Fréttablaðið - 31.05.2006, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 31.05.2006, Blaðsíða 28
Cyntellect fyrst | Bandaríska líf- tæknifélagið Cyntellect verður að öllum líkindum fyrsta fyrirtækið til að skrá sig á hinn nýja iSEC- markað Kauphallar Íslands. Glitnir kaupir | Glitnir hefur keypt sænska verðbréfafyrirtæk- ið Fischer Partners fyrir 3,7 millj- arða króna auk þess að taka yfir skuldir fyrir 425 milljónir króna. Grandi tapar | HB Grandi skil- aði 1.337 milljóna tapi á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 763 milljóna króna hagnað árið áður. FL fjárfestir | FL Group hefur keypt 5,07 prósenta hlut í bresku tískuvörukeðjunni French Connection. Markaðsvirði hlutar- ins er um 1,4 milljarðar króna. Skráningu frestað | Skráningu Icelandair í Kauphöll Íslands verður að öllum líkindum frestað vegna erfiðra aðstæðna á hluta- bréfamarkaði. Dreifingin tryggð | 365 Media Scandinavia og Post Danmark hafa í sameiningu stofnað fyrir- tæki sem mun sjá um dreifingu Nyhedsavisen. Undir væntingum | Hagar, sem reka meðal annars Bónus og Hagkaup, högnuðust um tæpan milljarð á síðasta rekstrarári, sem er 300 milljónum króna lægri upp- hæð en árið áður. Minni hagnaður | Fiskmarkaður Íslands hf. hagnaðist um 39,6 milljónir króna á fyrstu þremur mánuðum ársins, sem er tíu millj- ónum minni hagnaður en fyrir ári. Íbúðalánasjóður Pólitískt bitbein í hálsi hagkerfisins 12-13 Smásöluverslun Aðlagast nýjum mörkuðum 22 Enron Stórveldi byggt á sandi Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 31. maí 2005 – 20. tölublað – 2. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 F R É T T I R V I K U N N A R Bandaríska samheitalyfja- fyrirtækið Barr er sagt hafa lagt fram óbindandi tilboð í króatíska samheitalyfjafyrirtækið Pliva. Tilboðið, sem hljóðar upp á 2,1 milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 152 milljarða íslenskra króna, er rúmlega 18 milljörðum krónum hærra en seinna tilboð Actavis í sama félag. Róbert Wessman, forstjóri Actavis, segir nokkur fyrirtæki hafa sýnt Pliva áhuga eftir að Deutsche Bank tók að annast söluferli á Pliva og muni Actavis skoða hvort lagt verði fram hærra tilboð en það sem lagt var fram í apríllok, sem hljóðaði upp á 1,85 milljarða dala, jafnvirði 145 millj- arða íslenskra króna. Jafnframt bendir hann á að vegna gengis- mismunar sé tilboð Actavis komið nálægt 2 milljörðum dala. „Þetta er í raun ekkert sem kemur okkur á óvart. Við munum ekki hækka tilboðið nema eitthvað komi út úr áreiðanleikakönnun sem gefi tilefni til þess,“ segir Róbert Wessman. - jab Fleiri félög horfa á Pliva Fleiri íslenskir neytendur eru svartsýnir á horfur í efnahags- málum en bjartsýnir, sam- kvæmt væntingavísitölu Gallup. Væntingar mælast í fyrsta skipti undir hundrað stigum frá árinu 2001 og hafa ekki mælst lægri frá því í nóvember það ár. Þrjátíu prósent neytenda telja ástandið gott en 27 prósent telja að það sé slæmt. 42 prósent neytenda telja að ástandið verði verra eftir sex mánuði, en ein- ungis fjórtán prósent telja það fara batnandi. Í Morgunkornum Glitnis kemur fram að væntingavísitalan hafi lækkað snarlega undanfarna þrjá mánuði. Það bendi sterklega til þess að nú hægi á hröðum vexti einkaneyslu og að á næst- unni muni neysla dragast saman. - jsk Íslenskir neytendur svartsýnir 10 Óli Kristján Ármannsson skrifar Fimmtíu og sjö prósent alls hugbúnaðar sem sett- ur er upp á tölvur í fyrirtækjum hér á landi eru illa fengin. Í nýrri könnun markaðsrannsókna- og greiningarfyrirtækisins IDC kemur fram að sölu- andvirði ólöglegs hugbúnaðar sem hér er notaður í fyrirtækjum nemi 1,3 milljörðum króna á ári hverju, eða 18 milljónum bandaríkjadala. Könnun IDC var gerð að beiðni Business Software Alliance, en svo nefnist samstarfsvettvangur hugbúnaðar- framleiðenda. „Mig hefði ekki órað fyrir því fyrir þremur árum að við værum svona aftarlega á merinni,“ segir Elvar Steinn Þorkelsson, framkvæmdastjóri Microsoft Íslandi. Niðurstöðurnar sýna að þrátt fyrir þróað hagkerfi og þjóðfélagsumgjörð stönd- um við ekki jafnfætis hinum Norðurlöndunum, Þýskalandi, Bretlandi, Benelux-löndunum eða Bandaríkjunum en þar nemur hugbúnaðarþjófn- aður fyrirtækja alls staðar undir 30 prósentum. Ísland, með 57 prósentin, er í flokki með löndum Asíu og Mið- og Austur-Evrópu. Elvar segir að hér hafi ekki legið fyrir áður ábyggilegar tölulegar upplýsingar um hugbúnaðar- þjófnað. „En þarna er komin staðfesting á því sem okkur hefur grunað og líklegt að staðan hafi verið mun verri en við héldum þegar við fórum að vinna að þessum hugbúnaðarréttarmálum fyrir um þremur árum síðan.