Fréttablaðið - 31.05.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 31.05.2006, Blaðsíða 16
 31. maí 2006 MIÐVIKUDAGUR16 nær og fjær „ORÐRÉTT“ „Það er bara bjart yfir mér enda komið sumar eftir nokkurt hret,“ segir Guðný Hrund Karlsdóttir sem senn mun láta af embætti sínu sem hreppstjóri í Raufarhafnarhreppi því hreppurinn sá heyrir nú sögunni til eftir sameininguna við Húsavíkurbæ, Öxarfjarðarhrepp og Kelduneshrepp. „Ég hef í rauninni unnið að því hörðum höndum að leggja þetta embætti mitt niður,“ segir hreppstjórinn sem talaði jafnan fyrir sameiningunni. „Það vill svo skemmtilega til að ég hætti að vera hreppstjóri um leið og heimsmeist- arakeppnin í knattspyrnu hefst svo ég get gleymt mér yfir henni án vandræða. Svo sé ég bara til.“ Aðspurð hvort sveitarstjórnarmenn einhvers staðar á landinu hafi gert hosur sínar grænar fyrir henni segir hún, „ég er svo sem með ýmis járn í eldinum en þó get ég ekkert sagt á þess- ari stundu. Nema þá að ég tel mestar líkur á því að ég sé á förum frá Raufarhöfn, þessum yndislega stað. Ég á eftir að sakna fólksins hér.“ Guðný Hrund verður reyndar að horfa á eftir fleirum en íbúum Raufarhafnar því ungur skiptinemi frá Hong Kong, Brian Chan að nafni, hefur verið hjá henni og fjölskyldu í vetur en mun hverfa til síns heima eftir einn mánuð. „Hann unir hag sínum vel hér á Raufarhöfn og er einstaklega hrifinn af norðurljósunum og myrkrinu og eins af björtu nóttunum nú þegar sumarið er gengið í garð. Einnig þykir honum aðdáun- arvert hve Íslendingar geta verið afslappaðir og gáskafullir en staðið þó ávallt sína plikt. Það er nokkuð gott að átta sig á þessu hérna en Raufarhafnarbúar eru miklir gleðimenn en ábyrgir þó. Meðal annars þess vegna á ég eftir að sakna þeirra ef ég fer.“ Hópurinn fór síðastliðinn fimmtudag og gisti í Svína-felli þar sem Margrét Björnsdóttir, einn af skipuleggj- endum, kom krafti í köggla fólks- ins með því að elda ofan í það kjöt- súpu. Ekki veitti af því klukkan fjögur voru göngugarparnir ræst- ir til að gera sig klára; koma sér í klæðnaðinn, setja á sig belti, mann- brodda og taka sér ísöxi í hönd. Fimm leiðsögumenn frá Íslensk- um fjallaleiðsögumönnum fóru með hópnum og leiðbeindu fólki á alla vegu. „Þeir pössuðu afskap- lega vel upp á okkur,“ segir Einar Guðmundsson göngugarpur. „Þó brá okkur í brún þegar þeir sögðu að það okkar sem detta myndi ofan í sprungu ætti einfaldlega að njóta þess að hanga í hyldýpinu. Við höfðum gert okkur vonir um að það heyrði til algjörra undantekn- inga að slíkt kæmi fyrir en svo er ekki og það fór svo að þrír í mínum hópi lentu í sprungu, en það er ekkert tiltökumál ef menn eru með rétta útbúnaðinn.“ Það tekur átta til níu tíma að ganga á hnjúkinn og veðurspáin gaf ekki góð fyrirheit þennan dag. „Það var þó alveg heiðskírt og nánast logn þegar við lögðum af stað og við vorum að vonast til þess að veðrið myndi ekki spillast áður en við næðum á toppinn,“ segir Einar. Þó annað slagið þykkn- aði yfir hnjúknum nutu jöklafar- arnir góðs skyggnis þegar komið var upp. „En veður eru válynd á toppnum og í þann mund sem þeir síðustu voru að leggja af stað niður skall á með snjókomu og skafrenningi. Það var aðeins vel- komin tilbreyting að fá einnig að kynnast hnjúknum við þessar aðstæður. Svo var það bara gott að fá þetta í bakið á leiðinni niður,“ segir Einar. Hann hvetur alla þá sem ætla sér í slíka ferð að búa sig vel undir hana. „Maður var orðinn verulega þreyttur á vissum tímapunkti og þá var freistandi að hætta við, þannig að það er mikilvægt að vera vel undir átökin búinn; lík- amlega og andlega. Hins vegar þegar toppnum er náð fyllist maður