Fréttablaðið - 31.05.2006, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 31.05.2006, Blaðsíða 59
Íslensk-danskur kvintett alt-sax- ófónleikaranna Sigurðar Flosa- sonar og Benjamins Koppel verð- ur á ferð um landið um helgina. Kvintettinn heldur tvenna tón- leika í Reykjavík, á Café Rósen- berg annað kvöld kl. 21.30 og á Grand Rokki á föstudagskvöld kl. 21. Kvintettinn kemur síðan fram á djasshátíð Vestmanna- eyja, Dögum lita og tóna, á laug- ardag og sunnudag. Benjmin Koppel er af mörg- um talinn fremsti altsaxófónleik- ari Dana um þessar mundir en auk vopnabræðranna Benjamins og Sigurðar skipa kvintettinn þeir Eyþór Gunnarsson á píanó, Róbert Þórhallsson á kontra- bassa og Kristian Leth á tromm- ur. Margir telja Benjamin Kopp- el einn fremsta altsaxófónleikara Dana um þessar mundir en Kristian Leth er einnig meðal fremstu trommara þar í landi. Þess má geta að í desember síðastliðnum stóðu saxófónleik- ararnir fyrir vel heppnaðri minn- ingardagskrá um Charlie Parker í Reykjavík en Koppel hefur áður leikið víða um land, til dæmis með tríói sínu. Að þessu sinni verður áherslan þó á frumsamda tónlist eftir þá félaga Koppel og Sigurð Flosason. Kvintettinn mun einnig leika á fernum tón- leikum í Kaupmannahöfn og í Árósum í júlí. - khh Koppel í kvintett BENJAMIN KOPPEL LEIKUR MEÐ SIGURÐI FLOSASYNI OG ÖÐRUM KNÁUM DJASSLEIK- URUM UM HELGINA Áhersla á frumsamda tónlist saxófónleikaranna. Ljóðskáldið Dagur Sigurðarson öðl- ast framhaldslíf í tónlist Þórs Eldon. Smekkleysa sm/ehf hefur nú gefið út geisladiskinn Túnglskinsmjólk en þar má finna lög Þórs við sjö af ljóðum skáldsins sem Dagur les sjálfur við undirleik Þórs. Upptökur fóru fram á tímabilinu 1985-2005 en Dagur lést árið 1994. Hann var einn af merkustu og kraft- mestu ljóðskáldum síðustu aldar þótt hann hafi löngum verið utan- garðs enda gaf hann lítið fyrir borg- aralegt velsæmi og tepruskap. Í ljóðum sínum tókst Dagur á við breyttan veruleika borgarlífsins með blöndu af rómantík og grodda- legri hreinskilni og hafa verk hans öðlast æ meiri sess meðal lesenda í seinni tíð. Diskurinn kemur út í takmörk- uðu upplagi. - khh Túnglskinsmjólk LJÓÐ OG LÖG Lög Þórs Eldon og upplestur Dags Sigurðarsonar. MIÐVIKUDAGUR 31. maí 2006 27 Ástralska kvenréttindakonan Germaine Greer er komin til landsins til að flytja fyrirlestur á ráðstefnunni Tengslanet III - Völd til kvenna í Viðskiptaháskól- anum á Bifröst á föstudag. Germ- aine er einna þekktust fyrir bók sína The Female Eunuch sem kom út 1970 og var mjög umdeild. Greer er af mörgum talin einn öflugasti málsvari kvenréttinda- baráttunnar á 20. öld, en hún hefur starfað sem fræðimaður og rithöfundur og lét nýverið af störfum sem prófessor í ensku við University of Warwick á Eng- landi. Þetta er þriðja árið í röð sem Tengslanetsráðstefnan á Bifröst er haldin, að frumkvæði Herdís- ar Þorgeirsdóttur prófessors við laga- deild Viðskiptahá- skólans á Bifröst. „Markmiðið með ráðstefnunni er að mynda tengsl milli kvenna, að auka skilning kvenna á eigin stöðu og hlut- verki þeirra í fram- vindu samfélagsins og auka samheldni þeirra um leið,“ segir Herdís. Hún er ánægð með mikla þátttöku á ráðstefn- unni. „Það er mikil gleði í því fólgin að hafa náð þessum árangri, að þetta sé ein af öflug- ustu ráðstefnum sem haldnar eru í íslensku viðskipta- lífi,“ segir hún. Ráðstefnan hefst kl. 16.00 á fimmtu- dag með fjall- göngu á Grábrók, en á föstudag munu Greer og Guðrún Erlends- dóttir hæstarétt- ardómari flytja erindi. Að því loknu verða fjórar pallborðsumræð- ur þar sem staðal- ímyndir, fyrirtækjamenning og samskipti kvenna verða í brenni- depli. Germaine Greer á Íslandi GERMAINE GREER Heldur erindi á ráðstefnunni Tengslanet III – Völd til kvenna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.