“ Elvar kallar eftir hugarfarsbreytingu hér og segir Microsoft Íslandi áfram munu vinna með fyrirtækjum landsins í að koma hugbúnaðar- málum þeirra í réttan farveg. Hann segir stefnt á að við verðum á róli með hinum Norðurlöndunum innan þriggja ára. Til að af því geti orðið segir hann þó fleiri þurfa að koma að málum og vísar þar sérstaklega til stjórnvalda. Elvar segir margvísleg fordæmi um aðgerðir. Á Spáni fékk Microsoft skattayfirvöld með í átak og í Svíþjóð hafa verið birtir í fjölmiðlum listar yfir fyrirtæki sem sýnt hafa af sér mikinn sóðaskap í þessum málum. Hann segir Microsoft Íslandi þó engan áhuga hafa á að draga menn fyrir dómstóla. „Við viljum frekar vinna þetta með fyrirtækjunum,“ segir hann en neitar því þó ekki að í sumum tilvikum reyni á þolinmæðina. Þá segir hann aðgerðir fyrir- tækisins ekki beinast gegn einstaklingum. Stóran hluta þess vanda sem hér er við að etja rekur Elvar Steinn til sumra tæknimanna sem starfa við að setja upp hugbúnað og tölvur. Þeir hafi af misskilinni greiðasemi verið duglegir við að útvega viðskiptavinum ólöglega hugbúnaðarlykla til að spara tíma í uppsetningu og látið hjá líða að búa rétt um hnútana eftir á. Þá einbeiti þessir „partnerar“ Microsoft sér ef til vill um of að því að selja þjónustu sem rukkað er fyrir í tímavís, í stað þess að standa rétt að uppsetningu hugbúnaðar til að byrja með. „Þetta er orðinn þjónustumarkaður í stað hugbúnaðarmarkaðar,“ segir hann og bætir við að þegar upp sé staðið þá sé kúnninn ábyrgur fyrir þeim hugbúnaði sem hann notar, ekki fyrirtækið sem setti búnaðinn upp. Meðal þess sem Microsoft Íslandi hefur farið fram á er að þeir sem selja tölvur geri það ekki án þess að upp hafi verið sett á þeim stýrikerfi, eða sönnur færðar á að kaupandinn eigi löglegt eintak. Þá hefur verið gerð gangskör í að stöðva sölu á ólöglega uppsettum OEM hugbúnaði, en hann fá endursöluaðilar gegn því að selja hann ekki nema uppsettan á tölvur. Stela fyrir milljarða Fyrirtæki hér eru eins og í ríkjum Asíu og Austur-Evrópu hvað hugbúnaðarstuld varðar. Kallað er eftir hugarfars- breytingu svo við komumst í flokk með Norðurlöndunum. Gott til síðasta dropa Yfirtökunefnd mun skoða hvort yfirtökuskylda kunni að hafa myndast í Straumi-Burðarási eftir að félag Björgólfsfeðga og tengdir aðilar eignuðust meirihluta í Gretti, sem er einn stærsti hluthafinn í Straumi. Samson Global Holding, annað félag Björgólfsfeðga, heldur þessu til viðbótar utan um fimmtungshlut í Straumi. Þetta eru hefðbundin vinnubrögð hjá nefndinni að kanna slíkt þegar aðilar nálgast yfirtökumörk en þau liggja við fjörutíu prósenta eignarhlut. Með þessum kaupum hefur staða stjórnar- formannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar styrkst innan Straums og ljóst að hann hefur myndað öflugt bandalag með Sundsmönnum sem eiga mann í stjórn Straums. Heimildarmenn telja ólíklegt að friður skapist í bráð innan hluthafa- hóps Straums en Björgólfur Thor og Magnús Kristinsson, varaformaður stjórnar, hafa eldað grátt silfur saman. Jafnframt vaknar upp sú spurning hvort TM verði áfram skráð á markaði eftir að Sund seldi þriðjungshlut sinn til Blátjarnar, félags sem er að langmestu leyti í eigu Björgólfsfeðga og Sunds. Ekki er talið ólíklegt, samkvæmt heimildum Markaðarins, að áframhaldandi skráning félags- ins, sem er eina tryggingafélagið á markaði, verði íhuguð gaumgæfilega eftir þessi viðskipti en hugur stjórnenda TM stendur til þess að vera áfram á markaði eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hjá Óskari Magnússyni, forstjóra TM. - eþa Ekki friðvænlegt í Straumi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.