þvílíkri sælu að öll þreyta er á bak og burt. Reyndar var það einnig svo að við vorum tiltölulega hress eftir ferðina og tel ég það að þakka þessum frábæru leiðsögu- mönnum sem pössuðu upp á okkur af stakri fagmennsku,“ segir Einar en hugur hans er vart enn kominn til byggða eftir þessa eftirminni- legu ferð. jse@frettabladid.is www.66north.is REYKJAVÍK: Kringlan - Bankastræti 5 - Faxafen 12 GARÐABÆR: Miðhraun 11 - AKUREYRI: Glerárgata 32 Útiföt fyrir börnin í sumar Úlpa einn rennilás 5.400 kr. tveir rennilásar 5.700 kr. Buxur fóðraðar 3.900 kr. Um 30 starfsmenn Sjóvár gerðu sér lítið fyrir í síðustu viku og klifu hæsta tind landsins, Hvannadalshnjúk. Undirbúningur hafði staðið yfir í vetur en þó var æði margt sem kom göngugörpunum í opna skjöldu líkt og verða vill á þessu slóðum. Gunnar V. Andrésson, ljós- myndari Fréttablaðsins, slóst í hópinn. KLIFRAÐ YFIR SPRUNGUNA Margt ber að varast á leiðinni upp. Hér er göngugarpur fyrir ofan hyldjúpa sprungu. Reyndar fengu nokkrir að gossa í slíkt hyldýpi en það er hættulaust ef menn eru með réttan búnað. FRÍÐUR GÖNGUHÓPUR Gleði skín úr hverju andliti í þessum fríða gönguhópi enda launaði útsýnið þeim erfiðið ríkulega meðan heiðskírt var. Á toppi jökulsins og tilverunnar TOPPNUM NÁÐ Fátt er betra en að ná markmiðum sínum og geta horft á útsýnið frá landsins hæsta tindi. Hér er einn hópurinn í þeirri sæluvímu sem slíkum áfanga fylgir. Á LEIÐ UPP Á HVANNADALSHNJÚK Hnjúkurinn gefur góð fyrirheit þegar hann blasir við en þó þurfa menn að taka drjúgt á til þess að fá notið þeirrar sælu sem Einar Guðmundsson göngugarpur segir fylgja því að standa þarna uppi og finna fyrir smæð sinni gagnvart náttúrunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? GUÐNÝ HRUND KARLSDÓTTIR, SVEITARSTJÓRI Í RAUFARHAFNARHREPPI Hættir fyrir heimsmeistaramótið Köld eru kvenleg tök „En svo bregðast kross- tré sem önnur tré og hin kvenlegu tök blaðsins í efnisvali um nokkurt skeið hafa veikt málvöndun og markvissan stíl Morgun- blaðsins.“ Árni Johnsen í Morgunblaðinu 30. maí um málverndunarstefnu blaðsins. Áttundi maðurinn „Ég er hissa á því að frambjóðandinn ungi hjá B-listanum sem talaði af bjartsýni og einlægni fram- an í sjónvarpsmyndavélarn- ar sé orðinn áttundi maður Sjálfstæðisflokksins.“ Svandís Svavarsdóttir, oddviti VG, um þá ákvörðun Björns Inga Hrafnssonar að mynda meirihlutastjórn með Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. Fréttablaðið 30.maí. Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitar- stjóri á Raufarhöfn. „Það eru blendnar tilfinningar hjá mér gagnvart þessum nýja meirihluta í Reykjavík,“ segir Ásgeir Davíðsson, betur þekktur sem Geiri á Maxim. „Í raun tel ég að hann Villi sé hinn vænsti maður og eins Björn Ingi og ég tel að þessir menn eigi eftir að gera góða hluti. En það sem verra er að þegar komin verður svona góð stjórn í Reykjavík þá hættir húsverð- ið að hækka svona mikið í Kópavoginum eins og það hefur gert undanfarin ár. Annars kom það mér á óvart hvað Fram- sóknarflokkurinn kom illa út úr þessum kosningum en ég held að hann hafi tapað svona skelfilega á R-lista samstarf- inu. Hann hefur bara horfið inn í þetta og svo kemur bara einhver listi sem heitir exbé. Ég er ekkert viss um það að unga fólkið sem ekki hefur svo mikinn áhuga á pólitík viti að Framsóknarflokkurinn sé til. Svo kom það mér nokkuð á óvart að þessir tveir flokkar skildu enda saman en ég hélt að sjálfstæðismenn væru búnir að húkka í hann Ólaf F. Magnússon. En svo breyttist það einn ,tveir og bingó.“ SJÓNARHÓLL ÁSGEIR DAVÍÐSSON Vont fyrir Kópavog
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.