsteypan lagði óvænt fram tilboð í BAA í febrúar fyrir tæpa 1.200 milljarða íslenskra króna. Það þótti of lágt og var snarlega hafnað af stjórn félagsins. Síðan hefur hún lagt sig fram við að halda stuðningi hlut- hafa sinna og greiddi meðal annars nýlega út 130 milljarða króna arð. Víst þykir að margir hluthafar í BAA munu renna hýru auga til nýja tilboðsins. Fréttastofan Bloomberg hefur þó eftir starfsmanni bresks eignastýringar- sjóðs sem fer með stóran hlut í félag- inu að tilboðið þyrfti að hljóða upp á að minnsta kosti 950 pens á hlut til þess að þykja virkilega freistandi. Hlutabréf í BAA fóru í 880 pens, sem er hækkun upp á 7,3 prósent, í kjölfar nýja tilboðsins en lækkuðu aftur lítillega er líða tók á daginn. - hhs KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 5.680 +0,56% Fjöldi viðskipta: 367 Velta: 2.866 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 65,70 -0,30% ... Alfesca 3,91 -0,76% ... Atorka 5,55 +0,91% ... Bakkavör 49,10 +0,62% ... Dagsbrún 5,80 +0,69% ... FL Group 19,20 -0,52% ... Flaga 4,15 +3,75% ... Glitnir 17,70 +2,31% ... KB banki 770,00 +0,65% ... Landsbankinn 22,30 +0,00% ... Marel 69,90 +0,87% ... Mosaic Fashions 16,50 -0,60% ... Straumur-Burða- rás 17,30 +0,58% ... Össur 110,00 +0,00% MESTA HÆKKUN Flaga +3,75% Avion +2,49% Glitnir +2,31% MESTA LÆKKUN Alfesca -0,76% Atlantic Petroleum -0,64% Mosaic -0,60% Umsjón: nánar á visir.is Grensásvegi 13 · 108 Reykjavík · Sími 414 0400 · www.pfaff.is Frábær heimabíó Onkyo TX-SR503 Heimabíómagnari 7 x 100 vött DVD Aktuel – Bestur í prófun What HiFi – 5 stjörnur Area DVD – Framúrskarandi Onkyo DV-SP503 DVD Spilari Spilar bæði DVD-Audio og SACD diska What HiFi – 5 stjörnur Onkyo SKS-HT530 Heimabíóhátalarar Onkyo TX-SR603 Heimabíómagnari 7 x 125 vött Sjálfvirk hátalarastilling DVD Vision – Frábær kaup 100% Audio Vision – Bestu kaupin Area DVD – Bestur í sínum flokki Epos ELS 5.1 Heimabíóhátalarar Besti heimabíóhátalarapakkinn undir kr. 130.000 að mati What HiFi Onkyo TX-SR703 Heimabíómagnari 7 x 130 vött THX Select2 vottaður Sjálfvirk hátalarastilling Area DVD – Framúrskarandi Tannoy Arena Heimabíóhátalarakerfi EISA verðlaunin – Besta Heimabíóhátalarakerfið Home Cinema Choice – Besta hátalarakerfi ársins HiFi Review – Bestu kaup ársins Media Total – Bestu hátalarar ársins Digital Home- Gullverðlaun 99.990 TILBOÐ Pakki 1 Verð 156.700 Pakki 2 Verð 224.200 179.990 TILBOÐ Pakki 3 Verð 279.800 224.900 TILBOÐ Loksins aftur fáanlegt á Íslandi Níutíu ára en samt ný Við opnum 2. júní FRÁ HEATHROW-FLUGVELLI Spænska verktakasamsteypan Ferrovial hefur hækkað yfirtökutilboð sitt í BAA sem meðal annars rekur Heathrow-flugvöll. Hafna nýju yfirtökutilboði ICELANDAIR-ÞOTUR Á KEFLAVÍKURFLUG- VELLI. Farþegar Icelandair voru rúmlega 117 þúsund í apríl og fjölgaði um þrettán prósent frá því í apríl í fyrra. Sætanýting í mánuðinum var sjötíu og átta prósent og batn- aði um sjö prósentustig frá fyrra ári. Tæplega 370 þúsund manns hafa ferðast með Icelandair frá áramót- um og er það fimm prósenta aukn- ing miðað við sama tímabil í fyrra. Farþegum Flugfélags Íslands í innanlandsflugi fjölgaði um þrjú prósent í apríl og voru tæplega 28 þúsund. Icelandair Cargo flutti 3.555 tonn í mánuðinum og er það tólf prósenta aukning frá fyrra ári. -jsk Fjölgun far- þega Icelandair GÓÐ ARÐSEMI Meðal eigna Atorku er plastfyrirtækið Bonar Plastic. Hagnaður Atorku Group á fyrstu þremur mánuðum ársins nam 4 milljörðum króna. Heildareignir í lok ársfjórðungsins námu 30,6 milljörðum króna og jukust þær um 10,6 milljarða á þessu þriggja mánaða tímabili. Þá nam eigið fé félagsins 15,5 milljörðum króna og var arðsemi þess 120,4 prósent á ársgrundvelli. Eiginfjárhlutfall í lok árs- fjórðungsins var 50,9 prósent. Á meðal helstu atriða félagsins á tímabilinu voru þau að yfirtökutilboði í Jarðboranir lauk í janúar auk þess sem hlutur í Interbulk var aukinn í 23 prósent. - jab Atorka skilaði 4 milljörðum

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.